Kaup Björgólfs í Búlgaríu klár 12. júní 2004 00:01 Hópur fjárfesta undir forystu Björgólfs Thors Björgólfssonar gekk í gær frá kaupum á 65 prósenta hlut í Búlgarska landssímanum, BTC. Kaupverð hlutarins er 24 milljarðar króna. Með Björgólfi í fjárfestingarfélagi hans, Carrera, eru Straumur, Burðarás og Síminn, en leiðandi fjárfestir með Carrera er fjárfestingarfyrirtækið Advent International. Velta BTC var tæpir fimmtíu milljarðar króna og hagnaðurinn á ellefta milljarð. Tæplega 25 þúsund manns starfa hjá fyrirtækinu. Fastlínukerfi BTC nær til allra heimila í Búlgaríu. Björgólfur Thor sagði í samtali við Fréttablaðið að hann sæi mikla möguleika með fjárfestingunni. Félagið væri tæknilega langt á eftir vestrænum fyrirtækjum og miklir möguleikar til hagræðingar í fyrirtækinu. "Við sjáum fyrir okkur að við getum nýtt okkur vinnu við að þróa fyrirtækið í sambærilegum fyrirtækjum í löndunum í kring. Því hraðar sem við náum að byggja upp BTC, því meira getum við gert í nágrannalöndunum." Hann segir breytingarnar bæði snúa að tæknifjárfestingu og að byggja upp stjórnkerfi fyrirtækisins. Kostnaður við að færa fyrirtækið jafnfætis vestrænum fyrirtækjum sé mun minni en kostnaður þeirra fyrirtækja var á sínum tíma. Tæknin sé alltaf að verða ódýrari. Björgólfur Thor sest í stjórn fyrirtækisins og mun koma að framtíðarstefnumótun þess, en hann segist nú snúa sér að næstu verkefnum, bæði á eigin vegum og með Burðarási, þar sem hann er stjórnarformaður. "Þessi vinna tók miklu lengri tíma en ég gerði ráð fyrir í upphafi og ég er mjög feginn að búið sé að ljúka þessu." Pólitísk átök hafa verið um þætti sölunnar í Búlgaríu, en með afhendingu fjarskiptaleyfis á rekstur GSM-kerfis var síðustu hindrun kaupanna rutt úr vegi. Björgólfur þekkir vel til í Búlgaríu og segir hindranir í stjórnmálalífinu hafa bæði komið sér á óvart og ekki. "Það er ekki fyrir bissnessmenn að skilja pólitíkusa né fyrir pólitíkusa að skilja bissnessmenn. Það fer ekkert saman, en allt er gott sem endar vel og þetta eru mikilvæg viðskipti fyrir búlgörsku þjóðina. Það má reikna með að í framhaldinu styrkist lánshæfismat landsins." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Hópur fjárfesta undir forystu Björgólfs Thors Björgólfssonar gekk í gær frá kaupum á 65 prósenta hlut í Búlgarska landssímanum, BTC. Kaupverð hlutarins er 24 milljarðar króna. Með Björgólfi í fjárfestingarfélagi hans, Carrera, eru Straumur, Burðarás og Síminn, en leiðandi fjárfestir með Carrera er fjárfestingarfyrirtækið Advent International. Velta BTC var tæpir fimmtíu milljarðar króna og hagnaðurinn á ellefta milljarð. Tæplega 25 þúsund manns starfa hjá fyrirtækinu. Fastlínukerfi BTC nær til allra heimila í Búlgaríu. Björgólfur Thor sagði í samtali við Fréttablaðið að hann sæi mikla möguleika með fjárfestingunni. Félagið væri tæknilega langt á eftir vestrænum fyrirtækjum og miklir möguleikar til hagræðingar í fyrirtækinu. "Við sjáum fyrir okkur að við getum nýtt okkur vinnu við að þróa fyrirtækið í sambærilegum fyrirtækjum í löndunum í kring. Því hraðar sem við náum að byggja upp BTC, því meira getum við gert í nágrannalöndunum." Hann segir breytingarnar bæði snúa að tæknifjárfestingu og að byggja upp stjórnkerfi fyrirtækisins. Kostnaður við að færa fyrirtækið jafnfætis vestrænum fyrirtækjum sé mun minni en kostnaður þeirra fyrirtækja var á sínum tíma. Tæknin sé alltaf að verða ódýrari. Björgólfur Thor sest í stjórn fyrirtækisins og mun koma að framtíðarstefnumótun þess, en hann segist nú snúa sér að næstu verkefnum, bæði á eigin vegum og með Burðarási, þar sem hann er stjórnarformaður. "Þessi vinna tók miklu lengri tíma en ég gerði ráð fyrir í upphafi og ég er mjög feginn að búið sé að ljúka þessu." Pólitísk átök hafa verið um þætti sölunnar í Búlgaríu, en með afhendingu fjarskiptaleyfis á rekstur GSM-kerfis var síðustu hindrun kaupanna rutt úr vegi. Björgólfur þekkir vel til í Búlgaríu og segir hindranir í stjórnmálalífinu hafa bæði komið sér á óvart og ekki. "Það er ekki fyrir bissnessmenn að skilja pólitíkusa né fyrir pólitíkusa að skilja bissnessmenn. Það fer ekkert saman, en allt er gott sem endar vel og þetta eru mikilvæg viðskipti fyrir búlgörsku þjóðina. Það má reikna með að í framhaldinu styrkist lánshæfismat landsins."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira