34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar 25. nóvember 2025 10:32 Íslendingar eru vanir því að fasteignaverð sé hátt, svo mjög að margir eru farnir að halda að það sé lögmál. Svo er ekki. Í sumum sveitarfélögum má enn lifa mannsæmandi lífi án þess að fasteignaskuldir verði ævilangur klafi. Stundum þarf aðeins að rýna í einfaldar staðreyndir til að sjá að lífsgæði og húsnæðiskostnaður fara síður en svo alltaf saman. Í dag eru lífsgæðin oft meiri utan Reykjavíkur, og tölurnar sýna það skýrt. Það munar 340 þúsund á fermetra Í dag kostar ný 100 fermetra íbúð í Reykjavík 97 milljónir, en sambærileg íbúð í Þorlákshöfn kostar 63 milljónir að meðaltali. Það munar 340 þúsund krónum á fermetra. Það þýðir eitt: 34 milljóna króna álag sem þú borgar fyrir sama rými, sama fjölda veggja, sama fjölda rafmagnsinnstunga, og færð bílastæði að auki. Munurinn er póstnúmer. Ekki gæði. Ekki stærð. Ekki efni. Bara staðsetning. Myndin hér að ofan, sem er tekin saman af Ragnari Má Gunnarssyni, Flateyringi og fjármálaspekúlanti, er afar upplýsandi. Hún sýnir skýrt það mikla álag sem Reykvíkingar bera af húsnæði sínu, sérstaklega því sem er nýbyggt. Það munar 4,3 milljónum í laun En þar með er sagan ekki öll sögð. Þessi 34 milljóna króna munur þýðir að fjölskylda sem velur að búa í Reykjavík þarf að skila um 4,3 milljónum krónum meira í tekjur á ári, miðað við hæsta skattþrep, bara til að standa í skilum á þessu póstnúmeragjaldi. Þetta þarf hún að gera ár eftir ár ef hún velur að kaupa í Reykjavík. Þetta liggur nærri árslaunum fyrir stóran hóp landsmanna. Þar að auki bætast við leikskólagjöld (fyrir þau fáu sem eru svo heppin að komast í þau takmörkuðu gæði í Reykjavík), fasteignagjöld, æfingagjöld, nýju skattarnir hjá ríkisstjórninni og allt hitt sem þyngir okkur róðurinn og dregur okkur mátt. Ruglið normalíserað Við erum sem samfélag búin að normalísera þetta rugl. Það þykir orðið sjálfsagt að stór hluti landsmanna þurfi að fórna fjárhagslegu öryggi, frítíma og framtíðarmöguleikum barna sinna fyrir það eitt að búa á bílastæðalausum þéttingareitum. Reykjavíkurborg selur hugmyndina um „borgarlíf“ á verði sem nánast útilokar ungt fólk og venjulegar fjölskyldur. Við þetta bætist svo að samgöngumálin eru þannig úr garði gerð að stytting vinnuvikunnar fer í að bíða á rauðu ljósi, ekki í samveru með fjölskyldunni. Sér er nú hvert „borgarlífið“. Þrátt fyrir þetta er enn til fólk sem lætur þetta yfir sig ganga og greiðir 34 milljónum meira fyrir fjölskylduíbúðina en það þarf, og þar með fyrir réttinn til að vera fast í umferð á Miklubraut. Lykilspurning Spurningin sem við ættum að velta fyrir okkur er ekki: „Hvernig get ég klofið það að kaupa í Reykjavík?“ heldur: „Af hverju ætti ég að þurfa að sætta mig við að kaupa í Reykjavík?“ Þangað til við svörum þeirri spurningu mun staðan haldast óbreytt: of margir binda sig klyfjum borgarinnar á meðan raunverulegu verðmætin, svo sem tími með fjölskyldunni, svigrúm til ferðalaga, leikskólapláss og bílastæði, bíða í 30 til 40 mínútna fjarlægð. Í alvöru, skoðaðu málið og taktu svo ákvörðun. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Fasteignamarkaður Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Íslendingar eru vanir því að fasteignaverð sé hátt, svo mjög að margir eru farnir að halda að það sé lögmál. Svo er ekki. Í sumum sveitarfélögum má enn lifa mannsæmandi lífi án þess að fasteignaskuldir verði ævilangur klafi. Stundum þarf aðeins að rýna í einfaldar staðreyndir til að sjá að lífsgæði og húsnæðiskostnaður fara síður en svo alltaf saman. Í dag eru lífsgæðin oft meiri utan Reykjavíkur, og tölurnar sýna það skýrt. Það munar 340 þúsund á fermetra Í dag kostar ný 100 fermetra íbúð í Reykjavík 97 milljónir, en sambærileg íbúð í Þorlákshöfn kostar 63 milljónir að meðaltali. Það munar 340 þúsund krónum á fermetra. Það þýðir eitt: 34 milljóna króna álag sem þú borgar fyrir sama rými, sama fjölda veggja, sama fjölda rafmagnsinnstunga, og færð bílastæði að auki. Munurinn er póstnúmer. Ekki gæði. Ekki stærð. Ekki efni. Bara staðsetning. Myndin hér að ofan, sem er tekin saman af Ragnari Má Gunnarssyni, Flateyringi og fjármálaspekúlanti, er afar upplýsandi. Hún sýnir skýrt það mikla álag sem Reykvíkingar bera af húsnæði sínu, sérstaklega því sem er nýbyggt. Það munar 4,3 milljónum í laun En þar með er sagan ekki öll sögð. Þessi 34 milljóna króna munur þýðir að fjölskylda sem velur að búa í Reykjavík þarf að skila um 4,3 milljónum krónum meira í tekjur á ári, miðað við hæsta skattþrep, bara til að standa í skilum á þessu póstnúmeragjaldi. Þetta þarf hún að gera ár eftir ár ef hún velur að kaupa í Reykjavík. Þetta liggur nærri árslaunum fyrir stóran hóp landsmanna. Þar að auki bætast við leikskólagjöld (fyrir þau fáu sem eru svo heppin að komast í þau takmörkuðu gæði í Reykjavík), fasteignagjöld, æfingagjöld, nýju skattarnir hjá ríkisstjórninni og allt hitt sem þyngir okkur róðurinn og dregur okkur mátt. Ruglið normalíserað Við erum sem samfélag búin að normalísera þetta rugl. Það þykir orðið sjálfsagt að stór hluti landsmanna þurfi að fórna fjárhagslegu öryggi, frítíma og framtíðarmöguleikum barna sinna fyrir það eitt að búa á bílastæðalausum þéttingareitum. Reykjavíkurborg selur hugmyndina um „borgarlíf“ á verði sem nánast útilokar ungt fólk og venjulegar fjölskyldur. Við þetta bætist svo að samgöngumálin eru þannig úr garði gerð að stytting vinnuvikunnar fer í að bíða á rauðu ljósi, ekki í samveru með fjölskyldunni. Sér er nú hvert „borgarlífið“. Þrátt fyrir þetta er enn til fólk sem lætur þetta yfir sig ganga og greiðir 34 milljónum meira fyrir fjölskylduíbúðina en það þarf, og þar með fyrir réttinn til að vera fast í umferð á Miklubraut. Lykilspurning Spurningin sem við ættum að velta fyrir okkur er ekki: „Hvernig get ég klofið það að kaupa í Reykjavík?“ heldur: „Af hverju ætti ég að þurfa að sætta mig við að kaupa í Reykjavík?“ Þangað til við svörum þeirri spurningu mun staðan haldast óbreytt: of margir binda sig klyfjum borgarinnar á meðan raunverulegu verðmætin, svo sem tími með fjölskyldunni, svigrúm til ferðalaga, leikskólapláss og bílastæði, bíða í 30 til 40 mínútna fjarlægð. Í alvöru, skoðaðu málið og taktu svo ákvörðun. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun