Íþróttafréttamaður

Sindri Sverrisson

Sindri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Yfir­lýsing Vals: „Þykir leitt að leik­maðurinn sé ó­sáttur“

Stjórn knattspyrnudeildar Vals hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um væntanlegan viðskilnað við leikjahæsta leikmann félagsins í efstu deild frá upphafi. Stjórnin segir „ekki fjárhagslega ábyrgt“ að greiða í framtíðinni fyrir afrek fortíðarinnar.

Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“

Bræðurnir Guðni og Hlynur Svan Eiríkssynir hafa gert magnaða hluti með kvennalið FH sem lauk keppni í Bestu deildinni í 2. sæti nú um helgina og leikur því í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Guðni segir stjórn FH nú verða að sýna sama metnað og þjálfararnir sem annars gætu hugsað sér til hreyfings.

Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úr­slit á HM

Mikil tímamót urðu í íslenskum fimleikum í dag þegar Dagur Kári Ólafsson varð fyrstur Íslendinga til að tryggja sér sæti í úrslitum í fjölþraut á HM í áhaldafimleikum.

Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona

Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að réttast hefði verið að stöðva leikinn við Manchester United þegar Alexis Mac Allister meiddist á höfði, rétt áður en United skoraði fyrsta mark leiksins.

Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM

Graham Potter var í dag kynntur sem nýr þjálfari karlalandsliðs Svíþjóðar í fótbolta. Hann tekur við starfinu af Jon Dahl Tomasson, sem var rekinn fyrir viku vegna lélegs gengis, og ætlar að koma Svíum á HM næsta sumar.

Sjá meira