Myndband bin Ladens tvíeggjað sverð 31. október 2004 00:01 Í fjölmiðlum hér er aðalmálið nýja myndbandið frá Usama bin Laden. Á Fox news, sem heldur málstað Bush á lofti, er því nánast haldið fram blákalt að bin Laden hafi verið að hvetja Bandaríkjamenn til að kjósa Kerry. Þeir sem lesið hafa textann vita hins vegar að þetta er hæpin ályktun. Spunameistara repúblikana hafa hins vegar náð að snúa umræðunni á þennan veg í þeirri von að Bandaríkjamenn taki ákvörðun um að standa með forsetanum - það er látið líta út sem stuðningur við Kerry kunni að sýna veiklyndi gagnvart hryðjuverkamönnum. Þetta er þema sem menn forsetans vonast til að nái í gegn til kjósenda á síðsutu dögunum. Skoðanakannanir sýna að staða Bush er langt frá því að vera trygg. Hann mælist víðast með undir 50% stuðning en það er almennt talið boða vont fyrir sitjandi forseta. Kerry sækir á og hefur augljóslega höfðað málflutningi sínum á þann veg á síðustu dögum að sannfæra megi Bandaríkjamenn um að hann sé ekki síður til þess fallinn en Bush að heyja stríð á hendur hryðjuverkamönnum. Það er einnig mikið rætt um ýmis hugsanlega jaðartilvik sem kunna að koma upp í kosningunum og margir eiga von á því að langvinnar deilur í réttarsölum muni að fylgja í kjölfar kosninganna. Að minnsta kosti þykir mönnum ólíklegt að þeir muni vita endanlega niðurstöðu þegar þeir leggjast til hvílu að kvöldi kjördags. Reynslan frá þvi fyrir fjórum árum sýnir að ýmislegt getur komið upp. Flestir fréttaskýrendur telja það ekki boða gott að framboðin hafi ráðið til sín tugþúsundir lögmanna en sjálfir benda lögmennirnir á að ýmsa vankanta megi sníða af framkvæmd kosninga ef eftirlit af hálfu framboðanna er virkt. Í Boston fögnuðu menn í dag sigri heimaliðsins Red Sox í bandarísku hafnarboltadeildinni og telja það boða gott fyrir þriðjudaginn þegar heimamaðurinn Kerry getur unnið annan sögulegan sigur og sest í Hvíta húsið. Næstu dagar verða erfiðir fyrir frambjóðendur og þeim þeytt út um allar jarðir til að herða stuðningsmenn sína í trúnni. Í ýmsum fylkjum eru úrslitin nú þegar ráðin og því hafa herforingjar kosningabaráttanna lagt áherslu á að flytja hörðustu stuðningsmennina sína á þá staði þar sem þörfin er stærst. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Sjá meira
Í fjölmiðlum hér er aðalmálið nýja myndbandið frá Usama bin Laden. Á Fox news, sem heldur málstað Bush á lofti, er því nánast haldið fram blákalt að bin Laden hafi verið að hvetja Bandaríkjamenn til að kjósa Kerry. Þeir sem lesið hafa textann vita hins vegar að þetta er hæpin ályktun. Spunameistara repúblikana hafa hins vegar náð að snúa umræðunni á þennan veg í þeirri von að Bandaríkjamenn taki ákvörðun um að standa með forsetanum - það er látið líta út sem stuðningur við Kerry kunni að sýna veiklyndi gagnvart hryðjuverkamönnum. Þetta er þema sem menn forsetans vonast til að nái í gegn til kjósenda á síðsutu dögunum. Skoðanakannanir sýna að staða Bush er langt frá því að vera trygg. Hann mælist víðast með undir 50% stuðning en það er almennt talið boða vont fyrir sitjandi forseta. Kerry sækir á og hefur augljóslega höfðað málflutningi sínum á þann veg á síðustu dögum að sannfæra megi Bandaríkjamenn um að hann sé ekki síður til þess fallinn en Bush að heyja stríð á hendur hryðjuverkamönnum. Það er einnig mikið rætt um ýmis hugsanlega jaðartilvik sem kunna að koma upp í kosningunum og margir eiga von á því að langvinnar deilur í réttarsölum muni að fylgja í kjölfar kosninganna. Að minnsta kosti þykir mönnum ólíklegt að þeir muni vita endanlega niðurstöðu þegar þeir leggjast til hvílu að kvöldi kjördags. Reynslan frá þvi fyrir fjórum árum sýnir að ýmislegt getur komið upp. Flestir fréttaskýrendur telja það ekki boða gott að framboðin hafi ráðið til sín tugþúsundir lögmanna en sjálfir benda lögmennirnir á að ýmsa vankanta megi sníða af framkvæmd kosninga ef eftirlit af hálfu framboðanna er virkt. Í Boston fögnuðu menn í dag sigri heimaliðsins Red Sox í bandarísku hafnarboltadeildinni og telja það boða gott fyrir þriðjudaginn þegar heimamaðurinn Kerry getur unnið annan sögulegan sigur og sest í Hvíta húsið. Næstu dagar verða erfiðir fyrir frambjóðendur og þeim þeytt út um allar jarðir til að herða stuðningsmenn sína í trúnni. Í ýmsum fylkjum eru úrslitin nú þegar ráðin og því hafa herforingjar kosningabaráttanna lagt áherslu á að flytja hörðustu stuðningsmennina sína á þá staði þar sem þörfin er stærst.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Sjá meira