Aflýsti siglingaferð til Grænlands en endurgreiddi ekki staðfestingargjaldið Atli Ísleifsson skrifar 12. apríl 2023 07:49 Til stóð að fara í ferðina 20. til 30. ágúst síðastliðinn. Ekkert varð þó úr ferðinni. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty Ferðaþjónustufyrirtæki hefur verið gert að endurgreiða um milljón króna staðfestingargjald til viðskiptavinar vegna tíu daga siglingaferðar til Grænlands sem fara átti í í ágúst 2022 en fyrirtækið aflýsti með skömmum fyrirvara með vísun í heimsfaraldur kórónuveiru. Þetta kemur fram í úrskurði kærunefndar vöru og þjónustukaupa sem kveðinn var upp í lok síðasta mánaðar. Í úrskurðinum kemur fram að viðskiptavinurinn hafi átt bókaða tíu daga ferð fyrir sig og samferðafólk sitt dagana 20. til 30 ágúst 2022. Sjö þúsund evra staðfestingargjald, rúm milljón króna, hafði þá verið greitt í janúar. Náði ekki samband við fulltrúa fyrirtækisins Um samskipti viðskiptavinarins og ferðaþjónustufyrirtækisins segir að þau hafi átt í tíðum samskiptum á Messenger frá október 2021 og þar til að staðfestingargjaldið var greitt í janúar 2022. Í aðdraganda ferðarinnar, sumarið 2022, hafi viðskiptavinurinn ítrekað reynt að vera í samskiptum við fyrirtækið en án árangurs. Tölvupóstur hafi svo borist frá fyrirtækinu 6. ágúst, tveimur vikum fyrir áætlaða brottför, þar sem tilkynnt var að ákveðið hafi verið að aflýsa ferðinni vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Á þeim tímapunkti var þó löngu búið að aflétta samkomutakmörkunum bæði á Íslandi og á Grænlandi og gaf fyrirtækið viðskiptavininum ekki nánari skýringar á ákvörðuninni. Fyrirtækið bauð þó viðskiptavininum endurgreiðslu á staðfestingargjaldinu sem hann þáði. Endurgreiðslan barst þó aldrei og ákvað viðskiptavinurinn í kjölfarið að leita til kærunefndarinnar. Halda ber gerðum samningum Ferðaþjónustufyrirtækið skilaði engum gögnum eða svörum til kærunefndarinnar við meðferð málsins og byggði niðurstaðan því á upplýsingum og gögnum frá viðskiptavininum sem hann hafði lagt fram. Í úrskurðinum segir að meginregla samningaréttar sé sú að gerða samninga beri að halda. „Í málinu liggur fyrir að varnaraðili [ferðaþjónustufyrirtækið] hætti sjálfur við hina keyptu ferð og bauðst til að endurgreiða sóknaraðila [viðskiptavininum] hið greidda staðfestingargjald. Hefur varnaraðili ekki staðið við það boð sitt. Verður því fallist á kröfu sóknaraðila,“ segir í úrskurðinum. Auk þess að endurgreiða staðfestingargjaldið til viðskiptavinarins var fyrirtækinu gert að endurgreiða honum fimm þúsund króna málskotsgjald, auk þess að greiða 35 þúsund króna málskostnaðargjald. Tengd skjöl Úrskurður_87-2022PDF71KBSækja skjal Ferðamennska á Íslandi Grænland Ferðalög Neytendur Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði kærunefndar vöru og þjónustukaupa sem kveðinn var upp í lok síðasta mánaðar. Í úrskurðinum kemur fram að viðskiptavinurinn hafi átt bókaða tíu daga ferð fyrir sig og samferðafólk sitt dagana 20. til 30 ágúst 2022. Sjö þúsund evra staðfestingargjald, rúm milljón króna, hafði þá verið greitt í janúar. Náði ekki samband við fulltrúa fyrirtækisins Um samskipti viðskiptavinarins og ferðaþjónustufyrirtækisins segir að þau hafi átt í tíðum samskiptum á Messenger frá október 2021 og þar til að staðfestingargjaldið var greitt í janúar 2022. Í aðdraganda ferðarinnar, sumarið 2022, hafi viðskiptavinurinn ítrekað reynt að vera í samskiptum við fyrirtækið en án árangurs. Tölvupóstur hafi svo borist frá fyrirtækinu 6. ágúst, tveimur vikum fyrir áætlaða brottför, þar sem tilkynnt var að ákveðið hafi verið að aflýsa ferðinni vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Á þeim tímapunkti var þó löngu búið að aflétta samkomutakmörkunum bæði á Íslandi og á Grænlandi og gaf fyrirtækið viðskiptavininum ekki nánari skýringar á ákvörðuninni. Fyrirtækið bauð þó viðskiptavininum endurgreiðslu á staðfestingargjaldinu sem hann þáði. Endurgreiðslan barst þó aldrei og ákvað viðskiptavinurinn í kjölfarið að leita til kærunefndarinnar. Halda ber gerðum samningum Ferðaþjónustufyrirtækið skilaði engum gögnum eða svörum til kærunefndarinnar við meðferð málsins og byggði niðurstaðan því á upplýsingum og gögnum frá viðskiptavininum sem hann hafði lagt fram. Í úrskurðinum segir að meginregla samningaréttar sé sú að gerða samninga beri að halda. „Í málinu liggur fyrir að varnaraðili [ferðaþjónustufyrirtækið] hætti sjálfur við hina keyptu ferð og bauðst til að endurgreiða sóknaraðila [viðskiptavininum] hið greidda staðfestingargjald. Hefur varnaraðili ekki staðið við það boð sitt. Verður því fallist á kröfu sóknaraðila,“ segir í úrskurðinum. Auk þess að endurgreiða staðfestingargjaldið til viðskiptavinarins var fyrirtækinu gert að endurgreiða honum fimm þúsund króna málskotsgjald, auk þess að greiða 35 þúsund króna málskostnaðargjald. Tengd skjöl Úrskurður_87-2022PDF71KBSækja skjal
Ferðamennska á Íslandi Grænland Ferðalög Neytendur Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira