Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. mars 2025 22:14 Í fyrri forsetatíð Donalds Trump setti hann einnig ferðatakmarkanir. AP Stjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, stefnir á að gefa út víðtækar ferðatakmarkanir fyrir ríkisborgara 43 landa. Löndunum er skipt í þrjú stig en ríkisborgum ellefu landa verður alfarið bannað að ferðast til Bandaríkjanna. Þann 20. janúar gaf Trump út framkvæmdarskipun um að þingmenn ættu að búa til lista yfir lönd sem sæta ættu ferðatakmörkunum. Ónefndir embættismenn í umfjöllun New York Times sögðu starfsmenn utanríkisráðuneytisins hafa gert listann en hann myndi líklega breytast að einhverju leiti þegar fulltrúar Hvíta hússins hefðu farið yfir listann. Þetta er því ekki lokaútgáfa listans. Á rauða listanum svokallaða eru ellefu lönd en ríkisborgurum þeirra er óheimilt að koma til landsins. Á listanum eru Afganistan, Bútan, Kúba, Íran, Líbía, Norður-Kórea, Sómalía, Súdan, Sýrland, Venesúela og Jemen. Þar á eftir er appelsínuguli listinn en á honum eru tíu lönd. Ríkisborgarar Hvíta-Rússlands, Erítrea, Haítí, Laos, Mjanmar, Pakistan, Rússlands, Síerra Leóna, Suður-Súdan og Túrkmenistan hafa takmarkaðan aðgang að Bandaríkjunum og þurfa að fara í sérstakt viðtal til að fá vegabréfsáritun. Áhrifamiklir viðskiptamenn frá appelsínugulu löndunum mættu ferðast til Bandaríkjanna en ríkisborgarar með vegabréfsáritun fyrir ferðalög eða innflytjendur mættu það ekki. Að lokum er það guli listinn, þar sem 22 lönd eru en þau lönd fá sextíu daga til að laga ákveðna vankanta samkvæmt Bandaríkjastjórn. Vankantarnir eru sem dæmi að deila ekki upplýsingum með Bandaríkjunum um ferðalanga á leið til þeirra, ófullnægjandi öryggi við útgáfu vegabréfa og sölu á ríkisborgararétti til landa á rauða listanum. Ef löndin 22 fylgja ekki þessum tilmælum gætu þau verið færð á rauða eða appelsínugula listann. Þessi 22 lönd eru Angóla, Antígva og Barbúda, Benín, Búrkína Fasó, Kambódía, Kamerún, Grænhöfðaeyjar, Tjad, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Lýðveldið Kongó, Dómíníka, Miðbaugs-Gínea, Gambía, Líbería, Malaví, Malí, Máritanía, Sankti Kristófer og Nevis, Sankti Lúsía, Saó Tóme og Prinsípe, Vanúatú og Simbabve. Í fyrri tíð sinni sem forseti Bandaríkjanna setti Trump álíka ferðatakmarkanir, til að mynda fyrir ríkisborgara Írans, Írak, Sómalíu, Súdan, Sýrlands og Jemen. Bandaríkin Afganistan Bútan Kúba Íran Norður-Kórea Sómalía Súdan Sýrland Venesúela Jemen Rússland Eritrea Haítí Laos Mjanmar Pakistan Síerra Leóne Suður-Súdan Túrkmenistan Donald Trump Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Sjá meira
Þann 20. janúar gaf Trump út framkvæmdarskipun um að þingmenn ættu að búa til lista yfir lönd sem sæta ættu ferðatakmörkunum. Ónefndir embættismenn í umfjöllun New York Times sögðu starfsmenn utanríkisráðuneytisins hafa gert listann en hann myndi líklega breytast að einhverju leiti þegar fulltrúar Hvíta hússins hefðu farið yfir listann. Þetta er því ekki lokaútgáfa listans. Á rauða listanum svokallaða eru ellefu lönd en ríkisborgurum þeirra er óheimilt að koma til landsins. Á listanum eru Afganistan, Bútan, Kúba, Íran, Líbía, Norður-Kórea, Sómalía, Súdan, Sýrland, Venesúela og Jemen. Þar á eftir er appelsínuguli listinn en á honum eru tíu lönd. Ríkisborgarar Hvíta-Rússlands, Erítrea, Haítí, Laos, Mjanmar, Pakistan, Rússlands, Síerra Leóna, Suður-Súdan og Túrkmenistan hafa takmarkaðan aðgang að Bandaríkjunum og þurfa að fara í sérstakt viðtal til að fá vegabréfsáritun. Áhrifamiklir viðskiptamenn frá appelsínugulu löndunum mættu ferðast til Bandaríkjanna en ríkisborgarar með vegabréfsáritun fyrir ferðalög eða innflytjendur mættu það ekki. Að lokum er það guli listinn, þar sem 22 lönd eru en þau lönd fá sextíu daga til að laga ákveðna vankanta samkvæmt Bandaríkjastjórn. Vankantarnir eru sem dæmi að deila ekki upplýsingum með Bandaríkjunum um ferðalanga á leið til þeirra, ófullnægjandi öryggi við útgáfu vegabréfa og sölu á ríkisborgararétti til landa á rauða listanum. Ef löndin 22 fylgja ekki þessum tilmælum gætu þau verið færð á rauða eða appelsínugula listann. Þessi 22 lönd eru Angóla, Antígva og Barbúda, Benín, Búrkína Fasó, Kambódía, Kamerún, Grænhöfðaeyjar, Tjad, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Lýðveldið Kongó, Dómíníka, Miðbaugs-Gínea, Gambía, Líbería, Malaví, Malí, Máritanía, Sankti Kristófer og Nevis, Sankti Lúsía, Saó Tóme og Prinsípe, Vanúatú og Simbabve. Í fyrri tíð sinni sem forseti Bandaríkjanna setti Trump álíka ferðatakmarkanir, til að mynda fyrir ríkisborgara Írans, Írak, Sómalíu, Súdan, Sýrlands og Jemen.
Bandaríkin Afganistan Bútan Kúba Íran Norður-Kórea Sómalía Súdan Sýrland Venesúela Jemen Rússland Eritrea Haítí Laos Mjanmar Pakistan Síerra Leóne Suður-Súdan Túrkmenistan Donald Trump Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Sjá meira