Fjöldi barna á meðal þeirra sem fórust í jarðskjálftanum Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2022 13:36 Frá útför fórnarlamba jarðskjálftans í þorpinu Gayan í Paktika-héraði. Flestar byggingar þar skemmdust eða hrundu til grunna. Vísir/EPA Læknar í Afganistan segja að börn séu stór hluti þeirra fleiri en þúsund manna sem fórust í jarðskjálftanum sem reið yfir suðausturhluta landsins í gær. Enn er talið að fólk sé grafið í rústum húsa. Að minnsta kosti þúsund manns fórust í jarðskjálfta upp á 6,1 sem átti upptök sín nærri bænum Khost í þurru fjalllendi við landamærin að Pakistan. Um 1.500 manns til viðbótar slösuðust. Ekki er vitað hversu margir kunna að leynast í rústum húsa á hamfarasvæðinu en úrhellisrigning, vanefni yfirvalda og illfært landslagið hefur torveldað björgunarstarf. Eftirlifendur og björgunarfólk segir breska ríkisútvarpinu BBC að heilu þorpin nærri upptökum jarðskjálftans séu rústir einar. Óttast er að tala látinna eigi aðeins eftir að hækka á næstu dögum. Sameinuðu þjóðirnar reyna nú að koma neyðarskýlum og matvælaaðstoð til nauðstaddra á afskekktum svæðum í Paktika-héraði sem varð einna verst úti í skjálftanum. Kona á súkrahúsi í höfuðstað héraðsins sagði fréttamönnum að hún hefði misst nítján ættingja sína þegar hús þeirra hrundi. Talsmaður heilbrigðisráðuneytis Afganistan segir Reuters-fréttastofunni að um þúsund manns hafi verið bjargað af hamfarasvæðinu í morgun. Stjórn talibana hefur kallað eftir alþjóðlegri neyðaraðstoð. Fjarskiptainnviðir hafi orðið fyrir miklum skemmdum og heilbrigðiskerfið var að hruni komið, jafnvel fyrir hamfararnir. Talibanastjórnin hefur sætt viðskiptaþvingunum eftir að íslamska öfgahreyfingin hrifsaði völdin í landinu í fyrra og efnahagur landsins er nær að hruni kominn. Meiri en þriðjungur Afgana er nú sagður skorta lífsnauðsynjar. Þá er lyfja- og lækningavaraskortur í landinu. Fáar björgunarþyrlur og flugvélar voru í landinu fyrir valdatöku talibana. „Afganska þjóðin stóð þegar frammi fyrir fordæmalausri kreppu eftir áratugalöng átök, skæðan þurrk og efnahagsniðursveiflu. Jarðskjálftinn mun aðeins auka á það gríðarlega mannúðarástand sem hún þarf að líða daglega,“ segir Gordon Craig, næstráðandi matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna í Afganistan. Afganistan Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Tala látinna í Afganistan komin í 950 og talin líkleg til að hækka Öflugur jarðskjálfti reið yfir í Afganistan í morgun með þeim afleiðingum að minnst 950 eru látin og minnst 600 slösuð. 22. júní 2022 10:07 Að minnsta kosti 255 látnir eftir öflugan jarðskjálfta í Afganistan Að minnsta kosti 255 eru látnir eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir í Afganistan í morgun. Skjálftinn, sem var 6,1 að stærð, átti upptök sín nærri bænum Khost, suður af höfuðborginni Kabúl. 22. júní 2022 06:27 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði Sjá meira
Að minnsta kosti þúsund manns fórust í jarðskjálfta upp á 6,1 sem átti upptök sín nærri bænum Khost í þurru fjalllendi við landamærin að Pakistan. Um 1.500 manns til viðbótar slösuðust. Ekki er vitað hversu margir kunna að leynast í rústum húsa á hamfarasvæðinu en úrhellisrigning, vanefni yfirvalda og illfært landslagið hefur torveldað björgunarstarf. Eftirlifendur og björgunarfólk segir breska ríkisútvarpinu BBC að heilu þorpin nærri upptökum jarðskjálftans séu rústir einar. Óttast er að tala látinna eigi aðeins eftir að hækka á næstu dögum. Sameinuðu þjóðirnar reyna nú að koma neyðarskýlum og matvælaaðstoð til nauðstaddra á afskekktum svæðum í Paktika-héraði sem varð einna verst úti í skjálftanum. Kona á súkrahúsi í höfuðstað héraðsins sagði fréttamönnum að hún hefði misst nítján ættingja sína þegar hús þeirra hrundi. Talsmaður heilbrigðisráðuneytis Afganistan segir Reuters-fréttastofunni að um þúsund manns hafi verið bjargað af hamfarasvæðinu í morgun. Stjórn talibana hefur kallað eftir alþjóðlegri neyðaraðstoð. Fjarskiptainnviðir hafi orðið fyrir miklum skemmdum og heilbrigðiskerfið var að hruni komið, jafnvel fyrir hamfararnir. Talibanastjórnin hefur sætt viðskiptaþvingunum eftir að íslamska öfgahreyfingin hrifsaði völdin í landinu í fyrra og efnahagur landsins er nær að hruni kominn. Meiri en þriðjungur Afgana er nú sagður skorta lífsnauðsynjar. Þá er lyfja- og lækningavaraskortur í landinu. Fáar björgunarþyrlur og flugvélar voru í landinu fyrir valdatöku talibana. „Afganska þjóðin stóð þegar frammi fyrir fordæmalausri kreppu eftir áratugalöng átök, skæðan þurrk og efnahagsniðursveiflu. Jarðskjálftinn mun aðeins auka á það gríðarlega mannúðarástand sem hún þarf að líða daglega,“ segir Gordon Craig, næstráðandi matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna í Afganistan.
Afganistan Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Tala látinna í Afganistan komin í 950 og talin líkleg til að hækka Öflugur jarðskjálfti reið yfir í Afganistan í morgun með þeim afleiðingum að minnst 950 eru látin og minnst 600 slösuð. 22. júní 2022 10:07 Að minnsta kosti 255 látnir eftir öflugan jarðskjálfta í Afganistan Að minnsta kosti 255 eru látnir eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir í Afganistan í morgun. Skjálftinn, sem var 6,1 að stærð, átti upptök sín nærri bænum Khost, suður af höfuðborginni Kabúl. 22. júní 2022 06:27 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði Sjá meira
Tala látinna í Afganistan komin í 950 og talin líkleg til að hækka Öflugur jarðskjálfti reið yfir í Afganistan í morgun með þeim afleiðingum að minnst 950 eru látin og minnst 600 slösuð. 22. júní 2022 10:07
Að minnsta kosti 255 látnir eftir öflugan jarðskjálfta í Afganistan Að minnsta kosti 255 eru látnir eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir í Afganistan í morgun. Skjálftinn, sem var 6,1 að stærð, átti upptök sín nærri bænum Khost, suður af höfuðborginni Kabúl. 22. júní 2022 06:27