34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar 25. nóvember 2025 10:32 Íslendingar eru vanir því að fasteignaverð sé hátt, svo mjög að margir eru farnir að halda að það sé lögmál. Svo er ekki. Í sumum sveitarfélögum má enn lifa mannsæmandi lífi án þess að fasteignaskuldir verði ævilangur klafi. Stundum þarf aðeins að rýna í einfaldar staðreyndir til að sjá að lífsgæði og húsnæðiskostnaður fara síður en svo alltaf saman. Í dag eru lífsgæðin oft meiri utan Reykjavíkur, og tölurnar sýna það skýrt. Það munar 340 þúsund á fermetra Í dag kostar ný 100 fermetra íbúð í Reykjavík 97 milljónir, en sambærileg íbúð í Þorlákshöfn kostar 63 milljónir að meðaltali. Það munar 340 þúsund krónum á fermetra. Það þýðir eitt: 34 milljóna króna álag sem þú borgar fyrir sama rými, sama fjölda veggja, sama fjölda rafmagnsinnstunga, og færð bílastæði að auki. Munurinn er póstnúmer. Ekki gæði. Ekki stærð. Ekki efni. Bara staðsetning. Myndin hér að ofan, sem er tekin saman af Ragnari Má Gunnarssyni, Flateyringi og fjármálaspekúlanti, er afar upplýsandi. Hún sýnir skýrt það mikla álag sem Reykvíkingar bera af húsnæði sínu, sérstaklega því sem er nýbyggt. Það munar 4,3 milljónum í laun En þar með er sagan ekki öll sögð. Þessi 34 milljóna króna munur þýðir að fjölskylda sem velur að búa í Reykjavík þarf að skila um 4,3 milljónum krónum meira í tekjur á ári, miðað við hæsta skattþrep, bara til að standa í skilum á þessu póstnúmeragjaldi. Þetta þarf hún að gera ár eftir ár ef hún velur að kaupa í Reykjavík. Þetta liggur nærri árslaunum fyrir stóran hóp landsmanna. Þar að auki bætast við leikskólagjöld (fyrir þau fáu sem eru svo heppin að komast í þau takmörkuðu gæði í Reykjavík), fasteignagjöld, æfingagjöld, nýju skattarnir hjá ríkisstjórninni og allt hitt sem þyngir okkur róðurinn og dregur okkur mátt. Ruglið normalíserað Við erum sem samfélag búin að normalísera þetta rugl. Það þykir orðið sjálfsagt að stór hluti landsmanna þurfi að fórna fjárhagslegu öryggi, frítíma og framtíðarmöguleikum barna sinna fyrir það eitt að búa á bílastæðalausum þéttingareitum. Reykjavíkurborg selur hugmyndina um „borgarlíf“ á verði sem nánast útilokar ungt fólk og venjulegar fjölskyldur. Við þetta bætist svo að samgöngumálin eru þannig úr garði gerð að stytting vinnuvikunnar fer í að bíða á rauðu ljósi, ekki í samveru með fjölskyldunni. Sér er nú hvert „borgarlífið“. Þrátt fyrir þetta er enn til fólk sem lætur þetta yfir sig ganga og greiðir 34 milljónum meira fyrir fjölskylduíbúðina en það þarf, og þar með fyrir réttinn til að vera fast í umferð á Miklubraut. Lykilspurning Spurningin sem við ættum að velta fyrir okkur er ekki: „Hvernig get ég klofið það að kaupa í Reykjavík?“ heldur: „Af hverju ætti ég að þurfa að sætta mig við að kaupa í Reykjavík?“ Þangað til við svörum þeirri spurningu mun staðan haldast óbreytt: of margir binda sig klyfjum borgarinnar á meðan raunverulegu verðmætin, svo sem tími með fjölskyldunni, svigrúm til ferðalaga, leikskólapláss og bílastæði, bíða í 30 til 40 mínútna fjarlægð. Í alvöru, skoðaðu málið og taktu svo ákvörðun. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Fasteignamarkaður Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Íslendingar eru vanir því að fasteignaverð sé hátt, svo mjög að margir eru farnir að halda að það sé lögmál. Svo er ekki. Í sumum sveitarfélögum má enn lifa mannsæmandi lífi án þess að fasteignaskuldir verði ævilangur klafi. Stundum þarf aðeins að rýna í einfaldar staðreyndir til að sjá að lífsgæði og húsnæðiskostnaður fara síður en svo alltaf saman. Í dag eru lífsgæðin oft meiri utan Reykjavíkur, og tölurnar sýna það skýrt. Það munar 340 þúsund á fermetra Í dag kostar ný 100 fermetra íbúð í Reykjavík 97 milljónir, en sambærileg íbúð í Þorlákshöfn kostar 63 milljónir að meðaltali. Það munar 340 þúsund krónum á fermetra. Það þýðir eitt: 34 milljóna króna álag sem þú borgar fyrir sama rými, sama fjölda veggja, sama fjölda rafmagnsinnstunga, og færð bílastæði að auki. Munurinn er póstnúmer. Ekki gæði. Ekki stærð. Ekki efni. Bara staðsetning. Myndin hér að ofan, sem er tekin saman af Ragnari Má Gunnarssyni, Flateyringi og fjármálaspekúlanti, er afar upplýsandi. Hún sýnir skýrt það mikla álag sem Reykvíkingar bera af húsnæði sínu, sérstaklega því sem er nýbyggt. Það munar 4,3 milljónum í laun En þar með er sagan ekki öll sögð. Þessi 34 milljóna króna munur þýðir að fjölskylda sem velur að búa í Reykjavík þarf að skila um 4,3 milljónum krónum meira í tekjur á ári, miðað við hæsta skattþrep, bara til að standa í skilum á þessu póstnúmeragjaldi. Þetta þarf hún að gera ár eftir ár ef hún velur að kaupa í Reykjavík. Þetta liggur nærri árslaunum fyrir stóran hóp landsmanna. Þar að auki bætast við leikskólagjöld (fyrir þau fáu sem eru svo heppin að komast í þau takmörkuðu gæði í Reykjavík), fasteignagjöld, æfingagjöld, nýju skattarnir hjá ríkisstjórninni og allt hitt sem þyngir okkur róðurinn og dregur okkur mátt. Ruglið normalíserað Við erum sem samfélag búin að normalísera þetta rugl. Það þykir orðið sjálfsagt að stór hluti landsmanna þurfi að fórna fjárhagslegu öryggi, frítíma og framtíðarmöguleikum barna sinna fyrir það eitt að búa á bílastæðalausum þéttingareitum. Reykjavíkurborg selur hugmyndina um „borgarlíf“ á verði sem nánast útilokar ungt fólk og venjulegar fjölskyldur. Við þetta bætist svo að samgöngumálin eru þannig úr garði gerð að stytting vinnuvikunnar fer í að bíða á rauðu ljósi, ekki í samveru með fjölskyldunni. Sér er nú hvert „borgarlífið“. Þrátt fyrir þetta er enn til fólk sem lætur þetta yfir sig ganga og greiðir 34 milljónum meira fyrir fjölskylduíbúðina en það þarf, og þar með fyrir réttinn til að vera fast í umferð á Miklubraut. Lykilspurning Spurningin sem við ættum að velta fyrir okkur er ekki: „Hvernig get ég klofið það að kaupa í Reykjavík?“ heldur: „Af hverju ætti ég að þurfa að sætta mig við að kaupa í Reykjavík?“ Þangað til við svörum þeirri spurningu mun staðan haldast óbreytt: of margir binda sig klyfjum borgarinnar á meðan raunverulegu verðmætin, svo sem tími með fjölskyldunni, svigrúm til ferðalaga, leikskólapláss og bílastæði, bíða í 30 til 40 mínútna fjarlægð. Í alvöru, skoðaðu málið og taktu svo ákvörðun. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun