Kraftur í tónlistarútgáfu 27. júlí 2004 00:01 Bæði tónlist og bækur hafa selst vel í sumar þrátt fyrir að báðar vörur hafi um áratugaskeið verið háðar miklum árstíðarsveiflum þar sem nær öll salan hefur farið fram í kringum jólin. Nú í sumar hefur þó nokkur fjöldi nýrra tónlistardiska komið út og bera útgefendur sig vel. "Það er búið að vera óvenjulega mikil útgáfa. Ég held að Skífan hafi aldrei gefið út jafnmarga tiltla á fyrri hluta ársins eins og þetta ár. Þetta hefur verið október og nóvember bransi en við erum kerfisbundið að reyna að breyta því. Þannig að þessi útgáfa byrjaði í mars og ég held við séu komin í tólf plötur á þessu ári," segir Eiður Arnarsson hjá Skífunni. Meðal nýrra titla hjá Skífunni er plata Todmobil og Sinfóníuhljómsveitarinnar sem Eiður segir hafa selst vel. Þá var gefinn út DVD mynddiskur með efni frá tónleikum Todmobil og Sinfóníunnar og segir Eiður það vera söluhæsta íslenska DVD tónlistardiskinn frá upphafi. Þá hafi afmælisplata Geirmunds Valtýssonar selst vel og eins nokkrir safndiskar sem gjarnan eru algengari en nýtt efni á sumrin. Einnig eru bundnar vonir við sölu á tónlistinni úr söngleikjunum Fame og Hárinu. Óttar Felix Hauksson hjá Zonet útgáfunni segir að þar á bæ hafi útgáfan einnig verið aukin í sumar meðal annars með nýrri plötu frá Mannakorni. Zonet hefur einnig meðal annars gefið út tónlist Hauks Heiðar og Guitar Islancio í sumar. Hann segir að sumarsöluna á tónlist megi að einhverju leyti rekja til þess að fólk vilji kaupa tónlist til að spila í sumarfríinu enda séu flestir bílar með geislaspilara auk þess sem margir eigi ferðageislaspilara og séu með hljómflutningstæki í sumarbústöðum. "Fólk vill hafa þetta með sér í fríið, rétt eins og fólk kaupir sér grillmat og eitthvað sem það er ekki að kaupa á öðrum tímum," segir Óskar Felix. Meðal annarra útgefenda í sumar eru Smekkleysa. Þar að auki hefur hljómsveitin Papar gefið út nýja plötu en þeir standa sjálfir að útgáfunni. Barnaplata með helstu söguhetjum Stundarinnar okkar í Ríkissjónvarpinu, Bárði og Birtu, hefur einnig selst vel í sumar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Bæði tónlist og bækur hafa selst vel í sumar þrátt fyrir að báðar vörur hafi um áratugaskeið verið háðar miklum árstíðarsveiflum þar sem nær öll salan hefur farið fram í kringum jólin. Nú í sumar hefur þó nokkur fjöldi nýrra tónlistardiska komið út og bera útgefendur sig vel. "Það er búið að vera óvenjulega mikil útgáfa. Ég held að Skífan hafi aldrei gefið út jafnmarga tiltla á fyrri hluta ársins eins og þetta ár. Þetta hefur verið október og nóvember bransi en við erum kerfisbundið að reyna að breyta því. Þannig að þessi útgáfa byrjaði í mars og ég held við séu komin í tólf plötur á þessu ári," segir Eiður Arnarsson hjá Skífunni. Meðal nýrra titla hjá Skífunni er plata Todmobil og Sinfóníuhljómsveitarinnar sem Eiður segir hafa selst vel. Þá var gefinn út DVD mynddiskur með efni frá tónleikum Todmobil og Sinfóníunnar og segir Eiður það vera söluhæsta íslenska DVD tónlistardiskinn frá upphafi. Þá hafi afmælisplata Geirmunds Valtýssonar selst vel og eins nokkrir safndiskar sem gjarnan eru algengari en nýtt efni á sumrin. Einnig eru bundnar vonir við sölu á tónlistinni úr söngleikjunum Fame og Hárinu. Óttar Felix Hauksson hjá Zonet útgáfunni segir að þar á bæ hafi útgáfan einnig verið aukin í sumar meðal annars með nýrri plötu frá Mannakorni. Zonet hefur einnig meðal annars gefið út tónlist Hauks Heiðar og Guitar Islancio í sumar. Hann segir að sumarsöluna á tónlist megi að einhverju leyti rekja til þess að fólk vilji kaupa tónlist til að spila í sumarfríinu enda séu flestir bílar með geislaspilara auk þess sem margir eigi ferðageislaspilara og séu með hljómflutningstæki í sumarbústöðum. "Fólk vill hafa þetta með sér í fríið, rétt eins og fólk kaupir sér grillmat og eitthvað sem það er ekki að kaupa á öðrum tímum," segir Óskar Felix. Meðal annarra útgefenda í sumar eru Smekkleysa. Þar að auki hefur hljómsveitin Papar gefið út nýja plötu en þeir standa sjálfir að útgáfunni. Barnaplata með helstu söguhetjum Stundarinnar okkar í Ríkissjónvarpinu, Bárði og Birtu, hefur einnig selst vel í sumar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira