„Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. júlí 2025 11:02 Arna Eiríksdóttir gekk til liðs við FH fyrir rúmum tveimur árum og sér ekki eftir því. vísir / ívar Kvennalið FH er á leið í bikarúrslitaleik í fyrsta sinn í sögu félagsins. Árangurinn kemur fyrirliðanum Örnu Eiríksdóttir ekki á óvart, hún segir mikla vinnu liggja þar að baki og sér ekki eftir því að hafa sagt skilið við systur sínar í Val. FH lagði Val að velli með 3-2 sigri í framlengdum undanúrslitaleik á Hlíðarenda í fyrradag og er á leið í bikarúrslitaleikinn þann 16. ágúst gegn annaðhvort Breiðablik eða ÍBV. Sömuleiðis er FH í toppbaráttu Bestu deildarinnar, í öðru sæti, aðeins þremur stigum frá toppnum. Árangur FH í sumar hefur komið mörgum á óvart, en ekki þeim sem hafa tekið þátt í uppbyggingu liðsins undanfarin ár. „Við erum fyrst og fremst bara með mikið af leikmönnum sem eru rosalega góðar í fótbolta, með góða tækni, nútímaleikmenn. Svo erum við búnar að vera í svakalegu prógrammi hjá styrktarþjálfaranum okkar síðustu ár, þannig að við erum með líkamlega burði sem ekkert endilega öll lið hafa og náum að keyra leikinn hratt“ segir Arna. Arna hefur skorað tvö mörk fyrir FH í sumar, bæði í heimaleiknum gegn FHL. vísir / guðmundur Þegar Arna kom í Kaplakrikann fyrir rúmum tveimur árum var FH nýliði í efstu deild, langt frá þeim stað sem liðið er á í dag. „Ég man ennþá eftir því þegar ég kom hingað á fyrsta fundinn með þjálfurunum. Þeir seldu mér einhverja vegferð og pælingu sem þeir vildu fylgja og mér fannst henta mér vel. Þannig að þetta er nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ segir Arna um uppbyggingu FH síðan hún gekk til liðs við félagið. Lítið rætt leikinn við systur sínar Arna var áður leikmaður Vals og þar spila tvær af þremur systrum hennar, þær öfunda Örnu eflaust af velgengninni með FH, en hún segir bikarsigurinn ekkert sætari fyrir vikið. „Það var bara gaman, ég hef svosem ekkert mikið rætt leikinn við systur mínar, ég faðmaði þær bara eftir leik og svo heldur lífið áfram... Málfríður í leiknum gegn FH.vísir ...Elsta systir mín, Málfríður, er náttúrulega Valsari algjörlega út í gegn. Fyrir utan eitt ár í Danmörku hefur hún aldrei spilað fyrir annað félag. Valsari númer eitt, tvö og þrjú, þannig að ég held að hún myndi aldrei öfunda neinn í nokkru öðru liði en Val. Svo er litla systir mín að eiga sitt breakout season núna með Val, ég held að þeim líði bara mjög vel þar“ segir Arna um systur sínar í Val, sem eru dottnar út úr bikarnum og langt frá toppbaráttu Bestu deildarinnar. FH Mjólkurbikar kvenna Besta deild kvenna Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Í beinni: Stjarnan - FH | Er hægt að stöðva Garðbæinga? Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sjá meira
FH lagði Val að velli með 3-2 sigri í framlengdum undanúrslitaleik á Hlíðarenda í fyrradag og er á leið í bikarúrslitaleikinn þann 16. ágúst gegn annaðhvort Breiðablik eða ÍBV. Sömuleiðis er FH í toppbaráttu Bestu deildarinnar, í öðru sæti, aðeins þremur stigum frá toppnum. Árangur FH í sumar hefur komið mörgum á óvart, en ekki þeim sem hafa tekið þátt í uppbyggingu liðsins undanfarin ár. „Við erum fyrst og fremst bara með mikið af leikmönnum sem eru rosalega góðar í fótbolta, með góða tækni, nútímaleikmenn. Svo erum við búnar að vera í svakalegu prógrammi hjá styrktarþjálfaranum okkar síðustu ár, þannig að við erum með líkamlega burði sem ekkert endilega öll lið hafa og náum að keyra leikinn hratt“ segir Arna. Arna hefur skorað tvö mörk fyrir FH í sumar, bæði í heimaleiknum gegn FHL. vísir / guðmundur Þegar Arna kom í Kaplakrikann fyrir rúmum tveimur árum var FH nýliði í efstu deild, langt frá þeim stað sem liðið er á í dag. „Ég man ennþá eftir því þegar ég kom hingað á fyrsta fundinn með þjálfurunum. Þeir seldu mér einhverja vegferð og pælingu sem þeir vildu fylgja og mér fannst henta mér vel. Þannig að þetta er nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ segir Arna um uppbyggingu FH síðan hún gekk til liðs við félagið. Lítið rætt leikinn við systur sínar Arna var áður leikmaður Vals og þar spila tvær af þremur systrum hennar, þær öfunda Örnu eflaust af velgengninni með FH, en hún segir bikarsigurinn ekkert sætari fyrir vikið. „Það var bara gaman, ég hef svosem ekkert mikið rætt leikinn við systur mínar, ég faðmaði þær bara eftir leik og svo heldur lífið áfram... Málfríður í leiknum gegn FH.vísir ...Elsta systir mín, Málfríður, er náttúrulega Valsari algjörlega út í gegn. Fyrir utan eitt ár í Danmörku hefur hún aldrei spilað fyrir annað félag. Valsari númer eitt, tvö og þrjú, þannig að ég held að hún myndi aldrei öfunda neinn í nokkru öðru liði en Val. Svo er litla systir mín að eiga sitt breakout season núna með Val, ég held að þeim líði bara mjög vel þar“ segir Arna um systur sínar í Val, sem eru dottnar út úr bikarnum og langt frá toppbaráttu Bestu deildarinnar.
FH Mjólkurbikar kvenna Besta deild kvenna Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Í beinni: Stjarnan - FH | Er hægt að stöðva Garðbæinga? Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann