Fréttamaður

Svava Marín Óskarsdóttir

Svava Marín er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveins­sonar

Á eftirsóttum stað við Laugalæk í Reykjavík stendur einstaklega fallegt og vel skipulagt raðhús, teiknað af Kjartani Sveinssyni. Húsið var byggt árið 1973 og hefur verið vel við haldið í gegnum árin. Ásett verð er 185 milljónir.

Stjörnulífið: Frum­sýnir kærastann á Tenerife

Páskarnir eru nú að baki og voru fylltir súkkulaðiáti, sólarsælu og öðrum notalegheitum. Stjörnur landsins nutu hátíðarinnar til hins ýtrasta eins og þeim einum er lagið, hvort sem það var í fríi erlendis, á skíðum fyrir norðan eða í veðurblíðunni í borginni.

„Leyfi lífinu bara að leiða mig“

Björn Boði Björnsson, háskólanemi, fyrirsæta og fyrrum stöðvarstjóri hjá World Class, lýsir sjálfum sér sem jákvæðum, brosmildum og forvitnum. Hann segist njóta þess að vera einhleypur og segir umhverfið í kringum sig veita sér mestan innblástur í lífinu – hvort sem það er mannlífið, tíska eða tónlist.

„Stal tann­burstanum hans snemma í sam­bandinu“

„Það er þessi orka og samhugur sem heldur okkur gangandi. Það eru ótrúleg forréttindi að hafa fundið einhvern sem er bæði ástin og sálufélagi minn,“ segir ferðaljósmyndarinn Ása Steinars um samband sitt og eiginmanns síns, Leo Sebastian Alsved. Saman eiga þau einn dreng og eiga von á öðrum.

100 á­hrifa­mestu ein­staklingar í heimi

Bandaríska tímaritið Time Magazine hefur birt árlegan lista yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims árið 2025. Þetta er í 22. sinn sem listinn er gefinn út, en hann var fyrst birtur árið 1999. 

Breytt út­lit Daða Freys vekur at­hygli

Tónlistarmaðurinn og Eurovision-farinn Daði Freyr Pétursson gerði drastískar breytingar á útliti sínu og klippti af sér hárið, en síða hárið hefur lengi verið eitt af helstu einkennum hans undanfarin ár. 

Fal­leg sérhæð í Hlíðunum

Við Blönduhlíð í Reykjavík er að finna bjarta og mikið endurnýjaða 124 fermetra hæð með sérinngangi í þríbýlishúsi sem byggt var árið 1949. Ásett verð er 109,9 milljónir.

Einn huggulegasti leikari landsins á lausu

Leikarinn Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola er orðinn einhleypur. Nýverið slitnaði upp úr sambandi hans og Hildar Skúladóttur sálfræðings, eftir tíu ára samband. Saman eiga þau tvo drengi.

Páskaleg og fersk marengsbomba

Marengstertur eru alltaf hátíðlegar og passa fullkomlega á páskaborðið. Matgæðingurinn Linda Benediktsdóttir töfraði fram dísæta og ferska marengsbombu, með silkimjúkri rjómafyllingu, safaríkum ávöxtum og ferskri myntu.

Sjá meira