Skoðun

Hafnar­fjörður er bær sem styður við lífs­gæði eldra fólks

Valdimar Víðisson skrifar

Í Hafnarfirði hefur ávallt verið lögð rík áhersla á að eldra fólk fái stuðning og tækifæri til að njóta lífsins, rækta heilsu og samfélagstengsl og eiga öruggt heimili. Lykilþættir í þeirri vinnu eru félagsstarf, heilsueflingu og húsnæðismál.

Skoðun

Samræðu­list í heimi gervi­greindar

Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Sem hjálpartæki sameinar gervigreind víðtæka menningarlega og sögulega þekkingu með samhengi og samræðulist. Hún birtist þó í mörgum myndum — ekki aðeins sem samtalslíkön eins og ChatGPT. Hún getur greint myndir, túlkað raddir, stýrt heilu umferðarkerfunum, kortlagt samfélagsleg mynstur eða spáð fyrir um þróun loftslags og heilsufars.

Skoðun

Sam­ræmt gæðanám eða eins­leit kerfi?

Bogi Ragnarsson skrifar

Í framhaldsskólagreininni „Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati?“ var bent á að of mikil miðstýring gæti gert námið einsleitt, á meðan samræmdur kjarni með svigrúmi fyrir bundið og frjálst val gæti tryggt bæði jafnræði og fjölbreytni. En hvernig má útfæra slíkt í reynd?

Skoðun

Ó­nýtir vegir – eina ferðina enn

Sigþór Sigurðsson skrifar

Undanfarin tæp 20 ár hefur allt of litlu fé verið varið til viðhalds og nýframkvæmda á vegakerfi landsins. Viðhaldsskuldin sem safnast hefur upp frá hruni er metin á 250–300 milljarða króna á núvirði. Hefði eðlilegu viðhaldi og endurbótum verið sinnt eins og vera ber síðustu tvo áratugina væri upphæðin töluvert lægri. Þess í stað hafa vegirnir versnað verulega á sama tíma og útlit er fyrir að erfiðlega geti gengið að snúa þeirri þróun við.

Skoðun

7 milljarða húsnæðisstuðningur af­numinn… en hvað kemur í staðinn?

Vilhjálmur Hilmarsson skrifar

Í fjárlagafrumvarpi 2026 er lagt til að fella niður almenna heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Í umsögn Visku um frumvarpið er bent á að afnámið kostar heimilin um 7 milljarða króna á árinu 2026 og mun leiða til þess að stuðningur við húsnæðiseigendur verður við sögulegt lágmark á næsta ári.

Skoðun

Mest lesnu orð á Ís­landi

Friðrik Björnsson skrifar

Seinustu tveir áratugir hafa verið undirlagðir hinum ýmsu tækniframförum. Ein af þeim sem helst hefur haft áhrif á daglegt líf Íslendingsins er tilkoma snjallsíma. Það þarf varla að fara mörgum orðum um þau áhrif sem þessi töfratæki hafa haft á samfélagið. Besta leiðin til að átta sig á því er líklega bara að skoða sinn eigin skjátíma og reikna það hlutfall ævinnar sem mun vera varið í það að halda á þessu fíknitæki.

Skoðun

Tími til kominn að styðja öll fram­úr­skarandi ung­menni

Karólína Helga Símonardóttir skrifar

Það hefur lengi verið hefð í sveitarfélögum á Íslandi að styðja íþróttafólk til æfinga og keppni, bæði hér heima og erlendis. Sú hefð hefur skilað miklu t.d. styrkt íþróttalíf, aukið samstöðu og gefið ungu fólki tækifæri til að blómstra. En nú er tími til kominn að stíga næsta skref. Hæfileikar ungs fólks takmarkast ekki við íþróttir.

Skoðun

Hvað með dansinn?

Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar

Nýlega skrifaði ég pistil þar sem ég fagnaði fyrirhugaðri stækkun Þjóðleikhússins. Það er löngu tímabær fjárfesting í innviðum sviðslista og markar tímamót í menningarlífi þjóðarinnar. En þegar við horfum til framtíðar sviðslistanna er ekki síður mikilvægt að spyrja: hvað með dansinn?

Skoðun

Mótór­hjóla­samtök á Ís­landi – hvers vegna öll þessi læti?

Helgi Gunnlaugsson skrifar

Viðbúnaður og aðgerðir lögreglu vegna hingaðkomu erlendra mótórhjólasamtaka hafa vakið athygli undanfarið. Hvað vitum við um þessi samtök? Talsvert er til af rannsóknum erlendis en minna hér á landi. Hells Angels, Bandidos, Outlaws og önnur samtök af þessu tagi eiga sér langa sögu í BNA og Evrópu.

Skoðun

„Mér sýnist Inga Sæ­land fá tals­vert út úr þessu“

Sigurjón Arnórsson skrifar

Ég var kosningarstjóri Flokks fólksins fyrir síðustu alþingiskosningar. Í þeim kosningum var slagorð okkar „450.000 kr. skatta- og skerðingarlaust“, tilvísun í eitt af okkar helstu baráttumálum. Forgangsröðun okkar var skýr: Að lyfta þeim, sem minnst höfðu, upp úr fátækt.

Skoðun

Árangur hefst hér. Með þér.

Guðrún Högnadóttir skrifar

Við lifum á tíma rofs. Og þá er ég ekki að vísa til þess einfalda tíma þegar íslensk rofabörð og gróðureyðing voru táknmyndir hverfulleika og varnarleysis. Rof samtímans birtist í öllum grunnstoðum samfélaga – í viðskiptalífinu, stjórnmálum, mannréttindum, tækni, trú, grunngildum einstaklinga.

Skoðun

Þjónusturof hefst í dag

Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar

Í dag tekur gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að stöðva niðurgreiðslu á vökvagjöfum í æð fyrir fólk með POTS-heilkennið. Á Íslandi er talið að um 700-800 manns séu með POTS þó enn fleiri hafa ekki enn fengið greiningu.

Skoðun

Verjum frelsið og mann­réttindin

Sigurjón Njarðarson skrifar

Nú um stundir stendur yfir ný hugmyndafræðileg barátta víða um hinn vestræna heim. Birtingamyndirnar eru ólíkar frá einum stað til annars en þó eru þræðir sem sameiginlegir eru. Í Bretlandi erum við með hinn nýja Umbótaflokk, Í Þýskalandi hefur flokknum AFD vaxið fiskur um hrygg. Front National er í Frakklandi.

Skoðun

Spila­víti er og verður spila­víti

Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Konan á bak við afgreiðsluborðið þarf að kippa snúrunni úr sambandi. Sjoppan lokaði fyrir fimmtán mínútum, en spilakassinn blikkar enn. „Plís leyfðu mér bara að klára þennan leik,“ segir fastagesturinn. Hún slekkur, tekur á móti reiðinni – og kemur svo seint heim, úrvinda.

Skoðun

Skortur á metnaði í loftslagsmálum

Svandís Svavarsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifa

Stjórnvöld ætla að setja fram skýr töluleg markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda skv. tillögu umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að uppfærðu loftslagsmarkmiði Íslands undir Parísarsamningnum. Það er mikilvægt og því ber að fagna. En markmiðin eru of máttlaus, dregið hefur verið úr fjármögnun aðgerða í þágu loftslagsmála og tækifærið til að byggja ofan á þann grunn sem fyrri ríkisstjórn lagði er látið renna Íslandi úr greipum, nema breytingar verði gerðar á tillögunni.

Skoðun

Eitt spila­kort, betri spila­menning – er skaða­minnkandi

Ingvar Örn Ingvarsson skrifar

Þingmaður Flokks fólksins, Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, skrifaði Skoðun á visir.is 25. september sl. undir yfirskriftinni Græðgin íforgrunni þar sem hún gagnrýndi tekjuöflun íþróttahreyfingarinnar, Háskóla Íslands, Rauða Krossins á Íslandi og Landsbjargar sem leiðandi aðila í rekstri fjárhættuspila á Íslandi.

Skoðun

Sam­eining sem eflir ís­lenskan land­búnað

Egill Gautason skrifar

Nýverið kom fram að háskólaráðuneytið vinni að því að Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) verði hluti af háskólasamstæðu Háskóla Íslands. Vafalaust eru talsverð tækifæri fólgin bæði í rannsóknum og kennslu með sameiningu. En í upphafi skal endirinn skoða.

Skoðun

Konur sem stinga hvor aðra í bakið

Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju konur, sem ættu að vera sterkustu bandamenn hver annarrar, snúa stundum baki í þegar mest á reynir. Af hverju konur velja oftar en ekki að standa með karlmönnum, jafnvel þegar karlinn er sá sem heldur valdinu og brýtur á annarri konu.

Skoðun

Fjöl­breyti­leiki er styrk­leiki

Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Framhaldsskólakerfið okkar stendur frammi fyrir nýjum áskorunum vegna örra samfélagsbreytinga. Við stöndum til að mynda frammi fyrir mun fjölbreyttari nemendahópi en áður sem kallar á aukna þörf fyrir náms- og félagslegan stuðning innan skólanna.

Skoðun

Það er list að lifa með krabba­meini

Hlíf Steingrímsdóttir skrifar

Bleika slaufan er fyrir löngu búin að festa sig í sessi hjá þjóðinni sem einn af föstu liðum haustsins. Í október nælir stór hluti þjóðarinnar Bleika slaufu í barminn, sem sýnilegan stuðning við öll þau sem lifa með krabbameini og aðstandendur þeirra.

Skoðun

Um kynjafræði og pólítík

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Að tala fyrir góðvild – var svar Jacinda Ardern fyrrv. forsætisráðherra Nyja Sjálands, við spurningu John Stewart sjónvarpsmanns, um hvað væri mikilvægasta hlutverk stjórnmála leiðtoga.

Skoðun

Við fylgjum þér frá getnaði til grafar

Benedikt S. Benediktsson skrifar

Ég veit ekki hvort þú veist það en það eru allar líkur á að í dag, í gær eða a.m.k. í vikunni eigir þú viðskipti við fyrirtæki sem er í SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu. Fyrirtækin stuðla að frjósemi, reka leikskóla, selja matvörur, föt og byggingarvörur, miðla líftryggingum, leigja fasteignir, selja og gera við bíla, reka kvikmyndahús og veita útfararþjónustu – og allt þar á milli.

Skoðun

Mega einhverf hverfa?

Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir og Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifa

Einhverfupaunkið er hópur fullorðinna einhverfra einstaklinga sem berjast gegn fordómum og óréttlæti í garð einhverfra.

Skoðun

112. liðurinn í að­gerðaáætlun í mennta­málum?

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar

Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnti í byrjun júlí aðra aðgerðaáætlun í menntamálum sem skiptist í 111 liði í 21 aðgerð. Þar sem áætlunin á að gilda til ársloka 2027 er þetta um það bil ein aðgerð á viku, að frátöldum sumar- og jólaleyfum.

Skoðun