Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Af­nemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar

Dómsmálaráðherra hefur birt drög að lagabreytingum í samráðsgátt, sem miða af því að afnema æviskipanir vararíkissaksóknara og varahéraðssaksóknara. Lagt er til að skipunartími verði fimm ár. Þá er lagt til að ráðning í embættin verði á ábyrgð yfirmanna viðkomandi stofnana frekar en ráðherra.

Gestur Guð­munds­son er látinn

Gestur Guðmundsson lést í gær, 74 ára að aldri. Hann var félagsfræðingur, fræðimaður og rithöfundur sem markaði djúp spor í íslenskt menningar- og fræðasamfélag.

Hallar á karla í fjár­laga­frum­varpi

Í greinargerð með fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2026 segir að áhrif breytinga á skattlagningu á notkun bifreiða muni hafa meiri áhrif á karla en konur. Þá segir að við álagningu opinberra gjalda í ár hafi konur fengið 19 prósent af ávinningi af samnýtingu skattþrepa en karlar 81 prósent. Til stendur að afnema heimild til samsköttunar hjóna og sambúðarfólks milli skattþrepa.

„Allir vilja alltaf meira“

Fjármála- og efnahagsráðherra segist aðeins geta þakkað samráðherrum sínum fyrir gott samráð við gerð fjárlaga, sem kynnt voru í morgun. „Allir vilja alltaf meira en skilja líka að við þurfum að forgangsraða.“

Reikna með fimm­tán milljarða halla á næsta ári

Reiknað er með fimmtán milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á næsta ári í fjárlögum fyrir árið 2026. Áður hafði verið gert ráð fyrir miklum mun meiri halla, upp á 26 milljarða króna.

Fjár­lög 2026: Ríkis­stjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra boðaði til blaða- og fréttamannafundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 9, þar sem hann kynnti fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. Beina textalýsingu frá fundinum og um efni frumvarpsins má finna neðst í fréttinni.

Hélt eigin­konu og fimm börnum í heljar­greipum

Karlmaður sem hlaut alþjóðlega vernd hér á landi árið 2022 hefur verið dæmdur í 2,5 árs fangelsi fyrir gróf brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum þeirra. Fjölskyldan sameinaðist manninum hér á landi árið 2024 en flutti frá honum viku seinna. 

Konan er fundin

Konan sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í morgun er fundin heil á húfi.

Sex­tán ára kveikti í her­bergi sínu

Sextán ára piltur var handtekinn fyrir að kveikja eld inni í herbergi sínu í gærkvöldi. Hann býr í íbúð í Hafnarfirði á vegum hins opinbera og tveir starfsmenn voru með honum í íbúðinni þegar hann kveikti í.

Sjá meira