Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttamynd

Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“

Bleikum bíl af tegundinni Porsche var stolið úr Mosfellsdal í nótt. Eiganda þykir furðulegt að bíl með slíka sérstöðu skuli hafa verið stolið. Hann fékk upplýsingar um að þjófurinn hafi rúntað á bílnum um borgina í dag en bíllinn komst í leitirnar fyrr í kvöld. 

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Bíll fullur af bensínbrúsum lekur

Slökkviliðið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á fjórða tímanum í dag vegna tilkynningar um mengunarslys. Bíll, fullur af bensínbrúsum, sem stendur við Stigahlíð lekur. Íbúi í hverfinu hefur áður óskað eftir aðstoð slökkviliðs og lögreglu vegna bílsins þar sem hann taldi aðstæðurnar geta valdið alvarlegu slysi.

Innlent
Fréttamynd

Fá engar bætur fyrir stolinn bíl

Guðbrandur Jónatansson og konan hans lentu í óheppilegu atviki þegar bílnum þeirra var stolið á meðan þau bjuggu á Spáni. Þau keyptu allar nauðsynlegar tryggingar en samt sem áður ætlar TM ekki að bæta þeim tapið. 

Innlent
Fréttamynd

Jón Gnarr birtir sönnunar­gagn A um ADHD

Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hefur ótal sinnum talað um áhrif þess að vera með athyglisbrest og ADHD. Í dag birti hann svo á samfélagsmiðli sínum mynd sem kjarnar, að hans mati, hans eigið ADHD.

Lífið
Fréttamynd

Bensín­verð rjúki upp en fari hægt niður

Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir að bensín- og olíuverð á Íslandi hafi tilhneigingu til þess að fara hratt upp en hægt niður. Heimsmarkaðsverð á olíu hafi lækkað um fjögur prósent á síðasta mánuði en meðalverð á Íslandi lækkað um 0,9 prósent á sama tíma.

Neytendur
Fréttamynd

Ó­keypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres

„Þetta er einstakur kostur fyrir íslenska ökumenn. Við þekkjum íslenskar aðstæður og vegakerfi vel. Með þessari tryggingu viljum við veita fólki aukið öryggi og ró á veginum,“ segir Anton Smári, framkvæmdastjóri MAX1 en Hakka Trygging® fylgir öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres.

Samstarf
Fréttamynd

Til­færsla styrkja til tekju­lægri gæti seinkað raf­bíla­væðingu

Hætta er á að hægist á orkuskiptum í samgöngum ef stjórnvöld reyna að beina styrkjum til rafbílakaupa í auknum mæli til tekjulægra og yngra fólks, að mati framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Yngra og tekjulægra fólk kaupi mun síður nýja bíla en þeir sem eru eldri og tekjuhærri.

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­styrkir til raf­bíla­kaupa enduðu í vasa þeirra tekju­hæstu

Stærstur hluti ríkisstyrkja og ívilnana til rafbílakaupa hefur farið til tekjuhæsta hóps samfélagsins undanfarin ár. Dreifingin breyttist ekki eftir að beinir styrkir voru teknir upp í stað ívilnana í fyrra. Unnið er að endurskoðun á styrkjunum til þess að gera orkuskipti í samgöngum réttlátari.

Innlent
Fréttamynd

Stoppaður af veg­faranda sem spurði: „Hvað er þetta?“

Bílastæðasjóður hefur tekið í notkun bíl útbúinn myndavélum sem skanna bílnúmer og þannig veita upplýsingar um hvort fólk hafi greitt í stæði eða ekki. Útgefnum sektum hefur ekki fjölgað þrátt fyrir þessi nýjung. Stöðuvörður segir starfið vera orðið mun fjölbreyttara.

Innlent
Fréttamynd

Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025

Á HönnunarMars sameinast ólíkar greinar hönnunar og arkitektúrs í kraftmikilli og áhugaverðri hátíð sem snertir á fjölbreytilegum hliðum samfélags og atvinnulífs, allt frá fatahönnun til vöruhönnunar, arkitektúrs, grafískrar hönnunar, textílhönnunar, leirlistar, þjónustuhönnunar og stafrænnar hönnunar svo dæmi séu nefnd. Polestar tekur þátt í HönnunarMars á ýmsa vegu.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Þreyttur á á­reiti og selur Tesluna fyrir slikk

Sveinn Waage framkvæmdastjóri hefur sett Tesluna sína á sölu. Hann segist langþreyttur á því áreiti sem fylgi því að eiga slíkan bíl. Hann vill losna við fararskjótann sem fyrst og slær því vel af verðinu. Hann sér frið og ró sem því fylgi í hillingum.

Innlent