Kastaði eggjum í bíl Tilkynning um mann sem var að kasta eggjum í bíl barst lögreglustöð 4 í nótt, sem sér um Grafarvog, Mosfellsbæ og Árbæ. Maðurinn fannst ekki. 24.4.2025 07:44
Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Útlit er fyrir rigningarlausan sumardag fyrsta á suðvesturhorninu, þar sem hlýjast verður í dag. Spáð er austan og suðaustanátt 8-15 m/s sunnanlands, annars hægari vindi. 24.4.2025 07:32
Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Umtalsvert hefur dregið úr hraða landriss undir Svartsengi eftir að það fór kröftuglega af stað í kjölfar síðasta eldgoss. Fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni segir að þróunin hafi verið að tíminn milli gosa hafi verið að lengjast, og það sé möguleiki á að það verði ekki fleiri gos á árinu. 22.4.2025 21:38
Lofar betra sumri en í fyrra Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur, sem er betur þekktur sem Siggi Stormur, segir að engar líkur séu á því að sumarið verði jafn kalt og blautt eins og í fyrra. Hann segir að ekkert í langtímaspánum gefi tilefni til að ætla að sumarið verði slæmt. 22.4.2025 19:30
Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Áhafnir björgunarskipanna Bjargar á Rifi og Jóns Gunnlaugssonar voru kallaðar út klukkan 9:30 í morgun vegna fiskibáts sem misst hafði vélarafl suður af Snæfellsnesi, skammt vestur af Landbrotavík. Báturinn var dreginn til hafnar á Akranesi. 22.4.2025 17:51
Reiknar með að sækja útför Frans páfa Reiknað er með því að Halla Tómasdóttir forseti verði viðstödd útför Frans páfa á laugardag. Halla er meðal þjóðarleiðtoga hvaðanæva úr heiminum sem verða viðstaddir útförina, en meðal þeirra sem hafa boðað komu sína eru Donald Trump Bandaríkjaforseti og Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands. 22.4.2025 17:02
Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Hljómsveitin Geðbrigði bar sigur úr býtum á úrslitakvöldi Músiktilrauna í kvöld. Í öðru sæti var hljómsveitin j. bear & the cubs og í því þriðja var Big Band Eyþórs. Atriðið sem vann símakosninguna var hljómsveitin Rown, og fékk hún fyrir vikið nafnbótina hljómsveit fólksins. 6.4.2025 23:03
Órói mældist við Torfajökul Órói mældist við Torfajökul laust eftir klukkan átta í kvöld en er að mestu dottinn niður. Talið er að óróinn tengist breytingum á jarðhitakerfinu í kringum jökulinn. 6.4.2025 22:39
Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Það dró til óvæntra tíðinda í umræðuþættinum Synir Egils á Samstöðinni í dag þegar Hallgrímur Helgason sakaði Sólveigu Önnu um að tala eins og Trump, þegar hún sagði alla vera þreytta á „woke leiðindaþusi.“ Hallgrímur sagðist ekki trúa eigin eyrum þegar hann heyrði skoðanir Sólveigar en baðst að lokum afsökunar á því að hafa sakað hana um Trumpisma. 6.4.2025 19:26
Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Lögreglan hefur til rannsóknar meinta hópnauðgun í Reykjavík fyrir tveimur vikum. Þrír voru handteknir í tengslum við málið og sættu þeir gæsluvarðhaldi í fimm daga. Rannsókn stendur yfir. 6.4.2025 18:09