„Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar 21. nóvember 2025 15:17 Fulltrúar bandarískra og rússneskra stjórnvalda hafa hafa útbúið friðartillögur í 28 liðum til að enda stríðið í Úkraínu. Hvíta húsið segir tillögurnar góðar, en Kremlverjar segja að þær hafi ekki verið kynntar þeim fyrr en nú og hafa lýst yfir efasemdum um gagnsemi þeirra. Sem kemur á óvart því tillögurnar endurspegla ítrustu kröfur Rússa um landvinninga og pólitísk yfirráð yfir Úkraínu. Þar er farið fram á að Rússar haldi öllum þeim landsvæðum sem þeir hafa lagt undir sig í árásarstríði sem hófst fyrir þeirra atbeina 24. febrúar 2022 og afgangi þeirra fjögurra héraða sem þeir hafa ekki ennþá náð að hertaka, Tillögurnar gera ráð fyrir að Úkraína minnki her sinn um nálægt helming og fái ekki að hafa langdræg vopn, NATO aðild sé útilokuð og viðvera vestrænna hermanna í Úkraínu verði bönnuð. Enn fremur er farið fram á að kosningar verði haldnar í Úkraínu innan 100 daga frá samþykkt þessara tillagna sem væntanlega mun gefa Rússum færi á að fá stjórnvöld sem eru þeim hliðholl eftir að almenningur refsar núverandi forseta fyrir að gefa eftir úkraínsk landsvæði. Þessar friðartillögur eru ekki lagðar fram í samráði við Úkraínu eða Evrópu heldur þvert á móti hefur þeim verið haldið fyrir utan viðræðurnar. Atlantshafsbandalagið hefur ásamt Evrópu ítrekað að ekkert verði ákveðið um Úkraínu án Úkraínu og staðfastur stuðningur við Úkraínu sé óbilandi standa nú frammi fyrir þeim vatnaskilum að bandarísk stjórnvöld virðast ætla að svíkja Úkraínu sem berst fyrir lífi sínu í hendur Rússa. Öryggishagsmunir Evrópu hafa verið tíundaðir af leiðtogum þeirra sem telja árásarstríð Rússa í Evrópu vera mestu ógn sem álfan hefur staðið frammi fyrir frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Ný evrópsk varnaráætlun miðar að því að gera þeim kleift að verjast annarri árás frá Rússum fyrir árið 2030 sem talin er líkleg fari svo að þeim takist að leggja undir sig Úkraínu alla. Hvað vakir fyrir Bandaríkjamönnum með þessum friðartillögum virðist augljóst; Trump vill koma á friði hvað sem það kostar og án tillits til aðdraganda stríðsins eða afleiðinga þess. Öryggishagsmunir Evrópu eða Úkraínu vega ekki þungt í þessari vegferð. Viðskiptahagsmunir virðast hins vegar gera það og gera friðartillögurnar ráð fyrir að viðskiptaþvingunum gagnvart Rússum verði aflétt og aðild þeirra að G-8 verði endurvakin. Tengsl Pútins, forseta Rússlands og Trumps, forseta Bandaríkjanna virðast trompa allt annað. Þegar þetta bandaríska útspil er skoðað að þá þurfa íslensk stjórnvöld að spyrja sig eftirfarandi spurningar; Hvað þýðir þetta viðhorf Bandaríkjamanna gagnvart Úkraínu og Evrópu fyrir íslenska öryggis- og varnarhagsmuni og er varnarsamingurinn traustur hornsteinn fyrir sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar? Við sem þjóð höfum útvistað vörnum þjóðarinnar alfarið til erlendra aðila, þ.m.t. Bandaríkjanna og forsætisráðherra hefur opinberlega lýst því yfir að vonandi verði íslenskur her ekki stofnaður á hennar lífstíð. Er þetta ábyrg afstaða? Höfundur er áhugamaður um íslensk öryggis- og varnarmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Arnór Sigurjónsson Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Fulltrúar bandarískra og rússneskra stjórnvalda hafa hafa útbúið friðartillögur í 28 liðum til að enda stríðið í Úkraínu. Hvíta húsið segir tillögurnar góðar, en Kremlverjar segja að þær hafi ekki verið kynntar þeim fyrr en nú og hafa lýst yfir efasemdum um gagnsemi þeirra. Sem kemur á óvart því tillögurnar endurspegla ítrustu kröfur Rússa um landvinninga og pólitísk yfirráð yfir Úkraínu. Þar er farið fram á að Rússar haldi öllum þeim landsvæðum sem þeir hafa lagt undir sig í árásarstríði sem hófst fyrir þeirra atbeina 24. febrúar 2022 og afgangi þeirra fjögurra héraða sem þeir hafa ekki ennþá náð að hertaka, Tillögurnar gera ráð fyrir að Úkraína minnki her sinn um nálægt helming og fái ekki að hafa langdræg vopn, NATO aðild sé útilokuð og viðvera vestrænna hermanna í Úkraínu verði bönnuð. Enn fremur er farið fram á að kosningar verði haldnar í Úkraínu innan 100 daga frá samþykkt þessara tillagna sem væntanlega mun gefa Rússum færi á að fá stjórnvöld sem eru þeim hliðholl eftir að almenningur refsar núverandi forseta fyrir að gefa eftir úkraínsk landsvæði. Þessar friðartillögur eru ekki lagðar fram í samráði við Úkraínu eða Evrópu heldur þvert á móti hefur þeim verið haldið fyrir utan viðræðurnar. Atlantshafsbandalagið hefur ásamt Evrópu ítrekað að ekkert verði ákveðið um Úkraínu án Úkraínu og staðfastur stuðningur við Úkraínu sé óbilandi standa nú frammi fyrir þeim vatnaskilum að bandarísk stjórnvöld virðast ætla að svíkja Úkraínu sem berst fyrir lífi sínu í hendur Rússa. Öryggishagsmunir Evrópu hafa verið tíundaðir af leiðtogum þeirra sem telja árásarstríð Rússa í Evrópu vera mestu ógn sem álfan hefur staðið frammi fyrir frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Ný evrópsk varnaráætlun miðar að því að gera þeim kleift að verjast annarri árás frá Rússum fyrir árið 2030 sem talin er líkleg fari svo að þeim takist að leggja undir sig Úkraínu alla. Hvað vakir fyrir Bandaríkjamönnum með þessum friðartillögum virðist augljóst; Trump vill koma á friði hvað sem það kostar og án tillits til aðdraganda stríðsins eða afleiðinga þess. Öryggishagsmunir Evrópu eða Úkraínu vega ekki þungt í þessari vegferð. Viðskiptahagsmunir virðast hins vegar gera það og gera friðartillögurnar ráð fyrir að viðskiptaþvingunum gagnvart Rússum verði aflétt og aðild þeirra að G-8 verði endurvakin. Tengsl Pútins, forseta Rússlands og Trumps, forseta Bandaríkjanna virðast trompa allt annað. Þegar þetta bandaríska útspil er skoðað að þá þurfa íslensk stjórnvöld að spyrja sig eftirfarandi spurningar; Hvað þýðir þetta viðhorf Bandaríkjamanna gagnvart Úkraínu og Evrópu fyrir íslenska öryggis- og varnarhagsmuni og er varnarsamingurinn traustur hornsteinn fyrir sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar? Við sem þjóð höfum útvistað vörnum þjóðarinnar alfarið til erlendra aðila, þ.m.t. Bandaríkjanna og forsætisráðherra hefur opinberlega lýst því yfir að vonandi verði íslenskur her ekki stofnaður á hennar lífstíð. Er þetta ábyrg afstaða? Höfundur er áhugamaður um íslensk öryggis- og varnarmál.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun