Afganistan Vísa 1,7 milljónum Afgana úr landi Yfirvöld í Pakistan tilkynntu í gær að öllum ólöglegum flóttamönnum verði vísað úr landi strax í næsta mánuði. Þó Sarfraz Bugti, starfandi innanríkisráðherra Pakistans, segi að þessar aðgerðir beinist ekki gegn Afgönum er áætlað að þær muni leiða til þess að um 1,7 milljónir Afgana verði reknir úr landi. Erlent 4.10.2023 10:49 Berst fyrir því að FIFA leyfi kvennalandsliði Afganistan að keppa Knattspyrnukonan Khalida Popal, fyrrverandi fyrirliði kvennlandsliðs Afganistan í knattspyrnu, berst fyrir því að liðið fái að leika fyrir hönd þjóðar sinnar, jafnvel þótt konum í landinu sé nú bannað að stunda íþróttir. Erlent 18.9.2023 06:45 Vill að talibanar verði sóttir til saka fyrir brot á rétti stúlkna Sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í menntamálum segir að Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn ætti að sækja talibana til saka fyrir að banna stúlkum að mennta sig og stunda vinnu. Það telur hann glæp gegn mannkyninu. Erlent 16.8.2023 11:13 Utanríkisráðherrar Norðurlanda funduðu á Ísafirði Utanríkisráðherrar Norðurlanda funduðu í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í morgun. Innrás Rússa var til umræðu og ræddi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra þá ákvörðun sína að leggja niður starfsemina í sendiráði Íslands í Moskvu sem tilkynnt var um í liðinni viku. Innlent 13.6.2023 15:33 Segjast hafa fellt manninn að baki árásinni á alþjóðavellinum í Kabúl Talíbanar í Afganistan segjast hafa drepið einn af leiðtogum ISIS samtakanna þar í landi. Nafn mannsins hefur ekki verið gert opinbert en hann er sagður hafa staðið á bak við árás á flugvöllinn í Kabúl árið 2021, þar sem 170 óbreyttir borgarar og þrettán bandarískir hermenn létu lífið. Erlent 26.4.2023 08:19 Talíbanar banna konum að starfa fyrir Sameinuðu þjóðirnar Að sögn Sameinuðu þjóðanna hafa stjórnvöld Talíbana í Afganistan bannað afgönskum konum að starfa fyrir stofnunina. Ekkert skriflegt liggur fyrir um bannið en starfsmenn SÞ segjasta hafa verið upplýstir um þetta munnlega. Erlent 5.4.2023 08:06 Öflugur skjálfti í Afganistan og Pakistan Að minnsta kosti 12 eru látnir og tugir slasaðir eftir að jarðskjálfti sem mældist 6,5 stig reið yfir í Pakistan og Afganistan í gærkvöldi. Erlent 22.3.2023 07:26 Fyrrverandi þingkona myrt í Kabúl Mursal Nabizada, 32 ára fyrrverandi þingkona, og lífvörður hennar voru skotin til bana á heimili Nabizada í Kabúl í gær. Bróðir Nabizada og annar lífvörður særðust í árásinni. Erlent 16.1.2023 07:31 Varaskeifan segir frá: Manndráp í Afganistan, kókaín og fjölskylduerjur Eintök af nýrri sjálfsævisögu Harry Bretaprins sem nefnist „Spare“ eða „Varaskeifan“ hafa valdið miklum usla hjá þeim meðlimum bresku pressunnar sem hafa fengið að lesa bókina á undan almenningi. Í bókinni talar Harry um það þegar hann tapaði sveindómnum, notaði kókaín og drap 25 í Afganistan. Erlent 5.1.2023 23:08 Afgönskum konum bannað að stunda háskólanám Ráðamenn Talíbana, sem ráða ríkjum í Afganistan, hafa fyrirskipað að öllum konum landsins verði bannað að stunda nám í háskólum landsins. Erlent 20.12.2022 23:19 Birgir fundaði með talíbönum í Afganistan Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti erlendi stjórnmálamaðurinn til að heimsækja talíbana síðan þeir tóku völd í águst. Hann segir mikilvægt að alþjóðasamfélagið ræði við talíbana, annars muni það aðeins bitna á almenningi. Birgir hvatti ríkisstjórn talíbana til að virða mannréttindi. Innlent 18.12.2022 23:30 Nítján létust þegar vörubíll fullur af eldsneyti sprakk Nítján létust og yfir þrjátíu særðust þegar vörubíll fullur af eldsneyti sprakk í jarðgöngum norður af Kabúl, höfuðborg Afganistan. Fjölmargir festust inni í göngunum og gæti tala látinna hækkað. Erlent 18.12.2022 21:18 Faðir tók morðingja sonar síns af lífi í opinberri aftöku Talsmaður Talíbana í Afganistan segir föður fórnarlambs morðingja, hafa tekið morðingjann af lífi í opinberri aftöku á íþróttaleikvangi. Fjöldi áhorfenda var viðstaddur, þeirra á meðal leiðtogar Talíbana. Erlent 8.12.2022 08:06 HM í Katar „gullgæs“ fyrir Talibana sem græddu milljarða Hreyfing Talibana í Afganistan græddi andvirði milljarða króna á uppbyggingu Katara fyrir heimsmeistaramót karla í fótbolta sem nú stendur yfir í síðarnefnda ríkinu. Það gerðu þeir fyrir tilstuðlan greiðslna frá katarska ríkinu undir yfirskini friðaviðræðna. Fótbolti 29.11.2022 12:31 Að minnsta kosti nítján látnir eftir árás á skóla í Kabúl Að minnsta kosti nítján eru látnir og á þriðja tug slasaðir eftir að sjálfsmorðssprengjuárás var gerð á Kajj námsmiðstöðina í höfuðborg Afganistan í morgun. Nemendur voru í prófi þegar sprengingin varð en á svæðinu en enginn hefur tekið ábyrgð á árásinni enn sem komið er. Erlent 30.9.2022 08:05 Sjálfsvígssprengjuárás við rússneska sendiráðið í Kabúl Tveir starfsmenn rússneska sendiráðsins eru látnir eftir sjálfsvígssprengjuárás við sendiráð Rússa í Kabúl, höfuðborg Afganistan. Ellefu aðrir eru slasaðir. Erlent 5.9.2022 10:23 Minnst átta létust í jarðskjálfta í Afganistan í nótt Minnst átta létust þegar gríðarstór jarðskjálfti reið yfir norðausturhluta Afganistan í nótt. Talið er að mun fleiri hafi farist í skjálftanum. Erlent 5.9.2022 06:47 Á þriðja tug látnir eftir sprenginguna í Kabúl Lögregla í Afganistan segir að 21 maður hið minnsta hafi látið lífið og á fjórða tug særst eftir spreninguna sem varð í mosku í hverfinu Khair Khana í höfuðborginni Kabúl í gærkvöldi. Erlent 18.8.2022 07:50 Tíu látin eftir að moska var sprengd í loft upp í Kabúl Minnst tíu eru látin og fjöldi særður eftir að sprenging varð í mosku í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í kvöld. Erlent 17.8.2022 23:10 Faldi sprengjuna í gervifæti Afganski sjeikinn Rahimullah Haqqani var í dag myrtur í sjálfsvígssprengjuárás í Kabúl, höfuðborg Afganistan. Talið er að morðinginn hafi falið sprengjuna í gervifæti sínum og sprengt sig er hann var við hlið Haqqani. Erlent 11.8.2022 23:29 Leiðtogi Al-Kaída drepinn í árás Bandaríkjamanna Bandarísk stjórnvöld greindu frá því í gær að Ayman al-Zawahiri, leiðtogi Al Kaída, hefði fallið í árásum Bandaríkjamanna á aðsetur leiðtogans í Kabúl. Al-Zawahiri er sagður hafa verið einn af forsprökkum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. Erlent 2.8.2022 07:05 Ísland veitir Afganistan 80 milljóna króna styrk Íslensk stjórnvöld munu veita alls 80 milljónum króna í sérstakan sjóð Sameinuðu þjóðanna fyrir Afganistan (e. Multi Partner Special Trust Fund for Afghanistan) til þess að styðja við þróunarverkefni í landinu samhliða mannúðaraðstoð. Innlent 26.7.2022 08:03 Liðsmenn sérsveita breska hersins sakaðir um skipulögð morð á Afgönum Liðsmenn sérsveita breska hersins (SAS) drápu ítrekað óvopnaða menn sem þeir höfðu handsamað í aðgerðum í Afganistan, ef marka má niðurstöður rannsóknarvinnu BBC. Þá virðast yfirmenn í hernum hafa þaggað málið niður . Erlent 12.7.2022 11:01 Fjöldi barna á meðal þeirra sem fórust í jarðskjálftanum Læknar í Afganistan segja að börn séu stór hluti þeirra fleiri en þúsund manna sem fórust í jarðskjálftanum sem reið yfir suðausturhluta landsins í gær. Enn er talið að fólk sé grafið í rústum húsa. Innlent 23.6.2022 13:36 Talibanar óska eftir aðstoð vegna jarðskjálftans mannskæða Talibanar, sem fara með völd í Afganistan, hafa óskað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins, vegna jarðskjálftans sem reið þar yfir í morgun. Erlent 22.6.2022 22:05 Tala látinna í Afganistan komin í 950 og talin líkleg til að hækka Öflugur jarðskjálfti reið yfir í Afganistan í morgun með þeim afleiðingum að minnst 950 eru látin og minnst 600 slösuð. Erlent 22.6.2022 10:07 Að minnsta kosti 255 látnir eftir öflugan jarðskjálfta í Afganistan Að minnsta kosti 255 eru látnir eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir í Afganistan í morgun. Skjálftinn, sem var 6,1 að stærð, átti upptök sín nærri bænum Khost, suður af höfuðborginni Kabúl. Erlent 22.6.2022 06:27 Misst fjögur börn úr vannæringu og komin á spítala með það fimmta Líklegt er að 1,1 milljón barna í Afganistan undir fimm ára aldri muni þjást af hættulegustu tegund vannæringar á þessu ári, að mati Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Um er að ræða tvöföldun frá árinu 2018 en fjöldinn stóð rétt undir milljón barna á seinasta ári. Erlent 25.5.2022 12:01 Verða að klæðast búrku og eiga helst að vera heima Talíbanar hafa skipað öllum konum í Afganistan að klæða búrku þegar þær fara út. „Við viljum að konurnar okkar búi við reisn og öryggi,“ segir Khalid Hanafi, ráðherra siðferðismála. Erlent 7.5.2022 17:16 Hæsta framlagið frá landsnefnd UN Women á Íslandi sjötta árið í röð UN Women á Íslandi jók tekjur sínar um 13 prósent á árinu og sömuleiðis fjárframlög til verkefna um 12 prósent. Heimsmarkmiðin 29.4.2022 14:01 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 14 ›
Vísa 1,7 milljónum Afgana úr landi Yfirvöld í Pakistan tilkynntu í gær að öllum ólöglegum flóttamönnum verði vísað úr landi strax í næsta mánuði. Þó Sarfraz Bugti, starfandi innanríkisráðherra Pakistans, segi að þessar aðgerðir beinist ekki gegn Afgönum er áætlað að þær muni leiða til þess að um 1,7 milljónir Afgana verði reknir úr landi. Erlent 4.10.2023 10:49
Berst fyrir því að FIFA leyfi kvennalandsliði Afganistan að keppa Knattspyrnukonan Khalida Popal, fyrrverandi fyrirliði kvennlandsliðs Afganistan í knattspyrnu, berst fyrir því að liðið fái að leika fyrir hönd þjóðar sinnar, jafnvel þótt konum í landinu sé nú bannað að stunda íþróttir. Erlent 18.9.2023 06:45
Vill að talibanar verði sóttir til saka fyrir brot á rétti stúlkna Sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í menntamálum segir að Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn ætti að sækja talibana til saka fyrir að banna stúlkum að mennta sig og stunda vinnu. Það telur hann glæp gegn mannkyninu. Erlent 16.8.2023 11:13
Utanríkisráðherrar Norðurlanda funduðu á Ísafirði Utanríkisráðherrar Norðurlanda funduðu í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í morgun. Innrás Rússa var til umræðu og ræddi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra þá ákvörðun sína að leggja niður starfsemina í sendiráði Íslands í Moskvu sem tilkynnt var um í liðinni viku. Innlent 13.6.2023 15:33
Segjast hafa fellt manninn að baki árásinni á alþjóðavellinum í Kabúl Talíbanar í Afganistan segjast hafa drepið einn af leiðtogum ISIS samtakanna þar í landi. Nafn mannsins hefur ekki verið gert opinbert en hann er sagður hafa staðið á bak við árás á flugvöllinn í Kabúl árið 2021, þar sem 170 óbreyttir borgarar og þrettán bandarískir hermenn létu lífið. Erlent 26.4.2023 08:19
