Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið vinnur nú að stefnu fyrir ráðuneytið um kaup á auglýsingum og áskriftum hjá íslenskum fjölmiðlum. Meðal þess sem koma mun fram í stefnu ráðuneytisins er að ekki verði keyptar auglýsingar á samfélagsmiðlum eða í leitarvélum. Stefnan er liður í vinnu ráðuneytisins við fjölmiðlastefnu stjórnvalda, þar sem verður að finna sambærileg leiðbeinandi tilmæli um auglýsingakaup annarra opinberra stofnana. 11.11.2025 13:52
Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Embætti Héraðssaksóknara hefur fært fjármuni, sem fjársvikarar höfðu af Landsbankanum og Arion banka vegna kerfisgalla hjá Reiknistofu bankanna, yfir á eigin reikning. Það var gert til þess að losa frysta reikninga fólks sem hafði fengið fjármunina lagða inn á þá af fjársvikurunum. 11.11.2025 11:58
Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sýnatökur íslenska námafélagsins Amaroq hafa staðfest hátt hlutfall sinks, blýs og silfurs ásamt háu hlutfalli af germani, gallíni og kadmíni, sem Evrópusambandið og Bandaríkin skilgreina sem svokallaða „þjóðaröryggis-málma“ í Black Angel námunni á Grænlandi. Jafnframt hefur félagið formlega uppfyllt öll skilyrði kaupsamnings vegna áður tilkynntra kaupa félagsins á Black Angel námunni. 11.11.2025 10:14
Arndís Soffía tekur við af Grími Arndís Soffía Sigurðardóttir, fyrrverandi sýslumaður í Vestmannaeyjum, hleypur í skarðið fyrir Grím Hergeirsson, lögreglustjórann á Suðurlandi, á meðan hann gegnir embætti ríkislögreglustjóra tímabundið. 10.11.2025 16:18
„Lafufu“ geti verið hættuleg Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur varað við eftirlíkingum af Labubu tuskudýrum, eða svokölluðum Lafufu. Á dögunum voru um 35.000 stykki af Lafufu gerð upptæk í Portúgal. 10.11.2025 15:28
Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Strætisvagni var ekið á starfsmann leikskólans Ævintýraborgar við Nauthólsveg í Reykjavík og barn starfsmannsins í morgun. Bæði sluppu við alvarleg meiðsli. 10.11.2025 14:35
Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur um árabil gegnt lykilembættum innan lögreglunnar á Íslandi, en hefur nú sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra í kjölfar umdeildra mála. Í tilkynningu á vef ríkislögreglustjóra er tíðrætt um farsælan feril hennar í starfi en þó er óhætt að segja að gustað hafi um Sigríði Björk þar sem mál sem tengjast henni fjölskylduböndum hafa vakið hvað mesta athygli. 10.11.2025 14:11
Heldur fullum launum Sigríður Björk Guðjónsdóttir verður á fullum launum ríkislögreglustjóra í nýju starfi sem sérfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu. Dómsmálaráðherra segir það betri nýtingu á opinberum fjármunum en ef Sigríður Björk sæti heima á launum. 10.11.2025 12:09
Sigríður Björk segir af sér Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra. Öll spjót hafa staðið á henni frá því að greint var frá því að embætti hennar hefði greitt ráðgjafarfyrirtæki 160 milljónir króna, meðal annars fyrir verslunarferðir í Jysk. Hún verður flutt í stöðu sérfræðings í aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi í dómsmálaráðuneytinu. Grímur Hergeirsson, lögreglustjórinn á Suðurlandi, hefur verið settur ríkislögreglustjóri tímabundið. 10.11.2025 11:00
Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Dómstóll í Bretlandi hefur hafnað lögbannskröfu Regeneron Pharmaceuticals og Bayer, sem beindist að Alvotech og þjónustuaðila félagsins í Bretlandi. Dómstóllinn hafnaði þar með kröfu frumlyfjafyrirtækjanna um að Alvotech yrði bannað að framleiða birgðir af AVT06, hliðstæðu líftæknilyfsins Eylea (aflibercept), til markaðssetningar í Bretlandi, á Evrópska efnahagssvæðinu og öðrum mörkuðum utan Evrópu. Þessi niðurstaða mun auðvelda markaðssetningu lyfsins eftir að viðbótarvernd á einkaleyfum Eylea í Evrópu rennur út, sem er 23. nóvember næstkomandi. 10.11.2025 10:29