Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 22. nóvember 2025 07:00 Fyrir allnokkrum árum fór að myndast samfélag fólks sem bjó í hjólhýsum eða húsbílum á tjaldsvæðinu í Laugardal. Í kórónuveiru faraldrinum fékk fólkið leyfi til að búa á tjaldstæðinu allan ársins hring. Eftir að faraldurinn gekk yfir og ferðaþjónustan tók aftur við sér var hjólhýsabúum gert að greiða fulla leigu af sínum stæðum eða yfirgefa svæðið. Fullt leiguverð á slíkum stæðum var á pari við leigu meðalstórrar íbúðar á þeim tíma. Kjarni málsins var og er hins vegar sá að stærsti hluti þessa hóps á ekki í önnur hús að venda af ýmsum ástæðum. Innan hópsins eru þó líka einhverjir sem hafa valið sér þetta íbúðarform af öðrum ástæðum. Hver sem ástæðan er ber borgaryfirvöldum að koma til móts við þennan hóp rétt eins og aðra íbúa borgarinnar þrátt fyrir skort á reglugerðum um lögheimilisskráningu og önnur formsatriði. Það er ekki hægt að horfa framhjá staðreyndum en auðvitað hlýtur ríkisvaldið að skoða einhvers konar regluverk um þetta íbúðarform. „Óhreinu börnin hennar Evu“ Íbúar hjólhýsa og húsbíla í borginni hafa verið á hrakhólum undanfarin misseri og margir sýna þessu fólki lítinn skilning. Það hefur komið skýrt fram í umræðunni að undanförnu í tengslum við leit borgarinnar að hentugu svæði fyrir þessa byggð. Sumir draga jafnvel í efa að leyfa eigi byggð sem þessa innan borgarmarkanna. Aðrir setja fram alls kyns fyrirvara og á öðrum mætti skilja að best væri að ýta þessum hópi fólks eins langt í burtu og hægt er, helst úr augsýn allra. Við í Flokki fólksins höfum frá fyrstu tíð staðið með hjólhýsabúum. Flokkurinn sem kennir sig við fólk hefur alla tíð staðið með þeim sem eiga á brattann að sækja og ljáð þeim rödd sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Í stað þess að neita að horfast í augu við raunveruleikann þurfum við að viðurkenna staðreyndir og gera það sem þarf til að koma þessum tiltölulega litla hópi fyrir á mannsæmandi svæði. Það er ekki ásættanlegt að jaðarsetja þennan fámenna hópa samfélagsins enn frekar með því að gera ekki neitt. Óhefðbundin búsetuúrræði Óhefðbundin búsetuform eru komin til að vera og í þeim anda hefur til dæmis verið slakað á reglum um búsetu fólks í atvinnuhúsnæði að uppfylltum skilyrðum um skráningu og brunavarnir. Við getum ekki haldið áfram að stinga hausnum í sandinn og ímyndað okkur að fólk sem af ýmsum ástæðum heldur heimili með öðrum hætti en flestir muni hverfa ef við lokum augunum nógu lengi. Það er einfaldlega ekki að fara að gerast. Íbúum í iðnaðarhverfum hefur til að mynda stórfjölgað á tiltölulega stuttum tíma. Alls kyns hugmyndir um smáhýsabyggð að erlendri fyrirmynd hafa einnig verið að koma upp. Stöðugt hækkandi húsaleiga ásamt lánavöxtum sem myndu kallast okurvextir í löndunum í kringum okkur er helsta ástæða þess að sífellt fleiri leita annara búsetu úrræða. Nákvæmlega þess vegna ber okkur að bregðast við með því að tryggja öryggi og réttindi samborgara okkar í þessari stöðu. Félagslegt réttlæti á að virka fyrir alla, ekki bara suma. Höfundur er varaborgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Sveinbjörn Guðmundsson Hjólhýsabyggð í Reykjavík Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir allnokkrum árum fór að myndast samfélag fólks sem bjó í hjólhýsum eða húsbílum á tjaldsvæðinu í Laugardal. Í kórónuveiru faraldrinum fékk fólkið leyfi til að búa á tjaldstæðinu allan ársins hring. Eftir að faraldurinn gekk yfir og ferðaþjónustan tók aftur við sér var hjólhýsabúum gert að greiða fulla leigu af sínum stæðum eða yfirgefa svæðið. Fullt leiguverð á slíkum stæðum var á pari við leigu meðalstórrar íbúðar á þeim tíma. Kjarni málsins var og er hins vegar sá að stærsti hluti þessa hóps á ekki í önnur hús að venda af ýmsum ástæðum. Innan hópsins eru þó líka einhverjir sem hafa valið sér þetta íbúðarform af öðrum ástæðum. Hver sem ástæðan er ber borgaryfirvöldum að koma til móts við þennan hóp rétt eins og aðra íbúa borgarinnar þrátt fyrir skort á reglugerðum um lögheimilisskráningu og önnur formsatriði. Það er ekki hægt að horfa framhjá staðreyndum en auðvitað hlýtur ríkisvaldið að skoða einhvers konar regluverk um þetta íbúðarform. „Óhreinu börnin hennar Evu“ Íbúar hjólhýsa og húsbíla í borginni hafa verið á hrakhólum undanfarin misseri og margir sýna þessu fólki lítinn skilning. Það hefur komið skýrt fram í umræðunni að undanförnu í tengslum við leit borgarinnar að hentugu svæði fyrir þessa byggð. Sumir draga jafnvel í efa að leyfa eigi byggð sem þessa innan borgarmarkanna. Aðrir setja fram alls kyns fyrirvara og á öðrum mætti skilja að best væri að ýta þessum hópi fólks eins langt í burtu og hægt er, helst úr augsýn allra. Við í Flokki fólksins höfum frá fyrstu tíð staðið með hjólhýsabúum. Flokkurinn sem kennir sig við fólk hefur alla tíð staðið með þeim sem eiga á brattann að sækja og ljáð þeim rödd sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Í stað þess að neita að horfast í augu við raunveruleikann þurfum við að viðurkenna staðreyndir og gera það sem þarf til að koma þessum tiltölulega litla hópi fyrir á mannsæmandi svæði. Það er ekki ásættanlegt að jaðarsetja þennan fámenna hópa samfélagsins enn frekar með því að gera ekki neitt. Óhefðbundin búsetuúrræði Óhefðbundin búsetuform eru komin til að vera og í þeim anda hefur til dæmis verið slakað á reglum um búsetu fólks í atvinnuhúsnæði að uppfylltum skilyrðum um skráningu og brunavarnir. Við getum ekki haldið áfram að stinga hausnum í sandinn og ímyndað okkur að fólk sem af ýmsum ástæðum heldur heimili með öðrum hætti en flestir muni hverfa ef við lokum augunum nógu lengi. Það er einfaldlega ekki að fara að gerast. Íbúum í iðnaðarhverfum hefur til að mynda stórfjölgað á tiltölulega stuttum tíma. Alls kyns hugmyndir um smáhýsabyggð að erlendri fyrirmynd hafa einnig verið að koma upp. Stöðugt hækkandi húsaleiga ásamt lánavöxtum sem myndu kallast okurvextir í löndunum í kringum okkur er helsta ástæða þess að sífellt fleiri leita annara búsetu úrræða. Nákvæmlega þess vegna ber okkur að bregðast við með því að tryggja öryggi og réttindi samborgara okkar í þessari stöðu. Félagslegt réttlæti á að virka fyrir alla, ekki bara suma. Höfundur er varaborgarfulltrúi Flokks fólksins.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar