Aflýsti siglingaferð til Grænlands en endurgreiddi ekki staðfestingargjaldið Ferðaþjónustufyrirtæki hefur verið gert að endurgreiða um milljón króna staðfestingargjald til viðskiptavinar vegna tíu daga siglingaferðar til Grænlands sem fara átti í í ágúst 2022 en fyrirtækið aflýsti með skömmum fyrirvara með vísun í heimsfaraldur kórónuveiru. 12.4.2023 07:49
Reykur í Rimaskóla eftir að kveikt var í rusli Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynning barst um að brunakerfið hafði farið í gang í Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík um klukkan fimm í morgun. 12.4.2023 07:27
Þungbúið norðantil en bjartara og þurrt sunnanlands Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt í dag, víðast fimm til tíu metrar á sekúndu. Það verður þungbúið á norðanverðu landinu, lágskýjað og dálítil rigning eða snjókoma, en sunnanlands verður bjartara yfir og þurrt að mestu. 12.4.2023 07:05
Búin að eignast tvíburana Bandaríska leikkonan Hilary Swank er búin að eignast tvíbura. Hin 48 ára leikkona greindi frá gleðitíðindunum á Instagram í gær. 11.4.2023 08:53
Eldgos á Kamtsjaka gæti raskað flugi Eldgos er hafið í eldfjallinu Shiveluch á Kamtsjaka, austast í Rússlandi, og hefur öskustrókurinn náð tíu kílómetra hæð. Búist er við að gosið gæti raskað flugsamgöngum í heimshlutanum, en síðat gaus í Shiveluch árið 2007 og leiddi það til mikilla samgöngutruflana. 11.4.2023 07:53
Breytileg átt með rigningu og slyddu víða um land Nú í morgunsárið er lægð við austurströndina sem mun þokast vestur yfir landið í dag. Áttin verður því breytileg, yfirleitt gola eða kaldi, en austan strekkingur norðantil fram eftir degi. 11.4.2023 07:15
Þáttur Fríkirkjunnar í Reykjavík: Friður og fjölmenning „Friður og fjölmenning“ yfirskrift þáttar sem framleiddur er af Fríkirkjunni í Reykjavík og sýndur verður á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag. 9.4.2023 18:31
Slökkvilið kallað út vegna elds við Funahöfða Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í húsi við Funahöfða í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 11:30. 4.4.2023 11:56
Braut lög með því að beina öryggismyndavél að húsi og landi nágrannans Persónuvernd hefur úrskurðað að eigendur húss hafi brotið gegn persónuverndarlögum og reglugerð um rafræna vöktun með því að beina öryggismyndavél að landi og húsi nágranna. 4.4.2023 07:49
Rigning austantil og hiti að níu stigum Veðurstofan gerir ráð fyrir rigningu á Suðausturlandi í dag og á Austurlandi og Austfjörðum í kvöld. 4.4.2023 07:12