Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Dominik Szoboszlai renndi boltanum undir varnarvegg og skoraði mark beint úr aukaspyrnu fyrir Liverpool í 3-0 sigri gegn Marseille í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Hann segir þetta ekki hafa verið neina skyndiákvörðun. 22.1.2026 07:49
Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Elliði Snær Viðarsson og Einar Þorsteinn Ólafsson voru óvænt í mjög stóru varnarhlutverki í leik Íslands gegn Ungverjalandi á EM í handbolta í gærkvöldi. Elliði lýsir Einari sem frekar villtum leikmanni, sem tekur mikið pláss, en líst ljómandi vel á samstarfið. 21.1.2026 15:30
Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Færeyingar féllu úr leik á Evrópumótinu í handbolta í gærkvöldi með mjög svekkjandi hætti. Stuðningsmenn liðsins gátu þó glaðst yfir flottum árangri á mótinu. Leikmönnum var allavega vel tekið eftir leikinn í gær. 21.1.2026 14:03
Óttast að Grealish verði lengi frá Stuðningsmenn Everton bíða með öndina í hálsinum eftir niðurstöðum úr rannsóknum vegna meiðsla Jack Grealish, stoðsendingahæsta leikmanns liðsins á tímabilinu. Óttast er að hann verði lengi frá. 21.1.2026 13:28
Segir Napoli ekki nógu gott fyrir sextán liða úrslit Antonio Conte skilur ekkert í því hvernig Napoli gat gert jafntefli við FC Kaupmannahöfn í Meistaradeildinni í gærkvöldi, eftir að hafa verið marki yfir og manni fleiri. Hann segir liðið ekki vera á því getustigi sem þarf til að komast í sextán liða úrslit. 21.1.2026 11:00
„Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Eftir arfaslaka frammistöðu dómaraparsins frá Norður-Makedóníu í leik Íslands og Ungverjalands í gærkvöldi leitaði Bítið á Bylgjunni viðbragða frá fagmanni. 21.1.2026 10:30
Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Thomas Frank hefur verið undir mikilli pressu síðustu daga og vikur í starfi knattspyrnustjóra Tottenham, en hann fagnaði fyrsta sigri ársins í gærkvöldi og verðlaunaði sig með tveimur stórum rauðvínsglösum. 21.1.2026 10:00
Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handboltalandslið Danmerkur tapaði á heimavelli í gærkvöldi, í fyrsta sinn í tólf ár. Sigurstranglegasta lið mótsins kom sér þar í mikil vandræði og sjálfir skilja Danirnir ekkert í þessu. 21.1.2026 09:31
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Níu leikir fóru fram í Meistaradeildinni í gærkvöldi og öll 32 mörkin úr þeim má sjá hér fyrir neðan. Þar má meðal annars finna tvennu Gabriel Jesus, mörkin úr óvæntum töpum City og PSG, sex marka veislu frá Real Madrid og langþráðan sigur Tottenham. 21.1.2026 09:00
Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Ísland tekur tvö stig með sér í milliriðlakeppnina á EM, eftir sigurinn gegn Ungverjalandi í gær. Milliriðillinn verður spilaður í Malmö og búist er við því að miðar á leiki Íslands seljist hratt upp. 21.1.2026 08:32