Lægðin yfir miðju landinu en vindurinn mun ekki ná sér á strik Miðja lægðarinnar, sem stýrt hefur veðrinu á landinu síðustu daga, er nú yfir miðju landinu. Lægðin er hins vegar orðin gömul og þrýstiflatneskja er í miðju hennar sem þýðir að vindur mun ekki ná sér á strik í dag. Það verða þó skúrir víða um land. 30.6.2023 07:15
Tsipras hættir eftir að Syriza beið afhroð í kosningum Alexis Tsipras, fyrrverandi forsætisráðherra Grikklands, hefur ákveðið að segja af sér formennsku í vinstriflokknum Syriza eftir að flokkurinn beið afhroð í nýafstöðnum þingkosningum. 29.6.2023 12:18
Frestar tónleikaferðalaginu eftir dvöl á gjörgæslu Bandaríska söngkonan Madonna heftir frestað tónleikaferðalagi sínu eftir að hafa verið flutt á gjörgæslu vegna alvarlegrar bakteríusýkingar. 29.6.2023 07:40
Víða má búast við áframhaldandi vætu Lægðin sem olli austan stormi við suðurströndina á þriðjudag er enn að stýra veðrinu á landinu og nú í morgunsárið er lægðin stödd við norðurströndina. 29.6.2023 07:21
Landsbankinn hefur fundið ný heimkynni á Akureyri Landsbankinn á Akureyri mun flytja sig yfir í Hofsbót 2-4 á Akureyri fyrir árslok 2024, samkvæmt langtímaleigusamningi sem gerður hefur verið við eigendur húsanna. 28.6.2023 14:14
Sendiherrann pakkar saman og kveður Moskvu Árni Þór Sigurðsson, sem gegnt hefur embætti sendiherra Íslands í Moskvu síðustu misserin, hefur tekið saman föggur sínar og kvatt rússnesku höfuðborgina. 28.6.2023 13:58
Bein útsending: Ræða brot Íslandsbanka á nefndarfundi Brot Íslandsbanka við sölumeðferð eignarhluta ríkisins í bankanum verða til umræðu á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis sem hefst klukkan 13. 28.6.2023 12:15
Ótrúverðugt að „undirbúningur upp á tíu“ hafi leitt til niðurstöðu „drekkhlöðnum lögbrotum“ „Við þurfum að fá að sjá spilin um það hver var aðdragandinn því það er einfaldlega ekki trúverðugt að einhver undirbúningur hafi verið upp á tíu hafi leitt til niðurstöðu sem er drekkhlaðin lögbrotum.“ 28.6.2023 10:26
Scherzinger trúlofast ruðningskappanum Bandaríska söngkonan og raunveruleikaþáttadómarinn Nicole Scherzinger hefur trúlofast kærasta sínum, ruðningskappanum fyrrverandi, Thom Evans. 28.6.2023 07:31
Fremur stíf vestlæg átt og vætusamt Alldjúp lægð mun stjórna veðrinu á landinu næstu daga, en hún mun hringsóla yfir landinu og grynnast smám saman fram að helgi. 28.6.2023 07:19