Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi formaður Eykon Energy ehf., segir að mögulegar skatttekjur ríkisins af olíuvinnslu á Drekasvæðinu geti numið allt að þrjátíu og þrjú þúsund milljörðum króna. Hann kveðst engan skilning hafa á sjónarmiðum umhverfisráðherra sem segir það ekki á dagskrá að fara aftur í olíuleitarútboð. 5.4.2025 23:55
Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Elon Musk segir að ákjósanlegt væri að viðskipti milli Evrópu og Bandaríkjanna verði tollalaus og að hægt verði að gera einhverskonar fríverslunarsamning. 5.4.2025 22:20
Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Tveir skiptu með sér sjöföldum fyrsta lottóvinningi vikunnar og fá þeir hvor um sig rúmlega 79,2 milljónir króna. Rúmlega 20 þúsund hlutu vinning í Lottóútdrætti vikunnar. 5.4.2025 20:53
Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara Kjaradeilu AFLs Starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands við Alcoa Fjarðaál hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Ákvörðun um þetta var tekin í vikunni en viðræður hafa staðið yfir síðan í desember án árangurs. 5.4.2025 20:40
„Þetta verður ekki auðvelt“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að tollahækkanir sem tóku gildi í dag séu efnahagsleg bylting, og Bandaríkjamenn muni sigra. „Þetta verður ekki auðvelt, en lokaniðurstaðan verður söguleg,“ segir hann. 5.4.2025 19:48
Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Ökumaður var í dag stöðvaður fyrir að aka of nærri lögreglubíl, og var hann sektaður fyrir að hafa of stutt bil á milli ökutækja. 5.4.2025 19:17
„Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, segir að kynjafræði sé pólitísk í eðli sínu, og furðar sig á því að látið sé eins og hún sé að einhverju leyti hlutlaus þegar menn eru að innleiða róttæka kynjafræði á svið skólanna, eins og hann orðar það. Hann segir gífurlegan fjölda fólks hafa komið að máli við sig og þakkað honum fyrir að ræða þessi mál. 5.4.2025 00:29
Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram frumvarp þess efnis að leyfilegur hámarksfjöldi borgarfulltrúa verði 23, en ekki 31 eins og í núgildandi lögum. Sigríður Á. Andersen er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, en hún hefur áður lagt fram sambærilegt mál á þingi árið 2015. 4.4.2025 22:54
Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, segir að líkur á öðru eldgosi á Reykjanesskaga á næstu dögum séu mjög litlar og verði minni eftir því sem lengra líður. Verði eldgos á næstu dögum, sem hann telur ólíklegt, myndi kvikan sennilega koma upp norðar en við Sundhnúka. 4.4.2025 22:29
TikTok hólpið í bili Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur framlengt frest á fyrirhuguðu TikTok banni í Bandaríkjunum um 75 daga. Lögin áttu að taka gildi á morgun. Hann segir að samningaviðræður við yfirvöld í Kína hafi gengið vel og hann ætli áfram að vinna hörðum höndum að því að koma í veg fyrir bannið. 4.4.2025 19:49