Mjólkurbikar kvenna

Mjólkurbikar kvenna

Umfjöllun um Mjólkurbikar kvenna í knattspyrnu.

Fréttamynd

„Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“

FH komst í kvöld í bikarúrslit kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 2-3 dramatískan sigur á Valskonum á Hlíðarenda, þar sem sigurmarkið kom ekki fyrr enn á lokamínútu framlengingar þegar varamaðurinn Margrét Brynja Kristjánsdóttir skoraði laglegt mark. Arna Eiríksdóttir fyrirliði FH liðsins var stórkostleg í kvöld og stýrði vörn sinna kvenna með stakri prýði.

Íslenski boltinn

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Þróttur mætir bikarmeisturunum

Dregið var í átta liða úrslit Mjólkurbikars karla og kvenna í fótbolta í dag. ÍBV, sem hefur þegar slegið Víking og KR út, mætir Val karlamegin en kvennamegin er stórleikurinn milli Vals og Þróttar. Þessi lið mættust í Bestu deildinni á dögunum og þá unnu Þróttarar á Hlíðarenda, 1-3.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þróttur skoraði sex og flaug á­fram

Þróttur Reykjavík fór létt með nágranna sína úr Víkinni þegar liðin mættust í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í fótbolta. Lokatölur 6-3 Þrótti í vil og góð byrjun liðsins á tímabilinu heldur áfram.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bikarvörnin hefst gegn Fram

Valur, sem varð bikarmeistari í fyrra, mætir Fram í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Þrír aðrir Bestu deildarslagir verða í sextán liða úrslitunum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ef ég get verið í stutt­buxum og bol væri það frá­bært“

„Ég hlakka til, mjög mikið, við mætum fullar sjálfstrausts og á sigurbraut eftir síðasta leik,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks sem spilar bikarúrslitaleik gegn Val í kvöld. Hann gerir ráð fyrir hörkuleik eins og alltaf þegar þessi stórveldi mætast en vonar að veðrið hafi ekki eins mikil áhrif og í síðustu leikjum. 

Íslenski boltinn