Golf

Evrópa með af­gerandi for­ystu fyrir loka­daginn

Siggeir Ævarsson skrifar
Viktor Hovland fagnar innilega á 17. holu í dag
Viktor Hovland fagnar innilega á 17. holu í dag Vísir/Getty

Sveit Bandaríkjanna var með bakið upp við vegg fyrir keppnina í fjórboltanum í Ryder-bikarnum í kvöld en ógæfa þeirra hélt áfram þar sem evrópsku kylfingarnir unnu þrjú af fjórum einvígum kvöldsins.

Þeir J.J. Spaun og Xander Schauffele unnu sitt einvígi gegn Jon Rahm og Sepp Straka en Evrópumennir unnu hin þrjú einvígin og leiða því með 11 og hálfan vinning gegn 4 og hálfum vinningum Bandaríkjanna.

Bandarísku kylfingarnir hafa ekki náð sér á strik og sigur Evrópu virðist innan seilingar annað mótið í röð en Evrópusveitin þarf aðeins þrjá vinninga enn til að tryggja sér sigur.

Mótið í ár hefur ekki beinlínis farið siðsamlega fram. Fyrr í kvöld greindum við frá orðaskiptum Rory McIlroy við áhorfendur sem voru ekki beinlínis við hæfi barna og þá varð önnur sérkennileg uppákoma seinna í kvöld þar sem kylfusveinar og kylfingar fóru í hár saman á milli hola, en upptöku af uppákomunni má sjá hér að neðan.

Klippa: Sauð upp úr á Ryder bikarnum

Mótið heldur áfram á morgun og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Sýn Sport 4 og hefst útsending klukkan 11:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×