Talíbanar banna konum að starfa fyrir Sameinuðu þjóðirnar Að sögn Sameinuðu þjóðanna hafa stjórnvöld Talíbana í Afganistan bannað afgönskum konum að starfa fyrir stofnunina. Ekkert skriflegt liggur fyrir um bannið en starfsmenn SÞ segjasta hafa verið upplýstir um þetta munnlega. Erlent 5.4.2023 08:06
Öflugur skjálfti í Afganistan og Pakistan Að minnsta kosti 12 eru látnir og tugir slasaðir eftir að jarðskjálfti sem mældist 6,5 stig reið yfir í Pakistan og Afganistan í gærkvöldi. Erlent 22.3.2023 07:26
Fyrrverandi þingkona myrt í Kabúl Mursal Nabizada, 32 ára fyrrverandi þingkona, og lífvörður hennar voru skotin til bana á heimili Nabizada í Kabúl í gær. Bróðir Nabizada og annar lífvörður særðust í árásinni. Erlent 16.1.2023 07:31
Varaskeifan segir frá: Manndráp í Afganistan, kókaín og fjölskylduerjur Eintök af nýrri sjálfsævisögu Harry Bretaprins sem nefnist „Spare“ eða „Varaskeifan“ hafa valdið miklum usla hjá þeim meðlimum bresku pressunnar sem hafa fengið að lesa bókina á undan almenningi. Í bókinni talar Harry um það þegar hann tapaði sveindómnum, notaði kókaín og drap 25 í Afganistan. Erlent 5.1.2023 23:08
Afgönskum konum bannað að stunda háskólanám Ráðamenn Talíbana, sem ráða ríkjum í Afganistan, hafa fyrirskipað að öllum konum landsins verði bannað að stunda nám í háskólum landsins. Erlent 20.12.2022 23:19
Birgir fundaði með talíbönum í Afganistan Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti erlendi stjórnmálamaðurinn til að heimsækja talíbana síðan þeir tóku völd í águst. Hann segir mikilvægt að alþjóðasamfélagið ræði við talíbana, annars muni það aðeins bitna á almenningi. Birgir hvatti ríkisstjórn talíbana til að virða mannréttindi. Innlent 18.12.2022 23:30
Nítján létust þegar vörubíll fullur af eldsneyti sprakk Nítján létust og yfir þrjátíu særðust þegar vörubíll fullur af eldsneyti sprakk í jarðgöngum norður af Kabúl, höfuðborg Afganistan. Fjölmargir festust inni í göngunum og gæti tala látinna hækkað. Erlent 18.12.2022 21:18
Faðir tók morðingja sonar síns af lífi í opinberri aftöku Talsmaður Talíbana í Afganistan segir föður fórnarlambs morðingja, hafa tekið morðingjann af lífi í opinberri aftöku á íþróttaleikvangi. Fjöldi áhorfenda var viðstaddur, þeirra á meðal leiðtogar Talíbana. Erlent 8.12.2022 08:06
HM í Katar „gullgæs“ fyrir Talibana sem græddu milljarða Hreyfing Talibana í Afganistan græddi andvirði milljarða króna á uppbyggingu Katara fyrir heimsmeistaramót karla í fótbolta sem nú stendur yfir í síðarnefnda ríkinu. Það gerðu þeir fyrir tilstuðlan greiðslna frá katarska ríkinu undir yfirskini friðaviðræðna. Fótbolti 29.11.2022 12:31
Að minnsta kosti nítján látnir eftir árás á skóla í Kabúl Að minnsta kosti nítján eru látnir og á þriðja tug slasaðir eftir að sjálfsmorðssprengjuárás var gerð á Kajj námsmiðstöðina í höfuðborg Afganistan í morgun. Nemendur voru í prófi þegar sprengingin varð en á svæðinu en enginn hefur tekið ábyrgð á árásinni enn sem komið er. Erlent 30.9.2022 08:05
Sjálfsvígssprengjuárás við rússneska sendiráðið í Kabúl Tveir starfsmenn rússneska sendiráðsins eru látnir eftir sjálfsvígssprengjuárás við sendiráð Rússa í Kabúl, höfuðborg Afganistan. Ellefu aðrir eru slasaðir. Erlent 5.9.2022 10:23
Minnst átta létust í jarðskjálfta í Afganistan í nótt Minnst átta létust þegar gríðarstór jarðskjálfti reið yfir norðausturhluta Afganistan í nótt. Talið er að mun fleiri hafi farist í skjálftanum. Erlent 5.9.2022 06:47
