Grikkland

Fréttamynd

Vatnsvél lenti á tré og brotlenti

Vatnsflugvél sem notuð var til slökkvistarfs á Evía í Grikklandi brotlenti í morgun. Verið var að nota flugvélina til að varpa vatni á gróðurelda þegar annar vængur hennar virðist hafa lent á tré. Við það snerist flugvélin og brotlenti en slysið náðist á myndband.

Erlent
Fréttamynd

Tuttugu og fimm fórust í skógareldum í Alsír

Skógareldar halda áfram að breiða úr sér víða um suður Evrópu og norður Afríku. Þriðja hitabylgjan skall á Grikklandi í dag þegar hitinn fór á ný yfir fjörutíu gráður. Tuttugu og fimm manns hafa farist í skógareldum í Alsír.

Erlent
Fréttamynd

Þúsundir ferðamanna flýja Grikkland

Þúsundir ferðamanna reyna að komast heim til sín frá Rhodes eyju í Grikklandi vegna stjórnlausra skógarelda þar. Eldar loga á tugum staða í Grikklandi og hefur fjöldi ríkja sent Grikkjum aðstoð undanfarna daga.

Erlent
Fréttamynd

„Ef við förum aftur til Grikk­lands bíður dauðinn okkar“

Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi.

Innlent
Fréttamynd

Rauðar viðvaranir og skógareldar í Suður-Evrópu

Ekkert lát virðist ætla að verða á hitabylgjum sem ganga nú yfir Suður-Evrópu. Á Ítalíu, Spáni og Grikklandi er hitanum lýst sem óbærilegum og íbúar hafa þurft að flýja heimili sín vegna skógarelda. 

Erlent
Fréttamynd

Vildu ekki Pretty­boitjokko en fengu hann samt

Mikil gremja og reiði er meðal útskriftarnema Menntaskólans við Sund eftir að útskriftarferð á vegum Tripical til Krítar á Grikklandi fór ekki eins og til stóð. Ítrekaðar breytingar á brottfaratímum, vandræði með farangur, lélegt upplýsingaflæði og óánægja með bókun tónlistarmannsins Prettyboitjokko er meðal þess sem nemendurnir hafa agnúast út í. Hafa margir farið fram á að fá hluta ferðakostnaðarins endurgreiddan.

Neytendur
Fréttamynd

Lýð­ræðis­flokkur Mit­sotakis með stór­sigur í Grikk­landi

Lýðræðisflokkur forsætisráðherra Grikklands vann stórsigur í þingkosningum sem fram fóru þar í landi í dag. Mældist íhaldsflokkur Kyriakos Mitsotakis með rétt yfir 40% atkvæða þegar tölur höfðu borist frá um 90% kjörstaða á landsvísu. Á sama tíma mælist hinn vinstri sinnaði Syriza-flokkur með undir 18% fylgi.

Erlent
Fréttamynd

Neita að hafa smyglað fólki

Egypsku mennirnir sem handteknir voru vegna gruns um mansal í tengslum við mál fiskibáts sem yfirfullur var af flóttamönnum og hvolfdi út af ströndum Grikklands síðastliðinn miðvikudag hafa allir neitað sök. 

Erlent
Fréttamynd

Fimm hundruð enn saknað og að­dragandi ó­ljós

Um fimm hundruð manns er enn saknað eftir að fiskibát, sem ferjaði nokkur hundruð flóttamenn, hvolfdi úti fyrir ströndum Grikklands á miðvikudag. Þriggja daga þjóðarsorg í Grikklandi var lýst yfir á fimmtudag.

Erlent
Fréttamynd

Þriggja daga þjóðarsorg í Grikklandi

Stjórnvöld í Grikklandi hafa fyrirskipað þriggja daga þjóðarsorg eftir að 79 manns á flótta fórust þegar báti þeirra hvolfdi úti fyrir ströndum landsins í gær. Óttast er um afdrif hundraða annarra sem voru á bátnum.

Erlent
Fréttamynd

Verk­föll aukist í Evrópu á nýjan leik eftir ára­tuga doða

Eftir mikla lægð í verkalýðsbaráttu á fyrstu áratugum aldarinnar og fækkunar í verkalýðsfélögum hefur virkni aukist á ný. Samkvæmt greiningu Evrópsku verkalýðsfélagastofnunarinnar (ETUI) er ástæðan tvíþætt, vegna covid-19 faraldursins og lífskjarakrísunnar.

Erlent
Fréttamynd

Grísk lögregla rænir og misþyrmir hælisleitendum kerfisbundið

Gríska lögreglan misþyrmir og rænir flóttafólk með skipulögðum hætti. Hún hefur á síðustu árum stolið meira en tveimur milljónum evra af fólkinu. Grísk stjórnvöld hafa ennfremur flutt meira en 20.000 flóttamenn yfir til Tyrklands með ólögmætum hætti.

Erlent
Fréttamynd

Biðst fyrir­gefningar vegna lestar­slyssins

Forsætisráðherra Grikklands hefur beðist fyrirgefningar vegna versta lestarslyss í sögu landsins. Minnst 57 létu lífið þegar tvær lestir, sem ekið var í gagnstæða átt á sama spori, skullu saman.

Erlent