Viðskipti innlent

Sonur tekur við af föður hjá Klöppum

Kjartan Kjartansson skrifar
Þríeykið sem stýrir Klöppum, frá vinstri: Íris Karlsdóttir, nýr framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar, Þorsteinn Svanur Jónsson, nýr forstjóri, og Jón Ágúst Þorsteinsson, fráfarandi forstjóri.
Þríeykið sem stýrir Klöppum, frá vinstri: Íris Karlsdóttir, nýr framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar, Þorsteinn Svanur Jónsson, nýr forstjóri, og Jón Ágúst Þorsteinsson, fráfarandi forstjóri. Klappir

Þorsteinn Svanur Jónsson tekur við starfi forstjóra hugbúnaðarfyrirtækisins Klappa, sem hann tók þátt í að stofna, á föstudag. Fráfarandi forstjóri, faðir Þorsteins, er sagður vinna áfram að vexti og þróun félagsins.

Skipulagsbreytingarnar fela einnig í sér að Íris Karlsdóttir, yfirmaður samstarfssviðs Klappa, tekur við stöðu framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar sem Þorsteinn Svanur sinnti áður, að því er kemur fram í tilkynningu frá Klöppum.

Jón Ágúst Þorsteinsson, fráfarandi forstjóri og meðstofnandi Klappa, er sagður leggja áherslu á að „efla stefnu félagsins um vöxt og þróun félagsins til framtíðar“.

Klappir voru stofnaðar árið 2014. Þorsteinn Svanur, verðandi forstjóri, er sagður hafa gegnt fjölbreyttum hlutverkum frá stofnun og meðal annars sinnt samstarfi og þjónustu gagnvart stórum hluta viðskiptavina fyrirtækisins. Hann er með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×