Gætu grætt milljarð 5. ágúst 2004 00:01 Burðarás keypti í gær tæp fimm prósent í breska bankanum Singer and Friedlander. Þar með á Burðarás rúm átta prósent í bankanum eða sem nemur hátt á fimmta milljarð króna. Fyrir á KB banki 19,5 prósenta hlut í bankanum, andvirði rúmra tíu milljarða. Samkvæmt heimildum hefur fjárfesting Burðaráss verið í undirbúningi um nokkurt skeið. Markmiðið með henni er skammtímahagnaður vegna mats á því að KB banki taki bankann yfir. Burðarás hefur flutt úr landi um tíu milljarða króna til erlendra fjárfestinga. Sérfræðingar á markaði telja að Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Burðaráss, sé maðurinn á bak við þessa fjárfestingu. Innan KB banka gætir ákveðings pirrings yfir því sem menn kalla hugmyndaleysi; að verpa í hreiður annarra. Landsbankinn ræður för í Burðarási og núningur vegna baráttu um danska FIH bankann situr enn í mönnum. KB bankamenn telja að aðkoma Landsbankans hafi kostað KB banka sjö milljarða króna. KB banki getur auðveldlega komið í veg fyrir yfirtöku Burðaráss og hugsanlegt að ef Burðarás þvælist fyrir yfirtökunni, þá muni KB banki einfaldlega bíða með að hefja yfirtökuferlið. Slík störukeppni yrði þó sennilega hvorugum til hagsbóta. Algengt er að greitt sé 15 til 20 prósenta álag frá markaðsgengi við yfirtöku. Hins vegar er þá horft framhjá hækkunum sem verða vegna væntinga um yfirtöku. Líklegt er að Burðarás vilji skjótan hagnað, fremur en að liggja lengi með svo stóra fjárfestingu upp á óvissa von um frekari ávinning. Burðarás gæti ef væntingar ganga eftir hagnast um milli hálfan og einn milljarð á fjárfestingunni. Fulltrúar Burðaráss hafa ekki tjáð sig um stefnuna með fjárfestingu sinni öðruvísi en með vísun í fjárfestingarstefnu sína. Á breska markaðnum kannar yfirtökunefnd slíkar fjárfestingar, þar til eignarhlutur er kominn yfir fimmtán prósent. Þá tekur strangara eftirlit við í umsjón breska fjármálaeftirlitsins. Þeir sem gerst þekkja til á breska markaðnum telja að Burðarás muni fá símtal frá yfirtökunefndinni vegna kaupanna. Það fyrsta sem nefndin hafi áhuga á séu tengsl við KB banka eða þátttöku í yfirtökuferli. Í öðru lagi munu þeir þurfa að svara því hvort þeir hyggi sjálfir á yfirtöku. Svari þeir játandi verða þeir að hefja ferlið en neiti þeir mega þeir ekki reyna slíkt næsta hálfa ári Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Burðarás keypti í gær tæp fimm prósent í breska bankanum Singer and Friedlander. Þar með á Burðarás rúm átta prósent í bankanum eða sem nemur hátt á fimmta milljarð króna. Fyrir á KB banki 19,5 prósenta hlut í bankanum, andvirði rúmra tíu milljarða. Samkvæmt heimildum hefur fjárfesting Burðaráss verið í undirbúningi um nokkurt skeið. Markmiðið með henni er skammtímahagnaður vegna mats á því að KB banki taki bankann yfir. Burðarás hefur flutt úr landi um tíu milljarða króna til erlendra fjárfestinga. Sérfræðingar á markaði telja að Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Burðaráss, sé maðurinn á bak við þessa fjárfestingu. Innan KB banka gætir ákveðings pirrings yfir því sem menn kalla hugmyndaleysi; að verpa í hreiður annarra. Landsbankinn ræður för í Burðarási og núningur vegna baráttu um danska FIH bankann situr enn í mönnum. KB bankamenn telja að aðkoma Landsbankans hafi kostað KB banka sjö milljarða króna. KB banki getur auðveldlega komið í veg fyrir yfirtöku Burðaráss og hugsanlegt að ef Burðarás þvælist fyrir yfirtökunni, þá muni KB banki einfaldlega bíða með að hefja yfirtökuferlið. Slík störukeppni yrði þó sennilega hvorugum til hagsbóta. Algengt er að greitt sé 15 til 20 prósenta álag frá markaðsgengi við yfirtöku. Hins vegar er þá horft framhjá hækkunum sem verða vegna væntinga um yfirtöku. Líklegt er að Burðarás vilji skjótan hagnað, fremur en að liggja lengi með svo stóra fjárfestingu upp á óvissa von um frekari ávinning. Burðarás gæti ef væntingar ganga eftir hagnast um milli hálfan og einn milljarð á fjárfestingunni. Fulltrúar Burðaráss hafa ekki tjáð sig um stefnuna með fjárfestingu sinni öðruvísi en með vísun í fjárfestingarstefnu sína. Á breska markaðnum kannar yfirtökunefnd slíkar fjárfestingar, þar til eignarhlutur er kominn yfir fimmtán prósent. Þá tekur strangara eftirlit við í umsjón breska fjármálaeftirlitsins. Þeir sem gerst þekkja til á breska markaðnum telja að Burðarás muni fá símtal frá yfirtökunefndinni vegna kaupanna. Það fyrsta sem nefndin hafi áhuga á séu tengsl við KB banka eða þátttöku í yfirtökuferli. Í öðru lagi munu þeir þurfa að svara því hvort þeir hyggi sjálfir á yfirtöku. Svari þeir játandi verða þeir að hefja ferlið en neiti þeir mega þeir ekki reyna slíkt næsta hálfa ári
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira