Breyting húsbréfa skattskyld 14. júlí 2004 00:01 Skuldabréfaskipti milli gamla húsbréfakerfisins og þess nýja eru túlkuð sem sala og kaup, en ekki sem formbreyting. Niðurstaða ríkisskattstjóra er sú að fjármagnstekjustofn myndist af hagnaði innleystra húsbréfa við skiptin. Ríkið fær því talsvert í sinn hlut í formi fjármagnstekjuskatts við kerfisbreytinguna. Erindi um skattalega meðferð skuldabréfaskiptanna var sent ríkisskattstjóra 22. júní, rúmri viku áður en kerfisbreytingin tók gildi og svar barst þremur dögum síðar. Hallur Magnússon, sviðsstjóri þjónustu og almannatengsla, segir túlkun skattstjóra hafa komið í bakið á mönnum. "Þessi túlkun bitnar á þeim sem síst skyldi," segir Hallur. Sá hópur sem harðast gæti orðið úti eru eigendur húsbréfa sem hafa tekjutengdar bætur. Fjármagnstekjur af bréfunum koma, miðað við túlkunina, í einu lagi á þetta skattaár. Hallur segir að túlkun sjóðsins hafi verið þá að ekki væri um innlausn að ræða heldur skipti á bréfum og þar með ætti ekki að greiða skatt fyrr en við innlausn þeirra bréfa. Við kerfisbreytinguna stóð ekki öllum eigendum húsbréfa til boða að skipta bréfum. Sigurður Geirsson, sviðsstjóri fjárstýringarsviðs Íbúðalánasjóðs, segir sjóðinn hafa gengið eins langt í skiptunum og hægt hafi verið. "Við gengum eins langt og við töldum stætt á að gera án þess að stofna sjóðnum í hættu." Íbúðalánasjóður hefur heimild til þess að draga út húsbréf og innleysa þau. Við kerfisbreytinguna aukast líkur á því að bréf þeirra sem eftir eru verði dregin út. Þar með breytast áhættuforsendur eigenda bréfanna. Efasemdir eru um réttmæti þess að breyta áhættuforsendum við útdrátt. Sigurður segir ótvírætt að mati sjóðsins að heimildin sé fyrir hendi. Líkur á útdrætti í gamla kerfinu hafi ekki verið fasti og sjóðurinn hafi þessar heimildir. Sigurður segir að gagnrýnisverð atriði á kerfisbreytinguna séu minniháttar miðað við umfang hennar. Stuttur tími hafi verið fyrir kerfisbreytinguna. Lengri tími hefði aukið á óvissu á markaði. Hann segir að þegar breytingin sé skoðuð í heild hafi tekist vel til. "Þessi breyting er íbúðakaupendum framtíðarinnar til mikilla hagsbóta." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Skuldabréfaskipti milli gamla húsbréfakerfisins og þess nýja eru túlkuð sem sala og kaup, en ekki sem formbreyting. Niðurstaða ríkisskattstjóra er sú að fjármagnstekjustofn myndist af hagnaði innleystra húsbréfa við skiptin. Ríkið fær því talsvert í sinn hlut í formi fjármagnstekjuskatts við kerfisbreytinguna. Erindi um skattalega meðferð skuldabréfaskiptanna var sent ríkisskattstjóra 22. júní, rúmri viku áður en kerfisbreytingin tók gildi og svar barst þremur dögum síðar. Hallur Magnússon, sviðsstjóri þjónustu og almannatengsla, segir túlkun skattstjóra hafa komið í bakið á mönnum. "Þessi túlkun bitnar á þeim sem síst skyldi," segir Hallur. Sá hópur sem harðast gæti orðið úti eru eigendur húsbréfa sem hafa tekjutengdar bætur. Fjármagnstekjur af bréfunum koma, miðað við túlkunina, í einu lagi á þetta skattaár. Hallur segir að túlkun sjóðsins hafi verið þá að ekki væri um innlausn að ræða heldur skipti á bréfum og þar með ætti ekki að greiða skatt fyrr en við innlausn þeirra bréfa. Við kerfisbreytinguna stóð ekki öllum eigendum húsbréfa til boða að skipta bréfum. Sigurður Geirsson, sviðsstjóri fjárstýringarsviðs Íbúðalánasjóðs, segir sjóðinn hafa gengið eins langt í skiptunum og hægt hafi verið. "Við gengum eins langt og við töldum stætt á að gera án þess að stofna sjóðnum í hættu." Íbúðalánasjóður hefur heimild til þess að draga út húsbréf og innleysa þau. Við kerfisbreytinguna aukast líkur á því að bréf þeirra sem eftir eru verði dregin út. Þar með breytast áhættuforsendur eigenda bréfanna. Efasemdir eru um réttmæti þess að breyta áhættuforsendum við útdrátt. Sigurður segir ótvírætt að mati sjóðsins að heimildin sé fyrir hendi. Líkur á útdrætti í gamla kerfinu hafi ekki verið fasti og sjóðurinn hafi þessar heimildir. Sigurður segir að gagnrýnisverð atriði á kerfisbreytinguna séu minniháttar miðað við umfang hennar. Stuttur tími hafi verið fyrir kerfisbreytinguna. Lengri tími hefði aukið á óvissu á markaði. Hann segir að þegar breytingin sé skoðuð í heild hafi tekist vel til. "Þessi breyting er íbúðakaupendum framtíðarinnar til mikilla hagsbóta."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira