Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Framtíðarnefnd lifir og for­maðurinn fær tvær milljónir á ári

Forseti Alþingis lagði í dag fram frumvarp um að starfstími framtíðarnefndar verði framlengdur út kjörtímabilið og formanni hennar verði greitt álag á þingfararkaup. Formaðurinn Jón Gnarr fær tvær milljónir króna aukalega á ári verði frumvarpið að lögum. Þingmenn Miðflokksins vilja heldur að nefndin verði lögð niður.

Tvær konur sluppu úr brennandi bíl

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út síðdegis eftir að eldur kom upp í bíl á bílastæði við félagsheimili Þróttar í Laugardal í Reykjavík. Slökkvistarf gekk eins og í sögu. 

Líkur á eld­gosi aukast með haustinu

Áframhaldandi landris mælist í Svartsengi, sem bendir til áframhaldandi kvikusöfnunar á svæðinu. Haldist hraði landrissins svipaður og hann hefur verið undanfarnar vikur, áætlar Veðurstofa Íslands að líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi aukist þegar líða fer á haustið.

Vill rann­sóknar­nefnd um rann­sókn hrunmálanna

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu um rannsókn á störfum réttarvörslu- og eftirlitsstofnana í kjölfar fjármálahrunsins. 

Rapyd sé ís­lenskt fyrir­tæki með kenni­tölu frá 1983

Forsvarsmenn Rapyd á Íslandi segja fyrirtækið íslenskt og að starfsemi þess byggi á áratugalangri sögu Valitor og Korta, sem hafi verið sameinuð undir merkjum Rapyd. Þeir sýni því skilning að fólk hafi skoðun á átökum fyrir botni Miðjarðarhafs en umfjöllun þurfi að byggja á staðreyndum.

Brýna fyrir eig­endum að skilja hunda ekki eftir í bílum

Matvælastofnun hefur brýnt fyrir hundaeigendum á að skilja hunda ekki eftir í bílum þegar heitt er í veðri. Hund­ur fékk hita­slag og dó á höfuðborg­ar­svæðinu um helgina og annar endaði á dýraspítala hætt kominn.

„Vinnu­brögð sem maður er ekki vanur“

Róbert Wessman vill lítið tjá sig um meintar njósnir manna á snærum Björgólfs Thors Björgólfssonar, sem beindust meðal annars að Róberti. „Auðvitað eru þetta vinnubrögð sem maður er ekki vanur,“ segir hann þó.

Sjá meira