Afganistan

Fréttamynd

Stofna rann­sóknar­nefnd um Afgan­istan sem Ís­lendingar kölluðu eftir

Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti samhljóða í dag ályktun um að stofna óháða rannsóknarnefnd um stöðu mannréttinda í Afganistan . Aðeins Kína sagði sig frá ákvörðun ráðsins. Ísland hefur lengi kallað eftir því að rannsóknarnefnd verði stofnuð og leiddi sameiginlega yfirlýsingu þess efnis í ráðinu í mars, í samstarfi við Suður-Afríku og Síle.

Erlent
Fréttamynd

Afganir fagna því að vera aftur komnir í sam­band við um­heiminn

Hundruð íbúa Kabúl þustu út á götur borgarinnar í gær til að láta nágranna vita af því að internetsamband væri aftur komið á. Rof á fjarskiptaþjónustu hafði vakið miklar áhyggjur og jafnvel ótta, þar sem um var að ræða einu raunverulegu tengingu íbúa við umheiminn.

Erlent
Fréttamynd

Misstu allt sam­band við Inter­netið

Íbúar í Afganistan misstu samband við Internetið í dag. Sambandsleysið kemur í kjölfar þess að Talíbanarnir sem eru við stjórnvölinn lokuðu fyrir aðgang að Internetinu fyrir tveimur vikum.

Erlent
Fréttamynd

Banna kennslu­bækur eftir konur í há­skólum landsins

Talíbanastjórnin í Afganistan hefur bannað notkun kennslubóka eftir konur í háskólum landsins, auk þess sem átján fög hafa verið bönnuð. Fögin, sem mörg varða konur, jafnrétti eða mannréttindi, eru sögð ganga gegn trúnni og stefnu stjórnvalda.

Erlent
Fréttamynd

Ástin sigrar í nýrri her­ferð gegn of­beldi

„Útkoman var þessi bolur sem táknar það að jákvæðni og skilningur leiði gott af sér og ef maður einbeitir sér að því að sjá það fallega í fólki mun ástin sigra að lokum,“ segir Helga Lilja Magnúsdóttir, sem er hönnuðurinn á bak við nýjan FO-bol UN Women á Íslandi.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Við erum ekki valdalausar. Við erum ó­brjótandi

Sem afgönsk kona sem reynir að finna sinn stað í nýju samfélagi, ber ég í brjósti mér bæði sársauka heimalands míns og vonina um frjálsari framtíð. Afganskar konur eru þær þróttmestu í heimi. Við höfum lifað stríðsátök, sáran missi og skort, en aldrei misst trúna á mátt menntunar og tækifæranna sem hún veitir, né tapað reisn okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afgan­istan

Talsmaður Talibana í Afganistan segir að búið sé að staðfesta að fjöldi látinna vegna kröftugs jarðskjálfta sem varð á sunnudaginn sé kominn yfir 1.400. Búist er við því að fjöldinn muni hækka enn frekar en rúmlega þrjú þúsund eru sagðir slasaðir.

Erlent
Fréttamynd

Talíbanar óska eftir að­stoð al­þjóða­sam­fé­lagsins

Mörg hundruð hafa látið lífið vegna jarðskjálfta sem reið yfir Afganistan í gær. Björgunarstörf hafa gengið hægt og erfitt hefur reynst að ná til afskekktra byggða sem urðu illa úti. Talíbanastjórnin þar í landi kallar eftir aðstoð og segir litla hjálp að fá frá alþjóðasamfélaginu.

Erlent
Fréttamynd

Rúm­lega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afgan­istan

Að minnsta kosti sex hundruð eru látnir eftir jarðskjálfta sem reið yfir austurhluta Afganistans í gærkvöldi. Skjálftinn var sex stig að stærð og er óttast að tala látinna eigi eftir að hækka eftir því sem björgunaraðilar ná til fleiri þorpa en skjálftinn varð á fremur afskekktu svæði í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Kerfis­bundið af­nám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valda­töku talíbana

Þann 15. ágúst 2025 voru liðin fjögur ár frá því að talíbanar náðu völdum í Afganistan og hófu markvisst að afnema réttindi kvenna og stúlkna. Á þessum tíma hefur samfélag þar sem konur höfðu réttindi og tóku þátt á ýmsum sviðum umbreyst í samfélag þar sem konur eru nær alfarið útilokaðar úr opinberu lífi og mega ekki ferðast. Í reynd hafa talíbanar þurrkað út nær öll réttindi afganskra kvenna og stúlkna.

Skoðun
Fréttamynd

Leynd af­létt af leyni­legri á­ætlun um mót­töku Afgana

Ríkisstjórn Rishi Sunak, sem var forsætisráðherra Íhaldsmanna frá 2022 til 2024, kom á fót neyðarúrræði fyrir Afgani sem þurftu að komast úr landi í kjölfar valdatöku Talíbana, eftir að lista yfir þá sem höfðu sótt um að komast til Bretlands var lekið fyrir mistök.

Erlent
Fréttamynd

Á­hyggju­efni ef raddir kvenna hætti að heyrast í þróunar­að­stoð

Ný könnun leiðir í ljós að nær helmingur kvennasamtaka sem styðja konur í neyð gæti neyðst til að hætta starfsemi innan sex mánaða. Ástæðan er alþjóðlegur niðurskurður í fjárstuðningi til mannúðaraðstoðar. Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, segir stöðuna grafalvarlega.

Innlent
Fréttamynd

Stefna á víð­tækar ferðatakmarkanir

Stjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, stefnir á að gefa út víðtækar ferðatakmarkanir fyrir ríkisborgara 43 landa. Löndunum er skipt í þrjú stig en ríkisborgum ellefu landa verður alfarið bannað að ferðast til Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Full­trúar Talíbana á ráð­stefnu í Ósló

Ráðstefnan Afghanistan Future Though Forum hefur farið fram í Ósló síðustu daga þar sem fulltrúar Talíbana eru meðal gesta. Utanríkisráðherra Noregs segir að það séu ekki leiðtogar Talíbana sem sækja fundi heldur fulltrúar á þeirra vegum.

Erlent
Fréttamynd

Hundruð létust í flóðum

Hunduð létust í flóðum í Baghlan-héraði í norðurhluta Afganistan í dag og er óttast að tala látinna muni hækka.

Erlent
Fréttamynd

Tón­leika­höllin var nefnd sem mögu­legt skot­mark ISKP

Bandarískir embættismenn vöruðu rússneska kollega sína við því að tónleikahöllin í Crocus væri mögulegt skotmark vígamann Íslamska ríkisins í Khorasan, eða ISKP, rúmum tveimur vikum áður en fjórir menn myrtu þar minnst 144. Ráðamenn í Rússlandi hunsuðu viðvörunina og Vladimír Pútín, forseti, sagði nokkrum dögum fyrir árásina að Vesturlönd væru að reyna að kúga Rússland.

Erlent
Fréttamynd

Ögur­stund í máli Julian Assange

Hæstiréttur í Lundúnum tekur fyrir í dag og á morgun síðustu áfrýjun Julian Assange, eins stofnanda Wikileaks, um framsal til Bandaríkjanna. Þar á hann yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur um brot á njósnalagalöggjöf landsins.

Erlent
Fréttamynd

Annar stór skjálfti í Afgan­istan

Annar stór jarðskjálfti reið yfir Afganistan í nótt aðeins nokkrum dögum eftir að tveir stórir skjálftar komu á sama svæði með þeim afleiðingum að rúmlega þúsund létu lífið.

Erlent
Fréttamynd

Minnst 180 farist og talið að fleiri muni finnast

Nærri 200 hafa farist í tveimur öflugum jarðskjálftum sem riðu yfir Afganistan í dag. Skjálftarnir mældust 6,3 að stærð og fylgdu minnst sjö kröftugir eftirskjálftar í kjölfarið. Þetta er í annað skiptið á innan við einu og hálfu ári sem öflugir jarðskjálftar skekja landið.

Erlent