„Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Ruben Amorim sá Manchester United fá á sig fjögur mörk í fyrsta sinn síðan hann tók við störfum, í 4-1 tapi gegn Newcastle fyrr í dag. Hann var fljótur að færa fókusinn frá tapinu yfir á fimmtudaginn, þegar Manchester United mætir Lyon í seinni leik Evrópudeildareinvígisins, og segir markmanninn Andre Onana hafa þurft að aftengja sig í dag. 13.4.2025 20:00
Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Pick Szeged er ungverskur bikarmeistari eftir 31-30 sigur í úrslitaleik gegn Veszprém. 13.4.2025 19:26
Hinrik skoraði sitt fyrsta mark í óvæntu bikartapi Hinrik Harðarson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Odd í óvæntu 3-2 tapi gegn Flint í fyrstu umferð norsku bikarkeppninnar. 13.4.2025 17:49
Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Oscar Piastri hjá McLaren ræsti fyrstur, hélt forystunni allan tímann í Barein og fagnaði sínum fyrsta sigri á tímabilinu í Formúlu 1. George Russell hjá Mercedes hélt liðsfélaga hans Lando Norris fyrir aftan sig til að tryggja þriðja sætið. Ríkjandi heimsmeistarinn Max Verstappen kom sjötti í mark á eftir Lewis Hamilton og Charles LeClerc hjá Ferrari. 13.4.2025 17:20
„Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton hefur ekki farið vel af stað hjá Ferrari og verður sá níundi af stað í Barein kappakstrinum í Formúlu 1 síðar í dag. Hann segir bílinn ekki vera vandamálið, hann verði sjálfur að gera betur. 13.4.2025 09:03
Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Júlíus Magnússon er með brákaðan sköflung og verður frá um óákveðinn tíma, nokkrar vikur hið minnsta. Hann meiddist í fyrri hálfleik í leik gegn Malmö síðustu helgi, en fór ekki af velli fyrr en í seinni hálfleik. 13.4.2025 08:01
Dagskráin í dag: Masters, Besta, Bónus, Formúlan og NBA 360 Stífa dagskrá má finna á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone þennan sunnudaginn. Nóg er um að vera á mörgum vígstöðum; lokadagur Masters, önnur umferð Bestu deildar karla, úrslitakeppni Bónus deildar kvenna, Formúla 1 og öll lokaumferðin í NBA, meðal annars. 13.4.2025 06:01
VAR í Bestu deildina? Sérfræðingar Stúkunnar á Stöð 2 Sport veltu því fyrir sér hvort taka ætti upp myndbandsdómgæslu í Bestu deild karla. 12.4.2025 23:16
Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Rory McIlroy setti mótsmet á Masters fyrr í dag þegar hann varð fyrsti kylfingar sögunnar til að klára fyrstu sex holurnar allar á þremur höggum. 12.4.2025 22:31
„Hann hefði getað fótbrotið mig“ Gabriel Martinelli, leikmaður Arsenal, vill meina að Christian Norgaard, varnarmaður Brentford, hefði átt að fá rautt spjald fyrir tæklingu sem átti sér stað í 1-1 jafntefli liðanna fyrr í dag. Norgaard fékk gult spjald fyrir og segir engan illan ásetning að baki. 12.4.2025 22:02