Tveir létust í bílveltu 10. október 2004 00:01 Íslendingur og Brasilíumaður létust í bílslysi í Þjórsárdal í morgun. Jeppabifreið sem þeir voru í ásamt fimm öðrum valt á veginum og gjöreyðilagðist. Sjö manns - fjórir Bandaríkjamenn, einn Breti, einn Brasilíumaður og íslenskur ökumaður - lögðu af stað úr Reykjavík klukkan 9 í morgun. Ferðinni var heitið austur í Landmannalaugar þar sem hópurinn hugðist eyða deginum og snúa til baka að kvöldi. Á ellefta tímanum var hópurinn á ferð í Þjórsárdal á milli Skriðufells og Búrfellsvirkjunar þegar ógæfan dundi yfir. Þorgrímur Óli Sigurðsson, lögreglufulltrúi á Selfossi, segir að svo virðist sem ökumaðurinn hafi misst bílinn út í vegkant sem varð til þess að hann missti stjórn á honum og bifreiðin svo oltið nokkrar veltur á veginum. Bíllinn var gjörónýtur eftir slysið. Afturhásingin fór af og tveir hjólbarðanna. Tveir lögreglubílar frá Selfossi, tveir sjúkrabílar og einn slökkviliðsbíll komu fljótlega á vettvang. Þá voru tveir látnir - íslenskur karl á þrítugsaldri sem ók jeppanum og brasilískur karl á fertugsaldri. Hinir fimm, Bandaríkjamennirnir og Bretinn, voru á aldrinum 18 ára til sextugs, tvær konur og þrír karlar. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til aðstoðar og flutti hún tvo farþeganna á Landspítalann í Fossvogi. Hún lenti þar með þá laust fyrir klukkan eitt í dag. Hinir þrír voru fluttir með sjúkrabílum á sama stað. Einn farþeganna fór í aðgerð í dag vegna alvarlegra áverka og er honum nú haldið sofandi í öndunarvél. Meiðsl annarra farþega eru ekki alvarleg. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
Íslendingur og Brasilíumaður létust í bílslysi í Þjórsárdal í morgun. Jeppabifreið sem þeir voru í ásamt fimm öðrum valt á veginum og gjöreyðilagðist. Sjö manns - fjórir Bandaríkjamenn, einn Breti, einn Brasilíumaður og íslenskur ökumaður - lögðu af stað úr Reykjavík klukkan 9 í morgun. Ferðinni var heitið austur í Landmannalaugar þar sem hópurinn hugðist eyða deginum og snúa til baka að kvöldi. Á ellefta tímanum var hópurinn á ferð í Þjórsárdal á milli Skriðufells og Búrfellsvirkjunar þegar ógæfan dundi yfir. Þorgrímur Óli Sigurðsson, lögreglufulltrúi á Selfossi, segir að svo virðist sem ökumaðurinn hafi misst bílinn út í vegkant sem varð til þess að hann missti stjórn á honum og bifreiðin svo oltið nokkrar veltur á veginum. Bíllinn var gjörónýtur eftir slysið. Afturhásingin fór af og tveir hjólbarðanna. Tveir lögreglubílar frá Selfossi, tveir sjúkrabílar og einn slökkviliðsbíll komu fljótlega á vettvang. Þá voru tveir látnir - íslenskur karl á þrítugsaldri sem ók jeppanum og brasilískur karl á fertugsaldri. Hinir fimm, Bandaríkjamennirnir og Bretinn, voru á aldrinum 18 ára til sextugs, tvær konur og þrír karlar. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til aðstoðar og flutti hún tvo farþeganna á Landspítalann í Fossvogi. Hún lenti þar með þá laust fyrir klukkan eitt í dag. Hinir þrír voru fluttir með sjúkrabílum á sama stað. Einn farþeganna fór í aðgerð í dag vegna alvarlegra áverka og er honum nú haldið sofandi í öndunarvél. Meiðsl annarra farþega eru ekki alvarleg.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira