Bjarni styrkti stöðu sína 13. október 2004 00:01 Kaflaskipti urðu í baráttunni um Íslandsbanka í gær. Forstjóri bankans hefur styrkt stöðu sína og stuðningsmenn hans mynda kjölfestu bankans ásamt Straumi. Umtalsverðar breytingar verða í bankaráði Íslandsbanka eftir að Lífeyrissjóður verslunarmanna seldi í gær fjögurra prósenta hlut í Íslandsbanka fyrir fimm milljarða. Eftir söluna á sjóðurinn 2,77 prósent í bankanum. Kaupendur hlutarins eru Straumur, stærsti hluthafinn í bankanum sem keypti tveggja prósenta hlut, og fjögur fjárfestingarfélög sem öll áttu hluti fyrir í bankanum og keyptu hvert um hálft prósent. Eignarhlutur Straums eftir söluna í gær er um sextán prósent en félögin fjögur eiga um þrjátíu prósent. Með kaupunum í gær hafa orðið kaflaskipti í átökunum um Íslandsbanka. Sú fylking sem stutt hefur Bjarna Ármansson, forstjóra bankans, hefur aftur náð undirtökunum en þar fara fremstir í flokki Einar Sveinsson, stjórnarformaður bankans, Karl Wernersson og Jón Snorrason. Víglundur Þorsteinsson hefur verið bankaráðsmaður Lífeyrissjóðsins en hann hverfur nú úr bankaráðinu á næsta hluthafafundi líkt og einhverjir fleiri. Hann hefur verið talsmaður þess að Íslandsbanki stækki og talið skynsamlegasta kostinn að sameinast Straumi. Straumur á fyrir tveimur stjórnarmönnum en líklegt er að Helgi Magnússon verði annar þeirra. Átökin snúast að mati flestra um hvort sameina eigi Straum og Íslandsbanka. Sérfræðingar á verðbréfamarkaði telja ekki ólíklegt að fleiri breytingar verði fyrir næsta hluthafafund sem er að líkindum eftir fjórar vikur, átökin haldi því áfram og menn gætu setið uppi með gerbreytta mynd. Heimildarmenn innan Íslandsbanka segja hins vegar að Straumur hafi spennt bogann til fulls með því að binda um tuttugu milljarða í bankanum. Kaupin í gær hafi verið táknræn fyrir einingu framundan og nú semji menn um framhaldið. Frekari breytinga sé ekki að vænta. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Kaflaskipti urðu í baráttunni um Íslandsbanka í gær. Forstjóri bankans hefur styrkt stöðu sína og stuðningsmenn hans mynda kjölfestu bankans ásamt Straumi. Umtalsverðar breytingar verða í bankaráði Íslandsbanka eftir að Lífeyrissjóður verslunarmanna seldi í gær fjögurra prósenta hlut í Íslandsbanka fyrir fimm milljarða. Eftir söluna á sjóðurinn 2,77 prósent í bankanum. Kaupendur hlutarins eru Straumur, stærsti hluthafinn í bankanum sem keypti tveggja prósenta hlut, og fjögur fjárfestingarfélög sem öll áttu hluti fyrir í bankanum og keyptu hvert um hálft prósent. Eignarhlutur Straums eftir söluna í gær er um sextán prósent en félögin fjögur eiga um þrjátíu prósent. Með kaupunum í gær hafa orðið kaflaskipti í átökunum um Íslandsbanka. Sú fylking sem stutt hefur Bjarna Ármansson, forstjóra bankans, hefur aftur náð undirtökunum en þar fara fremstir í flokki Einar Sveinsson, stjórnarformaður bankans, Karl Wernersson og Jón Snorrason. Víglundur Þorsteinsson hefur verið bankaráðsmaður Lífeyrissjóðsins en hann hverfur nú úr bankaráðinu á næsta hluthafafundi líkt og einhverjir fleiri. Hann hefur verið talsmaður þess að Íslandsbanki stækki og talið skynsamlegasta kostinn að sameinast Straumi. Straumur á fyrir tveimur stjórnarmönnum en líklegt er að Helgi Magnússon verði annar þeirra. Átökin snúast að mati flestra um hvort sameina eigi Straum og Íslandsbanka. Sérfræðingar á verðbréfamarkaði telja ekki ólíklegt að fleiri breytingar verði fyrir næsta hluthafafund sem er að líkindum eftir fjórar vikur, átökin haldi því áfram og menn gætu setið uppi með gerbreytta mynd. Heimildarmenn innan Íslandsbanka segja hins vegar að Straumur hafi spennt bogann til fulls með því að binda um tuttugu milljarða í bankanum. Kaupin í gær hafi verið táknræn fyrir einingu framundan og nú semji menn um framhaldið. Frekari breytinga sé ekki að vænta.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira