Eldgos líklega hafið í Grímsvötnum 1. nóvember 2004 00:01 "Það er margt sem bendir til þess að gos sé hafið í eða við Grímsvötn. Við vitum ekki mikið meira um það í bili, hvort það er enn ofan í vatninu sjálfu eða undir ís, eða hvort það hefur brotið sér leið upp. Þetta er á mjög svipuðum slóðum og eldgosið í Grímsvötnum 1998," sagði Ragnar Stefánsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands í kvöld. Í framhaldi af vaxandi jarðskjálftum undanfarna daga og sérstaklega í dag, hófst samfelld hrina jarðskjálfta og óróa upp úr klukkan 20 í kvöld. Töldu menn líklegt að þar með hefði eldgos hafist í Grímsvötnum. Veðurstofan fylgist grannt með framvindunni og Samhæfingarstöð almannavarna var opnuð í kvöld vegna gossins. Flugmálastjórn, Vegagerðin, lögreglustjórinn í Vík og lögreglustjórinn á Höfn í Hornafirði hafa verið upplýstir um stöðu mála. "Við höfum ekki séð nein merki goss í radar en ef gosið brýst upp á yfirborðið og nær nokkurri hæð má sjá gosmökkinn í radar. Það er reyndar alls ekki víst að neitt að ráði sé farið að koma upp, þetta er trúlega undir jökli ennþá. Við teljum þó rétt að skýra frá þessu fyrr en síðar," sagði Ragnar Stefánsson. "Það hafa sést mjög smá gos á þessum slóðum en það er ómögulegt á þessari stundu að segja nokkuð til um stærð gossins. Hins vegar höfum við verið að búast við því að Grímsvötnin færu af stað. Landmælingar hafa sýnt að Grímsfjall hefur verið að þenjast út og okkur fannst því líklegt að þegar vötnin hefðu tæmt sig í þessu hlaupi, sem hófst fyrir nokkrum dögum, mundi létta það mikið þrýstingi ofan af kvikunni að hún myndi ná upp á yfirborðið," sagði Ragnar Stefánsson. Síðast varð gos í Grímsvötnum árið 1998, þá náði gosmökkurinn allt að tíu kílómetra hæð. Gunnar Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni sagði í samtali við Fréttablaðið í dag, að ef svipaðar aðstæður skapist núna geti það vissulega haft áhrif á flugumferð sem þurfi að taka mið af gosmökknum. Samhæfingarstöð almannavarna hefur í kvöld beint flugumferð frá Suðvesturhorninu. Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
"Það er margt sem bendir til þess að gos sé hafið í eða við Grímsvötn. Við vitum ekki mikið meira um það í bili, hvort það er enn ofan í vatninu sjálfu eða undir ís, eða hvort það hefur brotið sér leið upp. Þetta er á mjög svipuðum slóðum og eldgosið í Grímsvötnum 1998," sagði Ragnar Stefánsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands í kvöld. Í framhaldi af vaxandi jarðskjálftum undanfarna daga og sérstaklega í dag, hófst samfelld hrina jarðskjálfta og óróa upp úr klukkan 20 í kvöld. Töldu menn líklegt að þar með hefði eldgos hafist í Grímsvötnum. Veðurstofan fylgist grannt með framvindunni og Samhæfingarstöð almannavarna var opnuð í kvöld vegna gossins. Flugmálastjórn, Vegagerðin, lögreglustjórinn í Vík og lögreglustjórinn á Höfn í Hornafirði hafa verið upplýstir um stöðu mála. "Við höfum ekki séð nein merki goss í radar en ef gosið brýst upp á yfirborðið og nær nokkurri hæð má sjá gosmökkinn í radar. Það er reyndar alls ekki víst að neitt að ráði sé farið að koma upp, þetta er trúlega undir jökli ennþá. Við teljum þó rétt að skýra frá þessu fyrr en síðar," sagði Ragnar Stefánsson. "Það hafa sést mjög smá gos á þessum slóðum en það er ómögulegt á þessari stundu að segja nokkuð til um stærð gossins. Hins vegar höfum við verið að búast við því að Grímsvötnin færu af stað. Landmælingar hafa sýnt að Grímsfjall hefur verið að þenjast út og okkur fannst því líklegt að þegar vötnin hefðu tæmt sig í þessu hlaupi, sem hófst fyrir nokkrum dögum, mundi létta það mikið þrýstingi ofan af kvikunni að hún myndi ná upp á yfirborðið," sagði Ragnar Stefánsson. Síðast varð gos í Grímsvötnum árið 1998, þá náði gosmökkurinn allt að tíu kílómetra hæð. Gunnar Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni sagði í samtali við Fréttablaðið í dag, að ef svipaðar aðstæður skapist núna geti það vissulega haft áhrif á flugumferð sem þurfi að taka mið af gosmökknum. Samhæfingarstöð almannavarna hefur í kvöld beint flugumferð frá Suðvesturhorninu.
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira