„Gróðurhúsaáhrif“ á bensínverð 24. júní 2004 00:01 Stjórnvöld ætla ekki að lækka nein gjöld eða skatttekjur af bensíni og olíu, til að milda neikvæð áhrif af miklum hækkunum á heimsmarkaði á íslenskt efnahagslíf, og réttlæta það með baráttu sinni gegn gróðurhúsaáhrifum. Þetta kemur fram í greinargerð á heimasíðu fjármálaráðuneytisins þar sem fjallað er um þjóðarbúskapinn. Þar kemur m.a. fram að ef hækkunin á milli ára verði 10% eða meiri, sem allt stefnir í, muni draga úr hagvexti, verðbólga aukast og kaupmáttur tímakaups minnka, svo nokkrar stærðir séu nefndar. Síðan segir orðrétt: „Þó svo að nýlegar verðhækkanir gangi að einhverju leyti til baka má reikna með því að raunverðið muni hækka til lengri tíma litið. Því er ekki réttlætanlegt að grípa til aðgerða til að deyfa raunverulegar verðbreytingar enda kynni það að reynast skammgóður vermir. Þá má ekki gleyma því að verulegur hluti af losun gróðurhúsalofttegunda kemur úr olíu. Viðleitni stjórnvalda til að draga úr henni með skattlagningu er fullkomlega réttlætanleg.“ Ennfremur segir í greinargerðinni að raunhækkun á verði olíu hafi áður orðið til þess að ýta undir aðgerðir til að auka nýtingu hennar þar sem hún er notuð, og engin ástæða sé til að ætla að komið sé að endimörkum í því. „Verðhækkanir gera mögulega nýtingu á olíulindum sem ekki eru hagkvæmar í dag, sérstaklega þar sem um þunga olíu er að ræða. Hins vegar er ólíklegt að aftur komi dagar þar sem olía verður svo ódýr að hægt að verður að fara jafn illa með hana og gert hefur verið stóran hluta af þeim tíma sem hún hefur verið notuð.“ Sem sagt: Það er einmitt núna sem rétti tíminnn er fyrir Íslendinga, að mati fjármálaráðuneytisins, að hefja fyrir alvöru baráttuna gegn gróðurhúsaáhrifum í allt of háu bensín- og olíuverði. Sjá nánar á slóðinni: http://www3.fjarmalaraduneyti.is/media/Thjodarbuskapurinn/Urtjodarbuskapnum0405.pdf Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Stjórnvöld ætla ekki að lækka nein gjöld eða skatttekjur af bensíni og olíu, til að milda neikvæð áhrif af miklum hækkunum á heimsmarkaði á íslenskt efnahagslíf, og réttlæta það með baráttu sinni gegn gróðurhúsaáhrifum. Þetta kemur fram í greinargerð á heimasíðu fjármálaráðuneytisins þar sem fjallað er um þjóðarbúskapinn. Þar kemur m.a. fram að ef hækkunin á milli ára verði 10% eða meiri, sem allt stefnir í, muni draga úr hagvexti, verðbólga aukast og kaupmáttur tímakaups minnka, svo nokkrar stærðir séu nefndar. Síðan segir orðrétt: „Þó svo að nýlegar verðhækkanir gangi að einhverju leyti til baka má reikna með því að raunverðið muni hækka til lengri tíma litið. Því er ekki réttlætanlegt að grípa til aðgerða til að deyfa raunverulegar verðbreytingar enda kynni það að reynast skammgóður vermir. Þá má ekki gleyma því að verulegur hluti af losun gróðurhúsalofttegunda kemur úr olíu. Viðleitni stjórnvalda til að draga úr henni með skattlagningu er fullkomlega réttlætanleg.“ Ennfremur segir í greinargerðinni að raunhækkun á verði olíu hafi áður orðið til þess að ýta undir aðgerðir til að auka nýtingu hennar þar sem hún er notuð, og engin ástæða sé til að ætla að komið sé að endimörkum í því. „Verðhækkanir gera mögulega nýtingu á olíulindum sem ekki eru hagkvæmar í dag, sérstaklega þar sem um þunga olíu er að ræða. Hins vegar er ólíklegt að aftur komi dagar þar sem olía verður svo ódýr að hægt að verður að fara jafn illa með hana og gert hefur verið stóran hluta af þeim tíma sem hún hefur verið notuð.“ Sem sagt: Það er einmitt núna sem rétti tíminnn er fyrir Íslendinga, að mati fjármálaráðuneytisins, að hefja fyrir alvöru baráttuna gegn gróðurhúsaáhrifum í allt of háu bensín- og olíuverði. Sjá nánar á slóðinni: http://www3.fjarmalaraduneyti.is/media/Thjodarbuskapurinn/Urtjodarbuskapnum0405.pdf
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira