„Ísland er eini óvinur okkar“ Didier Deschamps landsliðsþjálfari Frakklands hefur verið harðlega gagnrýndur af stórliðinu þar í landi, Paris Saint-Germain, fyrir að velja tvo leikmenn liðsins í landsliðshópinn. Deschamps segir þó engar erjur milli landsliðsins og PSG, Frakkland eigi aðeins einn óvin og það er Ísland. 8.9.2025 12:17
Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti FHL sótti stig gegn Þrótti í gær, sitt fjórða stig í allt sumar. Mörkin úr 2-2 jafntefli liðanna má sjá hér fyrir neðan. 8.9.2025 12:00
Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Yeray Álvarez, varnarmaður Athletic á Spáni, féll á lyfjaprófi eftir leik liðsins gegn Manchester United í undanúrslitum Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili. Hann hefur nú verið dæmdur í tíu mánaða keppnisbann. 8.9.2025 11:35
Onana græðir á skiptunum til Tyrklands André Onana, markvörður Manchester United verður lánaður til tyrkneska félagsins Trabzonspor á þessu tímabili. Þar mun hann græða meiri pening en hann hefði hjá enska félaginu. 8.9.2025 10:42
Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Eftir sex marka töp í gærkvöldi er landsliðsþjálfari Kasakstan tilbúinn að segja starfi sínu lausu og landsliðsmaður Tyrklands hefur beðið þjóðina afsökunar. 8.9.2025 10:01
„Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Eftir að hafa vikið formanni félagsins úr starfi á föstudag vöknuðu spurningar um áform eigenda Tottenham Hotspur. Tveir áhugasamir aðilar settu sig í samband um möguleg kaup, en var hafnað með yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem félagið er sagt ekki til sölu. 8.9.2025 08:55
Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Aðdáandi Buffalo Bills lenti í áflogum við DeAndre Hopkins og Lamar Jackson, leikmenn Baltimore Ravens, og var vísað úr stúkunni undir lok fjórða leikhluta í gærkvöldi. Þar með missti hann af hreint ótrúlegri endurkomu Buffalo Bills í fjórða leikhluta, eða varð mögulega valdur að henni. 8.9.2025 08:13
Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska Eftir rúmt ár í öðru sæti heimslistans tók Carloz Alcaraz toppsætið af Jannik Sinner með sigri í úrslitaleik Opna bandaríska meistaramótsins í tennis. 8.9.2025 07:46
„Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Daníel Tristan Guðjohnsen spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Íslands hönd í kvöld þegar hann kom inn á fyrir bróður sinn Andra Lucas. Stór stund fyrir Guðjohnsen fjölskylduna og þjóðina alla. 5.9.2025 22:09
„Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Arnar Gunnlaugsson var gríðarlega ánægður með sinn fyrsta leik sem þjálfari á Laugardalsvelli. Enda ærin ástæða til eftir fimm marka sigur, algjört burst gegn Aserbaísjan í fyrsta leiknum í undankeppni HM. Hann segir fyrri hálfleikinn hafa lagt grunninn að góðum sigri. 5.9.2025 21:52