Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Merkel setur ofan í við arf­taka sinn vegna stuðnings öf­ga­hægri­manna

Angela Merkel, fyrrverandi kanslari Þýskalands eftirmann sinn í leiðtogasæti Kristilegra demókrata fyrir að hafa nýtt sér stuðning öfgahægriflokks til þess að koma ályktun í gengum þingið í gær. Fátítt er að Merkel blandi sér í dægurþras stjórnmála eftir að hún lét af embætti.

Taka norsku stjórnina úr sam­bandi vegna orku­mála

Norska ríkisstjórnin er sprungin eftir að þingflokkur Miðflokksins ákvaða að slíta samstarfi við Verkamannaflokkinn í dag. Leiðtogi flokksins segist ekki vilja vilja færa Evrópusambandinu aukin völd.

Íhalds­menn taka höndum saman við öf­ga­menn í að­draganda kosninga

Ályktun gegn innflytjendum og flóttafólki sem Kristilegir demókratar fengu samþykkta með stuðningi öfgahægriflokksins Valkosts fyrir Þýskalands er sögð vatnaskil í þýskum stjórnmálum þar sem flokkar hafa fram að þessu útilokað samstarf við harðlínumennina. Líklegt er að flokkarnir verði þeir tveir stærstu eftir kosningar í næsta mánuði.

Verð­bólga mjakast niður á við

Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,27 stig á milli mánaða í janúar. Ársverðbólga mældist 4,6 prósent sem var 0,2 stigum minna en í desember. Flugfargjöld til útlanda lækkuðu um sextán prósent frá því í desember en áfengi og tóbak hækkuðu um tæp fjögur prósent.

Norska stjórnin gæti sprungið í dag

Líklegt er talið að samsteypustjórn Verkamannaflokksins og Miðflokksins í Noregi springi jafnvel strax í dag. Þrátefli er sagt uppi á milli flokkanna um hvort innleiða eigi Evróputilskipanir sem eru hluti af svonefndum fjórða orkupakka Evrópusambandsins.

Ráð­gjafar lofts­lags­ráðu­neytis telja losunar­skuld­bindingar ekki nást

Ákvörðun loftslagsráðherra um að halda áfram að nýta sveigjanleika í losunarbókhaldi Íslands byggðist á því mati að landið standist að óbreyttu ekki skuldbindingar sínar í loftslagsmálum. Ríkisjóður hefur þegar afsalað sér hátt í tíu milljörðum króna með því að nýta sér sveigjanleikann.

Tengja hrinu sprenginga í Sví­þjóð við glæpa­samtök

Tilkynnt hefur verið um þrjátíu sprengingar í Svíþjóð frá áramótum, flestar þeirra í sunnanverðum Stokkhólmi. Sænska lögreglan segir skýr tengsl á milli sprenginganna og glæpasamtaka sem beiti ofbeldi til þess að kúga fé út úr fólki.

Styrkjamálið hefur engin á­hrif á ríkis­stjórnar­sam­starfið

Formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa nokkur áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið að fjármálaráðherra samstarfsflokksins þurfi að skera úr um hvort að endurgreiða þurfi ríkisstyrki. Hann segir að reynt sé að draga fram „tittlingaskít“ til að kasta rýrð á samstarfið.

Sjá meira