Harry og Meghan beðin um að tæma Frogmore-bústaðinn Breska hirðin hefur hefur gert hertogahjónunum af Sussex, þeim Harry og Meghan, að tæma Frogmore-bústaðinn (e. Frogmore Cottage), híbýli þeirra á lóð Windsor-kastala, vestur af Lundúnum. Ætlunin er að Andrés prins, yngri bróðir Karls konungs, fái húsið til afnota. 2.3.2023 06:50
Vilja Hopp-hjól í umferð á Hellu, Hvolsvelli, Snæfellsnesi og Tröllaskaga fyrir sumarið Stefnt er að því að koma Hopp-hjólum í umferð á Hellu, Hvolsvelli, Stykkishólmi, Grundarfirði, Ólafsvík, Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík fyrir sumarið. 2.3.2023 06:30
Kom til átaka í mótmælum í kjölfar lestarslyssins í Grikklandi Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu fyrir utan höfuðstöðvar grísku lestarstofnunarinnar í Aþenu í gærkvöldi í kjölfar lestarslyssins þar sem staðfest er að 43 hið minnsta týndu lífi. Margir hafa sagt að einungis hafi verið tímaspursmál hvenær slys sem þetta myndi eiga sér stað. 2.3.2023 06:22
Sæstrengurinn ÍRIS orðinn virkur og fjarskiptaöryggi tífaldað ÍRIS fjarskiptastrengurinn er orðinn virkur og er hann kominn í notkun. Um er að ræða þriðja fjarskiptasæstrenginn sem tengir Ísland við Dublin á Írlandi og eykur tilkoma hans fjarskiptaöryggi Íslands tífalt. 1.3.2023 11:28
Samúel Torfi og Sigrún Inga til Kadeco Sigrún Inga Ævarsdóttir hefur verið ráðin til að stýra viðskipta- og markaðsmálum hjá Kadeco og Samúel Torfi Pétursson í stöðu þróunarstjóra. 1.3.2023 10:49
Öllum verkföllum og verkbanni frestað Öllum verkföllum og verkbanni verður frestað þar til niðurstaða atkvæðagreiðslu um nýja miðlunartillögu ríkissáttasemjara liggur fyrir. 1.3.2023 10:06
Eldur í tveggja hæða húsi á Tálknafirði Slökkvilið Vesturbyggðar og Tálknafjarðar var kallað út eftir að tilkynnt var um eld í tveggja hæða húsi við Strandgötu á Tálknafirði um klukkan átta í morgun. Búið er að slökkva eldinn og er nú unnið að reykræstingu. 1.3.2023 09:32
Finnski fjöldamorðinginn Juha Valjakkala látinn Finnski fjöldamorðinginn Nikita Bergenström, sem áður gekk undir nafninu Juha Valjakkala, er látinn. Hann varð 57 ára gamall. Valjakkala var á sínum tíma dæmdur fyrir að hafa banað heilli fjölskyldu í kirkjugarði í Svíþjóð árið 1988. 1.3.2023 09:25
Breyta álversbyggingu í Helguvík í „grænan iðngarð“ Reykjanesklasinn gekk nýverið frá kaupum á byggingum Norðuráls í Helguvík og er ætlunin að breyta húsnæðinu í „grænan iðngarð“. Ætlunin er að hýsa innlend og erlend fyrirtæki sem þurfi rými fyrir sprotastarf, rannsóknar- og tilraunastarfsemi, þróun, framleiðslu og samsetningu á vörum eða aðstöðu fyrir fiskeldi og ræktun, svo eitthvað sé nefnt. 1.3.2023 09:08
Ráðin forstöðumaður fjármála- og rekstrarsviðs Fossa Fossar fjárfestingarbanki hafa ráðið til sín Heiðrúnu Haraldsdóttur sem forstöðumann fjármála- og rekstrarsviðs. 1.3.2023 08:47