Íþróttafréttamaður

Ágúst Orri Arnarson

Ágúst Orri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai

Dominik Szoboszlai renndi boltanum undir varnarvegg og skoraði mark beint úr aukaspyrnu fyrir Liverpool í 3-0 sigri gegn Marseille í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Hann segir þetta ekki hafa verið neina skyndiákvörðun.

Þarf að beisla Einar að­eins en líst vel á sam­starfið

Elliði Snær Viðarsson og Einar Þorsteinn Ólafsson voru óvænt í mjög stóru varnarhlutverki í leik Íslands gegn Ungverjalandi á EM í handbolta í gærkvöldi. Elliði lýsir Einari sem frekar villtum leikmanni, sem tekur mikið pláss, en líst ljómandi vel á samstarfið.

Þúsundir Fær­eyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi

Færeyingar féllu úr leik á Evrópumótinu í handbolta í gærkvöldi með mjög svekkjandi hætti. Stuðningsmenn liðsins gátu þó glaðst yfir flottum árangri á mótinu. Leikmönnum var allavega vel tekið eftir leikinn í gær.

Óttast að Grealish verði lengi frá

Stuðningsmenn Everton bíða með öndina í hálsinum eftir niðurstöðum úr rannsóknum vegna meiðsla Jack Grealish, stoðsendingahæsta leikmanns liðsins á tímabilinu. Óttast er að hann verði lengi frá.

Segir Napoli ekki nógu gott fyrir sex­tán liða úr­slit

Antonio Conte skilur ekkert í því hvernig Napoli gat gert jafntefli við FC Kaupmannahöfn í Meistaradeildinni í gærkvöldi, eftir að hafa verið marki yfir og manni fleiri. Hann segir liðið ekki vera á því getustigi sem þarf til að komast í sextán liða úrslit.

Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös

Thomas Frank hefur verið undir mikilli pressu síðustu daga og vikur í starfi knattspyrnustjóra Tottenham, en hann fagnaði fyrsta sigri ársins í gærkvöldi og verðlaunaði sig með tveimur stórum rauðvínsglösum.

Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út

Ísland tekur tvö stig með sér í milliriðlakeppnina á EM, eftir sigurinn gegn Ungverjalandi í gær. Milliriðillinn verður spilaður í Malmö og búist er við því að miðar á leiki Íslands seljist hratt upp.

Sjá meira