Fréttamaður

Jón Ísak Ragnarsson

Jón Ísak er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ráð­stöfun sér­eignar­sparnaðar inn á hús­næðis­lán bara tíma­bundin

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um það af hverju það hafi verið svona mikil fólksfjölgun á Íslandi undanfarin ár. Hún hafi til að mynda haft gríðarleg eftirspurnaráhrif á húsnæðismarkað. Hún segir að heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán hafi bara verið tímabundin ráðstöfun á sínum tíma.

Út­sending komin í lag

Bilun hefur komið upp í sjónvarpsútsendingu Sýnar sem veldur truflunum í útsendingu í appi og vefsjónvarpi. Verið er að vinna að lausn og beðist er afsökunar á óþægindum sem þetta kann að valda.

Stofnar einkahlutafélagið Upp­selt ehf.

Árni Páll Árnason, Herra Hnetusmjör, hefur stofnað einkahlutafélagið Uppselt ehf. Samkvæmt tilkynningu er tilgangur félagsins rekstur fasteigna og tengd starfsemi.

Slóvenar draga sig úr Euro­vision ef Ís­raelar verða með

Slóvenía hefur ákveðið að taka ekki þátt í Eurovision á næsta ári ef Ísrael verður meðal þátttakenda. Slóvenar hafa gagnrýnt þátttöku Ísraela mánuðum saman og segja núna gríðarlega ólíklegt þeir verði með á næsta ári.

Vilja skylda sam­skipta­for­rit til að skanna einka­skila­boð fólks

Harðar deilur standa yfir á Evrópuþinginu um löggjöf sem skyldar netveitur og samskiptaforrit til að skanna skilaboð notenda áður en þau eru dulkóðuð, en markmiðið er að greina efni sem tengist barnaníði og tilkynna um það. Andstæðingar frumvarpsins segja áformin brjóta gegn friðhelgi einkalífs og þau opni dyr fyrir víðtæka eftirlitsheimild yfir einkasamskiptum fólks.

Labubu bangsar ekki lengur vel­komnir í Ísaks­skóla

Labubu bangsarnir vinsælu eru ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla, en skólastjóri segir að bangsarnir hafi verið farnir að valda miklum leiðindum og metingi meðal barna í skólanum. Foreldrar hafa tekið mjög vel í regluna.

Fanga­geymslur fullar eftir eril­sama nótt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt og voru allar fangageymslur á Hverfisgötu fullar í morgun eftir eril næturinnar. Tilkynnt var um nokkrar líkamsárásir, fíkniefnalagabrot og ofurölvi menn til vandræða.

Sjá meira