Írak

Írak

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Lykillinn að krafta­verki að Birgir var frá Ís­landi

Birgir Þórarinsson fyrrverandi alþingismaður er mærður í hástert í ísraelskum fjölmiðlum fyrir aðkomu sína að lausn ísraelskrar fræðikonu sem tekin var í gíslingu af herliðum í Írak árið 2023 en sleppt fyrr í mánuðinum. Birgir segist telja það hafa skipt sköpum að hann hafi verið frá Íslandi og segist upplifa sem svo að lausn konunnar án hervalds og án lausnargjalds hafi verið kraftaverk. Hann vonar að Ísland muni í framtíðinni láta gott af sér leiða á alþjóðavettvangi þegar kemur að gíslatökumálum.

Erlent
Fréttamynd

Morð á kóran­brennu­manni gæti tengst er­lendu ríki

Forsætisráðherra Svíþjóðar segir að mögulegt sé að erlent ríki hafi komið nálægt morði á írökskum flóttamanni sem vakti athygli fyrir að brenna trúarrit múslima á miðvikudag. Fimm menn eru í haldi lögreglu vegna morðsins.

Erlent
Fréttamynd

Sýr­lenska þjóðin á kross­götum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani?

Abu Mohammed al-Jolani er fyrirferðarmikill þessa dagana enda leiddi skyndisókn hans og bandamanna hans í gegnum varnir Aleppo, Hama og Homs í Sýrlandi til falls einræðisstjórnar sem hafði verið við völd í Sýrlandi í meira en hálfa öld. Þykir hann líklegur til að reyna að mynda nýja ríkisstjórn í Sýrlandi en hvort honum takist það og hvernig sú ríkisstjórn mun líta út er erfitt að segja til um.

Erlent
Fréttamynd

Sækja að annarri stórri borg í Sýr­landi

Harðir bardagar eru sagðir eiga sér stað milli uppreisnar- og vígamanna annars vegar og stjórnarhers Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, og annarra sveita honum hliðhollar hinsvegar norður af borginni Hama. Það er ein af stærstu borgum Sýrlands og höfuðborg Hama-héraðs og hafa uppreisnarmennirnir tekið nokkra bæi norður af borginni í dag.

Erlent
Fréttamynd

Mörg hundruð víga­menn frá Írak til að­stoðar Assad-liðum

Hundruð meðlima írakskra vopnahópa hafa streymt yfir landamærin til Sýrlands í dag. Þar ætla þeir að aðstoða sveitir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, gegn uppreisnar- og vígamönnum sem tóku stjórn á borginni Aleppo og stórum nærliggjandi svæðum í vikunni.

Erlent
Fréttamynd

Íranar segja skaðann „tak­markaðan“ eftir á­rásir næturinnar

Klerkastjórn Íran er þegar byrjuð að gera lítið úr árásum Ísrael á landið í nótt. Þær eru sagðar hafa beinst gegn hernaðarskotmörkum í landinu og segja ráðamenn í Íran að skaðinn hafi verið „takmarkaður“. Ísraelar segja árásunum lokið og að þær hafi verið gerðar á loftvarnarkerfi, eldflaugaverksmiðjur og önnur skotmörk.

Erlent
Fréttamynd

Gerðu loft­á­rásir á Kúrda í Írak og Sýr­landi

Tyrkneski herinn hefur gert loftárásir á meintar stöðva Verkamannaflokks Kúrda í Sýrlandi og Írak eftir að fimm létu lífið í hryðjuverkaárás í Ankara, höfuðborg Tyrklands, í gær. Ráðamenn segja tugi vígamanna hafa verið fellda.

Erlent
Fréttamynd

Stærsta að­gerð gegn ISIS í Írak í nokkur ár

Bandarískir og írakskir sérsveitarmenn gerðu í síðustu viku áhlaup á nokkra staði í vesturhluta Íraks og felldu þeir minnst fjórtán vígamenn Íslamska ríkisins. Aðgerðin er sögð sú umfangsmesta gegn ISIS í Írak um nokkurra ára skeið en hún var framkvæmd á sama tíma og yfirvöld Bandaríkjanna og Íraks ræða það hvernig binda eigi enda á viðveru bandarískra hermanna í Írak eða draga verulega úr henni.

Erlent
Fréttamynd

Rann­saka banda­ríska á­lits­gjafa rúss­neskrar sjón­varps­stöðvar

Umdeildur fyrrverandi vopnaeftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna í Írak er annar tveggja Bandaríkjamanna sem sæta sakamálarannsókn vegna starfa sinna fyrir rússneska ríkissjónvarpsstöð. Rannsóknin er sögð liður í að berjast gegn tilraunum Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í haust.

Erlent
Fréttamynd

Ekkja leið­toga ISIS leysir frá skjóðunni

Umm Hudaifa, ekkja Abu Bakr al-Baghdadi fyrrverandi stjórnanda hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins, hefur tjáð sig um hjónaband þeirra, eiginmanninn og gjörðir þeirra í viðtali við BBC. Hudaifa situr nú í fangelsi í Írak á meðan stjórnvöld þar í landi rannsaka meinta glæpi hennar.

Erlent
Fréttamynd

Ögur­stund í máli Julian Assange

Hæstiréttur í Lundúnum tekur fyrir í dag og á morgun síðustu áfrýjun Julian Assange, eins stofnanda Wikileaks, um framsal til Bandaríkjanna. Þar á hann yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur um brot á njósnalagalöggjöf landsins.

Erlent
Fréttamynd

Felldu einn af leið­togum Kataib Hezbollah í drónaárás

Einn af æðstu leiðtogum vígahópsins Kataib Hezbollah var felldur í drónaárás Bandaríkjamanna í Bagdad í Írak í gær. Hann er sagður hafa komið með beinum hætti að skipulagningu og framkvæmd árása á bandaríska hermenn í Írak, Sýrlandi og Jórdaníu.

Erlent
Fréttamynd

Biden segist búinn að á­kveða sig

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist búinn að ákveða sig hvernig brugðist verði við drónaárás í Jórdaníu, þar sem þrír bandarískir hermenn létu lífið og minnst þrjátíu særðust. Forsvarsmenn hópsins sem gerði árásina segjast hættir að gera árásir á Bandaríkjamenn í bili.

Erlent
Fréttamynd

Skutu drónann ekki niður vegna mis­skilnings

Bandarískir hermenn í herstöðinni Tower 22 í Jórdaníu töldu að dróninn sem banaði þremur hermönnum og særði 34 í gær væri þeirra eigin sem verið væri að fljúga aftur til herstöðvarinnar. Þess vegna hafi hann ekki verið skotinn niður.

Erlent
Fréttamynd

Ræða veru banda­rískra her­manna í Írak

Ráðamenn í Bandaríkjunum og Írak munu á næstunni hefja viðræður um að binda enda á bandalagið gegn Íslamska ríkinu, sem stofnað var til að berjast gegn vígamönnum hryðjuverkasamtakanna í Írak. Meðal þess sem ræða á um er hvort bandarískir hermenn verða áfram í landinu og þá hve umfangsmikil viðvera þeirra verður.

Erlent
Fréttamynd

Felldu hátt­settan byltingarvörð í loft­á­rás í Damaskus

Ísraelar gerðu í morgun loftárás á Damaskus, höfuðborg Sýrlands, og eru þeir sagðir hafa fellt minnst einn háttsettan meðlim byltingarvarða íranska hersins. Ísraelar gera reglulega árásir í Sýrlandi, sem beinast iðulega gegn Írönum þar, en árásir að degi til eru sjaldgæfar.

Erlent