Þórólfur getur starfað áfram 6. nóvember 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segir Þórólf Árnason hafa staðið sig vel í embætti borgarstjóra og hefur fulla trú á því að hann geti sinnt starfinu áfram. Hann segir Þórólf ekki pólitískan borgarstjóra og að þeir sem hafi ráðið hann til starfa beri hina pólitísku ábyrgð. Engin ákvörðun liggur fyrir um hvort Þórólfur Árnason verður látinn víkja úr embætti borgarstjóra. Halldór Ásgrímsson segir að formenn samstarfsflokkanna komi ekki að þeirri ákvörðun. Hann ber Þórólfi Árnasyni hins vegar vel söguna. Skýrsla Samkeppnisstofnunar sé mjög alvarleg og dómur yfir þeim fyrirtækjum sem hlut eigi að máli en ekki dómur yfir einstökum starfsmönnum. Halldór segir alveg ljóst að þeir sem eru í forystu beri aðalábyrgðina. „Þórólfur Árnason hefur að mínu mati verið mjög góður borgarstjóri og hann hefur viðurkennt að hafa gert mistök í þessu máli. Hann verður að sjálfsögðu að gera það upp við sína samvisku, og þeir sem styðja hann í bogarstjórninni, hvort hann geti haldið störfum sínum áfram eða ekki,“ segir Halldór sem kveðst hafa fulla trú á því að Þórólfur geti sinnt starfi borgarstjóra áfram. Halldór segir málið alfarið á forræði Reykjavíkurlistans og formenn flokkanna hefðu ekki verið kallaðir til samráðs. Hann segist treysta fulltrúum Framsóknarflokksins í borginni fyllilega til þess. Líf Reykjavíkurlistans virðirst hanga á því að það takist að sætta sjónarmið í þessu máli. Önnur stjórnmálahreyfing fyrr á öldinni fór einnig flatt á olíu, þótt með allt öðrum hætti væri - nefnilega Kommúnistaflokkur Íslands. „Á gröf hins látna blikar bensíntunna. Frá British petroleum company“ orti Steinn Steinarr í minningu þess flokks. Halldór vill ekki fullyrða neitt um það hvort samstarf R-listans sé búið að vera ef Þórólfur verði látinn víkja. Það komi í ljós á næstu dögum. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira
Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segir Þórólf Árnason hafa staðið sig vel í embætti borgarstjóra og hefur fulla trú á því að hann geti sinnt starfinu áfram. Hann segir Þórólf ekki pólitískan borgarstjóra og að þeir sem hafi ráðið hann til starfa beri hina pólitísku ábyrgð. Engin ákvörðun liggur fyrir um hvort Þórólfur Árnason verður látinn víkja úr embætti borgarstjóra. Halldór Ásgrímsson segir að formenn samstarfsflokkanna komi ekki að þeirri ákvörðun. Hann ber Þórólfi Árnasyni hins vegar vel söguna. Skýrsla Samkeppnisstofnunar sé mjög alvarleg og dómur yfir þeim fyrirtækjum sem hlut eigi að máli en ekki dómur yfir einstökum starfsmönnum. Halldór segir alveg ljóst að þeir sem eru í forystu beri aðalábyrgðina. „Þórólfur Árnason hefur að mínu mati verið mjög góður borgarstjóri og hann hefur viðurkennt að hafa gert mistök í þessu máli. Hann verður að sjálfsögðu að gera það upp við sína samvisku, og þeir sem styðja hann í bogarstjórninni, hvort hann geti haldið störfum sínum áfram eða ekki,“ segir Halldór sem kveðst hafa fulla trú á því að Þórólfur geti sinnt starfi borgarstjóra áfram. Halldór segir málið alfarið á forræði Reykjavíkurlistans og formenn flokkanna hefðu ekki verið kallaðir til samráðs. Hann segist treysta fulltrúum Framsóknarflokksins í borginni fyllilega til þess. Líf Reykjavíkurlistans virðirst hanga á því að það takist að sætta sjónarmið í þessu máli. Önnur stjórnmálahreyfing fyrr á öldinni fór einnig flatt á olíu, þótt með allt öðrum hætti væri - nefnilega Kommúnistaflokkur Íslands. „Á gröf hins látna blikar bensíntunna. Frá British petroleum company“ orti Steinn Steinarr í minningu þess flokks. Halldór vill ekki fullyrða neitt um það hvort samstarf R-listans sé búið að vera ef Þórólfur verði látinn víkja. Það komi í ljós á næstu dögum.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira