Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Bleikum bíl af tegundinni Porsche var stolið úr Mosfellsdal í nótt. Eiganda þykir furðulegt að bíl með slíka sérstöðu skuli hafa verið stolið. Hann fékk upplýsingar um að þjófurinn hafi rúntað á bílnum um borgina í dag en bíllinn komst í leitirnar fyrr í kvöld. Innlent 14.5.2025 18:17
Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Ferðamannarúta var meðal farartækjanna sem voru kyrrsett í umfangsmikilli eftirlitsaðgerð lögreglu á Suðurlandsvegi í dag. Lögregla gerði athugasemd við réttindi bílstjóra. Innlent 14.5.2025 15:55
Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Slökkviliðið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á fjórða tímanum í dag vegna tilkynningar um mengunarslys. Bíll, fullur af bensínbrúsum, sem stendur við Stigahlíð lekur. Íbúi í hverfinu hefur áður óskað eftir aðstoð slökkviliðs og lögreglu vegna bílsins þar sem hann taldi aðstæðurnar geta valdið alvarlegu slysi. Innlent 14.5.2025 15:31
Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Guðbrandur Jónatansson og konan hans lentu í óheppilegu atviki þegar bílnum þeirra var stolið á meðan þau bjuggu á Spáni. Þau keyptu allar nauðsynlegar tryggingar en samt sem áður ætlar TM ekki að bæta þeim tapið. Innlent 13. maí 2025 21:03
Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Íbúi við Miklubraut hefur miklar áhyggjur af því að bifreið, sem stendur óhreyfð við heimili hans og er full af bensínbrúsum, muni springa í loft upp. Hann biðlar til yfirvalda að fjarlægja ökutækið. Innlent 12. maí 2025 19:30
Síðasti dropinn á sögulegri stöð Búið er að loka dælunum á bensínstöð N1 við Ægisíðu fyrir fullt og allt. Síðasta dropanum var dælt á stöðinni um síðustu mánaðamót. Viðskipti innlent 12. maí 2025 18:50
Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Meðlimir Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur (ÍMR) vilja láta endurskoða nýtt fyrirkomulag Reykjavíkurborgar um rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs með bílastæðum borgarinnar. Þeir óska einnig eftir betri sorphirðu og að rútumál miðborgarinnar verði tekin til skoðunar. Innlent 9. maí 2025 18:17
Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Einum svokallaðra páfabíla Frans páfa heitins verður breytt í færanlega heilsugæslu fyrir börn á hinu stríðshrjáða Gasasvæði. Bílinn notaði páfinn meðal annars á ferðalagi sínu til Betlehem árið 2014. Erlent 5. maí 2025 13:35
Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Í sjötta þætti Tork gaur skoðar James Einar Becker BMW X3 30e M-Sport. Er þetta fjórða kynslóð X3 sem BMW framleiðir og er þetta tengiltvinn bíll. James Einar hefur þetta að segja um bílinn. Lífið samstarf 2. maí 2025 08:41
Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hefur ótal sinnum talað um áhrif þess að vera með athyglisbrest og ADHD. Í dag birti hann svo á samfélagsmiðli sínum mynd sem kjarnar, að hans mati, hans eigið ADHD. Lífið 29. apríl 2025 11:32
Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir að bensín- og olíuverð á Íslandi hafi tilhneigingu til þess að fara hratt upp en hægt niður. Heimsmarkaðsverð á olíu hafi lækkað um fjögur prósent á síðasta mánuði en meðalverð á Íslandi lækkað um 0,9 prósent á sama tíma. Neytendur 26. apríl 2025 15:21
Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir ökumenn á að frá og með 15. apríl ár hvert er ekki heimilt að aka á nagladekkjum. Þó mun lögreglan ekki byrja að beita sektum fyrr en 5. maí næstkomandi, þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins. Innlent 25. apríl 2025 15:47
Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Bíl Starkaðs Péturssonar var stolið og fannst hann þremur vikum síðar þegar vinkona leikarans rambaði á ólæstan bílinn. Það eina sem fannst í bílnum var lögfræðibók og pennaveski. Spurningin er hvort þjófurinn hafi stolið hlutunum úr öðrum bíl eða eigi þá sjálfur. Lífið 23. apríl 2025 23:51
Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres „Þetta er einstakur kostur fyrir íslenska ökumenn. Við þekkjum íslenskar aðstæður og vegakerfi vel. Með þessari tryggingu viljum við veita fólki aukið öryggi og ró á veginum,“ segir Anton Smári, framkvæmdastjóri MAX1 en Hakka Trygging® fylgir öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres. Samstarf 14. apríl 2025 08:43
Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Í fimmta þætti skoðar James Einar Becker Porsche Macan 4S. Er þetta í fyrsta skipti sem Porsche framleiðir Macan sem 100% rafmagnsbíl. Hann hefur þetta að segja um bílinn. Lífið samstarf 11. apríl 2025 08:51
Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Hætta er á að hægist á orkuskiptum í samgöngum ef stjórnvöld reyna að beina styrkjum til rafbílakaupa í auknum mæli til tekjulægra og yngra fólks, að mati framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Yngra og tekjulægra fólk kaupi mun síður nýja bíla en þeir sem eru eldri og tekjuhærri. Innlent 11. apríl 2025 07:02
Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Stærstur hluti ríkisstyrkja og ívilnana til rafbílakaupa hefur farið til tekjuhæsta hóps samfélagsins undanfarin ár. Dreifingin breyttist ekki eftir að beinir styrkir voru teknir upp í stað ívilnana í fyrra. Unnið er að endurskoðun á styrkjunum til þess að gera orkuskipti í samgöngum réttlátari. Innlent 9. apríl 2025 07:01
Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Umferðarteppa myndaðist á Vesturlandsvegi eftir að Hvalfjarðargöngum var lokað vegna bilaðs bíls. Göngin hafa nú verið opnuð aftur. Innlent 7. apríl 2025 15:05
Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Jaguar Land Rover ætlar að gera hlé á bílasendingum til Bandaríkjanna í apríl eftir 25 prósenta tollahækkun Bandaríkjastjórnar á innflutning allra erlendra bíla. Almenn tíu prósent tollahækkun á innflutning breskra vara til Bandaríkjanna tók gildi í dag. Viðskipti erlent 5. apríl 2025 16:41
Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Bílastæðasjóður hefur tekið í notkun bíl útbúinn myndavélum sem skanna bílnúmer og þannig veita upplýsingar um hvort fólk hafi greitt í stæði eða ekki. Útgefnum sektum hefur ekki fjölgað þrátt fyrir þessi nýjung. Stöðuvörður segir starfið vera orðið mun fjölbreyttara. Innlent 3. apríl 2025 20:33
Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025 Á HönnunarMars sameinast ólíkar greinar hönnunar og arkitektúrs í kraftmikilli og áhugaverðri hátíð sem snertir á fjölbreytilegum hliðum samfélags og atvinnulífs, allt frá fatahönnun til vöruhönnunar, arkitektúrs, grafískrar hönnunar, textílhönnunar, leirlistar, þjónustuhönnunar og stafrænnar hönnunar svo dæmi séu nefnd. Polestar tekur þátt í HönnunarMars á ýmsa vegu. Lífið samstarf 3. apríl 2025 15:01
Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Bílaleigan Hertz hefur tekið yfir rekstur bílaleigumerkjanna Dollar Rent A Car og Thrifty Car Rental á Íslandi. Viðskipti innlent 3. apríl 2025 11:41
Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Ákvörðun um sekt vegna stöðvunarbrotagjalda í Reykjavík verður framvegis í höndum starfsfólks á skrifstofu. Eftirlit verður fyrst og fremst rafrænt þótt eftirlit gangandi stöðumælavarða hverfi ekki alveg. Innlent 2. apríl 2025 12:21
Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Sveinn Waage framkvæmdastjóri hefur sett Tesluna sína á sölu. Hann segist langþreyttur á því áreiti sem fylgi því að eiga slíkan bíl. Hann vill losna við fararskjótann sem fyrst og slær því vel af verðinu. Hann sér frið og ró sem því fylgi í hillingum. Innlent 1. apríl 2025 07:02