Dætur Lisu Marie munu erfa Graceland Dætur Lisu Marie Presley munu erfa Graceland í Memphis í Tennessee sem var heimili tónlistarmannsins Elvis Presley og í dag eitt vinsælasta safn Bandaríkjanna. 17.1.2023 14:45
„Íslendingar eru farnir að finna vel fyrir hækkandi verðlagi og háu vaxtastigi“ Kortavelta jókst um rúmlega eitt prósent að raunvirði í desember síðastliðinn miðað við sama mánuð 2021. Svo hægur hefur vöxtur kortaveltunnar ekki verið síðan í febrúar 2021. Ætla má að einkaneysla verði talsvert hægari á lokafjórðungi ársins 2022, eftir metvöxt á fyrstu níu mánuðunum. 17.1.2023 10:27
Verður minnst við Graceland og jörðuð við hlið sonarins Sérstök minningarstund verður haldin um hina bandarísku Lisu Marie Presley við Graceland í Memphis í Tennessee næstkomandi sunnudag og verður hún opin almenningi. 17.1.2023 09:44
Hafa keypt Steinsmiðjuna Rein Tvær ungar fjölskyldur – þau Arnar Freyr Magnússon og Íris Blöndahl ásamt Fanneyju Sigurgeirsdóttur og Steinari Þór Ólafssyni – hafa keypt Steinsmiðjuna Rein við Viðarhöfða í Reykjavík. 17.1.2023 08:15
Lýsa yfir stríði á hendur blóðnefsvefurum Miklir þurrkar í Kenía á síðustu misserum hafa torveldað grasvöxt í landinu og hefur ein afleiðing þess verið að algengar fuglategundir hafa leitað annarra leiða til að slá á hungrið. 17.1.2023 07:54
Gripinn með um fimm hundruð Oxycontin-töflur innanklæða Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í níu mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnilagabrot með því að hafa reynt að smygla 497 töflum af Oxycontin, 80 milligramma, þegar hann kom til landsins með flugi í byrjun nóvembermánaðar. 17.1.2023 07:32
Norðlæg átt og frost að fimmtán stigum Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt á landinu í dag, allhvassri eða hvassri um landið austanvert en annars hægari. 17.1.2023 07:08
Kvikmyndastjarnan Gina Lollobrigida er látin Ítalska leikkonan, Gina Lollobrigida,er látin, 95 ára að aldri.Lollobrigida var ein stærsta kvikmyndastjarna sjötta og sjöunda áratugar síðustu aldar og var henni oft lýst sem „fegurstu konu í heimi“. 16.1.2023 12:57
Hættir í kjölfar hins umdeilda áramótaávarps Þýski varnarmálaráðherrann Christine Lambrecht hefur farið þess á leit við Olaf Scholz kanslara að óska eftir lausn frá embætti. 16.1.2023 09:27
Alræmdur mafíósi handtekinn eftir þrjátíu ár á flótta Lögregla á Ítalíu hefur handtekið mafíuleiðtogann Matteo Messina Denaro sem hefur verið á flótta í um þrjátíu ár. Hann hefur verið dæmdur fyrir nokkur morð og fleiri ofbeldisverk. 16.1.2023 09:07