Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Gervigreindin teygir anga sína sífellt víðar og nú síðast inn í heim hátískunnar. Lesendur Vogue ráku nýverið upp stór augu þegar ein opna tímaritsins innihélt fagra ljóshærða fyrirsætu sem reyndist eintómt gervigreindarfals. Tíska og hönnun 26.7.2025 15:17
Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Fatahönnuðurinn Guðmundur Magnússon stofnaði hlaupafatamerkið Vecct í fyrra ásamt tveimur vinum sínum. Samhliða rekstrinum hafa hlaup heltekið líf Guðmundar sem er kominn í fremstu röð hlaupara og æfir nú fyrir maraþon. Tíska og hönnun 26.7.2025 12:10
„Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ „Ég hafði sjúklega miklar áhyggjur af veðrinu því að athöfnin okkar var úti, ég fékk smá þráhyggju fyrir því svo ég fór að rannsaka íslenska veðurgaldra og rúnir. Ég er ekki að djóka, ég risti niður nokkrar rúnir í dagbókina mína og kvað vísu sem ChatGPT bjó til handa mér og við fengum einn fallegasta daginn,“ segir hin nýgifta Alexandra Sif sem hélt glæsilegt sveitabrúðkaup á dögunum. Lífið 25.7.2025 10:01
Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian „Það er alveg sturlað að sjá þetta,“ segir förðunarfræðingurinn Auður Sif Jónsdóttir sem er búsett í Los Angeles og sá um förðun fyrir nýjustu tískulínu stórstjörnunnar Kim Kardashian. Tíska og hönnun 15. júlí 2025 12:23
Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Loðin kanínulaga tuskudýr með illkvittinn svip ráða um þessar mundir ríkjum í netheimum og leikfangaframleiðandi úti í heimi malar á því gull. Dýrin heita einkennilegu nafni, Labubu, en til hvers eru þau og hvers vegna virðist alla og ömmu þeirra langa í þau? Tíska og hönnun 12. júlí 2025 07:02
Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Hin upprunalega Birkin taska, framleidd af tískuhúsinu Hermés, var seld á 8,6 milljónir evra á uppboði í París á dögunum, sem samsvarar um 1,2 milljörðum íslenskra króna. Taskan er dýrasti fylgihluturinn sem seldur hefur verið á uppboði í Evrópu. Tíska og hönnun 11. júlí 2025 10:04
„Best að vera allsber úti í náttúrunni“ „Ég keypti kanínuhúfu í Eistlandi sem hjálpaði mér að sigrast á óttanum við álit annarra,“ segir hlaðvarpsstjórnandinn, lífskúnstnerinn og kakókastalaprinsinn Helgi Jean Claessen. Hann fer svo sannarlega eigin leiðir í lífinu og klæðaburði sömuleiðis og ræddi við blaðamann um sinn persónulega stíl. Tíska og hönnun 9. júlí 2025 07:01
Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman „Við gerðum þetta á frekar óhefðbundinn hátt og vorum bæði mjög ánægð með þá ákvörðun,“ segir tískugyðjan nýgifta Helga Jóhannsdóttir. Helga, sem starfar sem þjónustufulltrúi hjá Snæfellsbæ, giftist ástinni sinni Magnúsi Darra Sigurðssyni skipstjóra í einstaklega fallegu sveitabrúðkaupi. Blaðamaður ræddi við hana um þennan draumadag. Lífið 8. júlí 2025 07:03
Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Á sumarsólstöðum opnaði hönnuðurinn Erna Bergmann dyrnar að Swimslow-rými í Aðalstræti 9. Swimslow hefur síðustu ár hannað sundföt, vellíðunarvörur og viðburði en stækkar nú heiminn og opnar hönnunarstúdíó og upplifunarrými í hjarta Reykjavíkur. Tíska og hönnun 7. júlí 2025 20:00
Ofboðslega falleg berskjöldun „Fyrir mér þýðir þetta bara að ég sé að fylgja sjálfri mér og gera það sem ég elska að vera gera,“ segir fjöllistakonan Bryndís Magnúsdóttir sem var að opna sína fyrstu einkasýningu. Menning 7. júlí 2025 18:03
Var orðið að spurningu um líf og dauða „Mér fannst ég ekki nógu grönn til að vera með átröskun sem lýsir því hvað ég var á vondum stað. Svo fannst mér svo mikil klisja að hafa farið út að vinna sem módel og komið heim með átröskun. En þetta er svo ruglað, ég var fimmtán ára þegar ég fékk að heyra fyrst að ég þyrfti að grenna mig ef ég vildi vinna úti,“ segir fyrirsætan og tölvunarfræðingurinn Liv Benediktsdóttir. Lífið 5. júlí 2025 07:02
Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Húrra Reykjavík, ein heitasta tísku- og lífsstílsverslun landsins, hefur ráðið til sín nýjan framkvæmdarstjóra. Sá er viðskiptafræðingur og mikill tískuáhugamaður og heitir Marteinn Högni Elíasson. Tíska og hönnun 2. júlí 2025 13:01
„Núna þori ég miklu meira“ Tískuskvísan og pílates pæjan Friðþóra vinnur sem þjálfari hjá World Class og er nær undantekningarlaust óaðfinnanleg til fara, enda alltaf haft áhuga á klæðaburði. Friðþóra er í sambúð með tónlistarmanninum Patrik Atlasyni og eru þau bæði óhrædd við að fara eigin leiðir í fatavali en Friðþóra ræddi við blaðamann um tískuna og hennar persónulega stíl. Tíska og hönnun 2. júlí 2025 07:03
Djöfullinn klæðist Prada á ný Meryl Streep mun bregða sér aftur í hlutverk tískuritstjórans Miröndu Priestly í framhaldi rómantísku-gamanmyndarinnar frá 2006 um djöfulinn sem klæðist Prada. Framhaldið kemur í maí 2026 og munu allar aðalpersónurnar snúa aftur auk nýrra andlita. Bíó og sjónvarp 1. júlí 2025 10:28
Árin hjá Spotify ævintýri líkust „Það var svolítið stórt stökk að vera allt í einu fluttur til London og farinn að vinna hjá Spotify. Þú þarft að hafa mikinn kjark og trúa að þú sért nógu góður en loddaralíðanin er alltaf smá óumflýjanleg,“ segir hönnuðurinn Orri Eyþórsson. Orri hefur komið víða við í heimi hönnunar og búið meira og minna erlendis síðastliðinn áratug. Hann er fluttur til Íslands og farinn að starfa hjá Reon eftir ævintýrarík ár hjá risafyrirtækinu Spotify en hann ræddi við blaðamann um þessi ævintýri. Lífið 1. júlí 2025 07:03
„Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Sigga langaði í sveitabrúðkaup og mig langaði að vera í fallegum hælum og skvísa yfir mig svo við vorum ekki alveg á sömu blaðsíðu á fyrsta degi. En svo fórum við til Ibiza í fyrsta skipti í september í fyrra og urðum ástfangin af eyjunni,“ segir búningahönnuðurinn og myndlistarkonan Sylvía Lovetank sem gekk að eiga sinn heittelskaða Sigga Kjartan leikstjóra og boozbónda í brúðkaupi á Ibiza á dögunum. Blaðamaður ræddi við Sylvíu um ævintýrið. Lífið 30. júní 2025 07:02
„Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Konráð Eggertsson lærði að prjóna í fyrrasumar, þá 81 árs gamall, og hefur ekki hætt síðan. Fyrst prjónaði hann peysu á sig, síðan á syni sína tvo og næst eru það dæturnar. Prjónaskapurinn hafi komið honum sjálfum og allri fjölskyldunni á óvart. Tíska og hönnun 29. júní 2025 13:21
Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Breska tískudrottningin Anna Wintour mun stíga til hliðar sem ritstjóri tímaritsins American Vogue eftir 37 ár í starfi. Lífið 26. júní 2025 22:04
Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum „Þetta var súrrealísk upplifun sem fór langt fram úr öllum væntingum,“ segir Ragnheiður Skúladóttir, betur þekkt sem Heiða. Hún skellti sér á mjög svo einstakan viðburð í Versölum fyrir utan París nú á dögunum. Lífið 26. júní 2025 07:04
Stálu senunni í París Menningarhöfuðborgin París iðar af tískulífi um þessar mundir og stærstu stjörnur heims láta sig ekki vanta á sjóðheitar sýningar tískurisa á borð við Louis Vuitton. Tíska og hönnun 25. júní 2025 13:32
Málaði loftið í lit sem minnir á skólajógúrt Það er alltaf gaman að fá nýjar skemmtilegar hugmyndir fyrir heimilið. Linda Jóhannsdóttir myndlistarkona og hönnuður hefur innréttað margar íbúðir og hús þar sem hún fer iðulega ótroðnar slóðir. Samfélagsmiðlastjarnan og frumkvöðullinn Elísabet Gunnarsdóttir er með óvenjulegt hvítt gólf heima hjá sér í fallegu húsi sínu. Lífið 23. júní 2025 07:01
Myndaveisla: Þær voru fjallkonur um land allt í ár Íslendingar fögnuðu þjóðhátíðardeginum þriðjudaginn síðastliðinn, og venju samkvæmt var gjöldi glæsilegra kvenna sem tók að sér hlutverk fjallkonunnar um land allt. Hefð er fyrir því að fjallkona flytji ljóð eða annað erindi á hátíðardagskrá þjóðhátíðardagsins. Lífið 21. júní 2025 07:00
Færa Vestur-Íslendingum rausnarlega afmælisgjöf Hópur kvenna og karla á vegum þjóðbúningafyrirtækisins Annríkis afhenti Vestur-Íslendingum nýjan þjóðbúning á fjallkonuna þeirra fyrir Íslendingadaginn sem haldinn er hátíðlegur í Gimli, höfuðborg Nýja-Íslands, í ágúst á ári hverju. Í ár eru 150 ár frá landnámi Íslendinga í Kanada. Lífið 20. júní 2025 21:12
Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei „Ég get dundaði mér inni í skápnum mínum klukkutímunum saman. Það er eins og lífið standi í stað þegar ég er að reyna ákveða dress og ég get gleymt öllu amstri dagsins þegar ég einbeiti mér að fötum,“ segir 24 ára gamla tískudrottningin og lífskúnstnerinn Vala Karítas Guðbjartsdóttir. Hún lifir og hrærist í margbreytilegum heimi tískunnar en blaðamaður tók púlsinn á henni. Tíska og hönnun 17. júní 2025 07:02