Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Barn var flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir sendiferðarbíl við Mjóddina síðdegis í dag. Barnið er ekki talið alvarlega slasað en var flutt á sjúkrahús til skoðunar. 21.10.2025 17:29
Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Samhæfingarmiðstöð almannavarna var virkjuð á fimmta tímanum vegna flugvélar sem þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna tæknibilunar. Flugvélin lenti um tíu mínútur í fimm og engin slys urðu á fólki. 21.10.2025 17:01
Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Framkvæmdasýslan - ríkiseignir, rifti síðastliðinn föstudag verksamningi við verktakafyrirtækið Húsheild ehf. um byggingu hjúkrunarheimilis að Höfn í Hornafirði, og er riftunin sögð byggja á skýrum vanefndum verktaka. Húsheild ehf. segir að Framkvæmdasýslan hafi með háttalagi sínu siglt verkinu í strand og hyggst félagið leita réttar síns eftir riftunina. 21.10.2025 16:29
Fuglaflensa greinist í refum Skæð fuglaflensa af gerðinni H5n5 hefur greinst í þremur sýnum sem tekin voru úr veikum refum að undanförnu. Sama gerð skæðrar fuglainflúensu greindist í fuglum á Norðvesturlandi í september. 21.10.2025 16:08
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Áhrifavaldur sem nýlega stofnaði eigið fyrirtæki, borgaði auglýsingastofu sextán milljónir fyrir að sjá um auglýsingar fyrir sig á samfélagsmiðlum. Hún segist upplifa sig svikna og að hún hafi treyst þessum aðilum í blindni, enda séu flest allar íslenskar netverslanir að kaupa þjónusta hjá þeim. 19.10.2025 14:27
Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður farið yfir stöðuna í ferðaþjónustu vegna boðaðs verkfalls flugumferðastjóra sem hefst að óbreyttu klukkan tíu í kvöld. 19.10.2025 11:49
Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Karol Nawrocki, forseti Póllands, hefur skrifað undir lög sem gera tveggja barna foreldra undir ákveðnu frítekjumarki undanþegna tekjuskatti. Markmiðið er að stemma stigu við sögulegri lægð í fæðingartíðni og örva pólska hagkerfið. 19.10.2025 11:08
Kólnar í veðri næstu daga Búast má við kólnandi veðri næstu daga en í dag verður skýjað og lítilsháttar skúrir eða él. Hiti 1 til 7 stig. 19.10.2025 09:39
Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Vladímír Pútín Rússlandsforseti er sagður hafa boðið frið í skiptum fyrir fulla stjórn yfir Donetsk héraði í austanverðri Úkraínu. Önnur hernumin svæði eins og Luhansk, væri hann tilbúinn að gefa eftir. 19.10.2025 09:00
Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Sam Rivers, bassaleikari og stofnandi bandarísku hljómsveitarinnar Limp Bizkit, er látinn 48 ára að aldri. 19.10.2025 08:01