Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að breytingar á lánaframboði Landsbankans séu áhugaverðar, og hægt sé að líta á þær bæði jákvæðum og neikvæðum augum. Annars vegar minnki framboð af verðtryggðum lánum og stýrivextir fari í kjölfarið að bíta meira, en hins vegar séu komin skilyrði fyrir mikilli lækkun stýrivaxta. Vaxtadómurinn komi til með að auka samkeppni og skýrleika fyrir neytendur. 25.10.2025 00:03
Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Einn maður var í bíl sem lenti í sjónum við Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði á tíunda tímanum í kvöld. Maðurinn var hífður upp úr sjónum og fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði. Sjúkraflugvél er á leið með manninn til Reykjavíkur. 24.10.2025 21:59
Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Maður varð fyrir skoti í uppsveitum Árnessýslu í kvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og maðurinn fluttur á spítala. Upplýsingar um líðan liggja ekki fyrir. 24.10.2025 21:33
Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Fjölmenni var á Arnarhóli í dag þar sem haldið var upp á það að fimmtíu ár væru liðin frá fyrsta kvennafrídeginum árið 1975 með kvennaverkfalli. Konur um allt land lögðu niður launaða og ólaunða vinnu í tilefni dagsins, og margar yfirgáfu vinnustaði sína klukkan 13:30. 24.10.2025 19:42
Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Bandaríska flugmóðurskipinu USS Gerald Ford, stærsta flugmóðurskipi heims, er stefnt í átt að Karíbahafinu. Bandaríkjamenn hafa byggt upp töluverða hernaðargetu á og við Karíbahafið, en talið er mögulegt að Trump ætli sér að reyna koma Nicolás Maduro, einræðisherra Venesúela, frá völdum en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl og hryðjuverkastarfsemi. 24.10.2025 18:45
Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Í kvöldfréttum Sýnar verður ítarlega fjallað um kvennaverkfallið sem fór fram í dag. Við förum yfir daginn, sjáum myndir frá deginum í Reykjavík, á Akureyri og á Ísafirði. 24.10.2025 18:17
Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Framkvæmdastjóri fegurðarsamkeppninnar Ungfrú Ísland Teen, þar sem keppendur eru 16 - 19 ára, hefur ekki fundið fyrir mikilli gagnrýni á keppnina. Hún segir að keppnin sé að valdefla stúlkur og byggja upp sjálfstraust. 21.10.2025 22:02
Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Framleiðsla hefur verið stöðvuð í annarri af tveimur kerlínum álvers Norðuráls á Grundartanga í kjölfar bilunar í rafbúnaði álversins. Bilunin veldur því að álframleiðsla á Grundartanga skerðist um tvo þriðju um óákveðinn tíma. 21.10.2025 21:00
Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Óvissustig vegna snjóflóðahættu á veginum um Ólafsfjarðarmúla tekur gildi klukkan tíu í kvöld. 21.10.2025 20:52
Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur stigið inn í umræðuna um kynfræðslu í fermingarfræðslunni í Glerárkirkju. Segir hann að Jesú, María mey, lærisveinarnir og María Magdalena séu svívirt í fræðslunni og gerð að persónum í klámsögu, en klámkennt kennsluefni af þessu tagi í fermingafræðslu sé slíkur yfirgangur að það stappi nærri sturlun. 21.10.2025 18:28