Á þriðja tug látnir eftir sprenginguna í Kabúl Lögregla í Afganistan segir að 21 maður hið minnsta hafi látið lífið og á fjórða tug særst eftir spreninguna sem varð í mosku í hverfinu Khair Khana í höfuðborginni Kabúl í gærkvöldi. Erlent 18.8.2022 07:50
Tíu látin eftir að moska var sprengd í loft upp í Kabúl Minnst tíu eru látin og fjöldi særður eftir að sprenging varð í mosku í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í kvöld. Erlent 17.8.2022 23:10
Faldi sprengjuna í gervifæti Afganski sjeikinn Rahimullah Haqqani var í dag myrtur í sjálfsvígssprengjuárás í Kabúl, höfuðborg Afganistan. Talið er að morðinginn hafi falið sprengjuna í gervifæti sínum og sprengt sig er hann var við hlið Haqqani. Erlent 11.8.2022 23:29
Leiðtogi Al-Kaída drepinn í árás Bandaríkjamanna Bandarísk stjórnvöld greindu frá því í gær að Ayman al-Zawahiri, leiðtogi Al Kaída, hefði fallið í árásum Bandaríkjamanna á aðsetur leiðtogans í Kabúl. Al-Zawahiri er sagður hafa verið einn af forsprökkum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. Erlent 2.8.2022 07:05
Ísland veitir Afganistan 80 milljóna króna styrk Íslensk stjórnvöld munu veita alls 80 milljónum króna í sérstakan sjóð Sameinuðu þjóðanna fyrir Afganistan (e. Multi Partner Special Trust Fund for Afghanistan) til þess að styðja við þróunarverkefni í landinu samhliða mannúðaraðstoð. Innlent 26.7.2022 08:03
Liðsmenn sérsveita breska hersins sakaðir um skipulögð morð á Afgönum Liðsmenn sérsveita breska hersins (SAS) drápu ítrekað óvopnaða menn sem þeir höfðu handsamað í aðgerðum í Afganistan, ef marka má niðurstöður rannsóknarvinnu BBC. Þá virðast yfirmenn í hernum hafa þaggað málið niður . Erlent 12.7.2022 11:01
Fjöldi barna á meðal þeirra sem fórust í jarðskjálftanum Læknar í Afganistan segja að börn séu stór hluti þeirra fleiri en þúsund manna sem fórust í jarðskjálftanum sem reið yfir suðausturhluta landsins í gær. Enn er talið að fólk sé grafið í rústum húsa. Innlent 23.6.2022 13:36
Talibanar óska eftir aðstoð vegna jarðskjálftans mannskæða Talibanar, sem fara með völd í Afganistan, hafa óskað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins, vegna jarðskjálftans sem reið þar yfir í morgun. Erlent 22.6.2022 22:05
Tala látinna í Afganistan komin í 950 og talin líkleg til að hækka Öflugur jarðskjálfti reið yfir í Afganistan í morgun með þeim afleiðingum að minnst 950 eru látin og minnst 600 slösuð. Erlent 22.6.2022 10:07
Að minnsta kosti 255 látnir eftir öflugan jarðskjálfta í Afganistan Að minnsta kosti 255 eru látnir eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir í Afganistan í morgun. Skjálftinn, sem var 6,1 að stærð, átti upptök sín nærri bænum Khost, suður af höfuðborginni Kabúl. Erlent 22.6.2022 06:27
Misst fjögur börn úr vannæringu og komin á spítala með það fimmta Líklegt er að 1,1 milljón barna í Afganistan undir fimm ára aldri muni þjást af hættulegustu tegund vannæringar á þessu ári, að mati Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Um er að ræða tvöföldun frá árinu 2018 en fjöldinn stóð rétt undir milljón barna á seinasta ári. Erlent 25.5.2022 12:01
Verða að klæðast búrku og eiga helst að vera heima Talíbanar hafa skipað öllum konum í Afganistan að klæða búrku þegar þær fara út. „Við viljum að konurnar okkar búi við reisn og öryggi,“ segir Khalid Hanafi, ráðherra siðferðismála. Erlent 7.5.2022 17:16
Hæsta framlagið frá landsnefnd UN Women á Íslandi sjötta árið í röð UN Women á Íslandi jók tekjur sínar um 13 prósent á árinu og sömuleiðis fjárframlög til verkefna um 12 prósent. Heimsmarkmiðin 29.4.2022 14:01