varafréttastjóri

Atli Ísleifsson

Atli er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Munu hafa apó­tekið opið allan sólar­hringinn

Forsvarsmenn Lyfjavals hafa ákveðið að hafa bílaapótek fyrirtækisins í Hæðasmára í Kópavogi framvegis opið allan sólarhringinn. Þetta verður eina apótek landsins sem verður opið allan sólarhringinn.

Thomas Lundin telur einungis tvö laganna eiga mögu­leika að komast á úr­slita­kvöldið

Álit finnska söngvarans og Eurovision-sérfræðingsins Thomas Lundin er að einungis tvö lög af þeim fimm sem keppa til úrslita í Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardag, eigi möguleika að komast upp úr undanúrslitum Eurovision í Liverpool í maí. Hann segir sömuleiðis að það sé hans tilfinning að gæði laganna sem keppa í Söngvakeppninni hafi almennt hrakað síðustu ár.

Bein út­sending: Skýrsla um stöðu og fram­tíð lagar­eldis

Skýrslu alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi verður kynnt á sérstökum fundi á Grand Hótel í Reykjavík sem hefst klukkan 13:30. Lagareldi er yfirheiti yfir sjókvía-, land-, þörunga- og úthafseldi, en skýrslan var unnin fyrir matvælaráðuneytið.

Smá­hýsin fimm komin upp í Laugar­dal

Fimm smáhýsum fyrir heimilislausa var komið upp á svæði milli Engjavegs og Suðurlandsbrautar í Reykjavík á dögunum. Framkvæmdir hafa staðið yfir á svæðinu síðustu mánuði, en húsin sjálf voru flutt á staðinn um miðjan mánuðinn.

Tinubu leiðir en deilt um talningu í nígerísku for­seta­kosningunum

Nígeríumenn bíða enn eftir að fá skýra mynd af því hvernig atkvæði féllu í forsetakosningunum sem fram fóru um helgina. Búið er að birta niðurstöður í fjórtán af 36 ríkjum og er Bola Tinubu, frambjóðandi stjórnarflokksins APC og fyrrverandi ríkisstjóri Lagos, með um 44 prósent atkvæða þar sem niðurstöður liggja fyrir. Þar er þó um að ræða lágt hlutfall af heildarfjölda atkvæða.

Fer frá Directive Games til Porcelain Fortress

Þorgeir Frímann Óðinsson, formaður IGI, Samtaka leikjaframleiðenda, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Porcelain Fortress. Hann hefur stýrt Directive Games North frá árinu 2019.

Sjá meira