Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Elvar skráður inn á EM

Þjálfarateymi íslenska landsliðsins hefur ákveðið að skrá Elvar Ásgeirsson formlega inn sem átjánda leikmann í hópi Íslands á EM í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Verða að koma með stemninguna sjálfir

Gísli Þorgeir Kristjánsson benti á að mörg sæti hefðu verið auð í höllinni í Malmö í gær, á leiknum við Sviss á EM, og ekki ríkt sama andrúmsloft og á móti Svíum á sunnudaginn. Rúnar Kárason segir íslenska liðið verða að mynda eigin stemningu, alveg sama hver staðan sé í stúkunni.

Handbolti
Fréttamynd

Hver er staðan og hvað tekur við?

Með stuðningi Ungverja í gærkvöld er ljóst að Ísland getur með sigri gegn Slóveníu í dag komist í undanúrslit á EM í handbolta, í þriðja sinn í sögunni. Sex leikir fara fram í dag, þegar milliriðlakeppninni lýkur, en hvað tekur svo við?

Handbolti
Fréttamynd

Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það

Dagur Sigurðsson er allt annað en sáttur með þétta leikjadagskrá á EM í handbolta og í viðtali eftir mikilvægan sigur á Slóvenum í milliriðlum í gær lét hann forsvarsmenn Evrópska handknattleikssambandsins heyra það. 

Handbolti
Fréttamynd

Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss

Íslenska karlalandsliðið í handbolta gerði svekkjandi jafntefli gegn Sviss, 38-38, í milliriðlum EM í handbolta í gær. Örlög liðsins á mótinu ráðast í dag. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var í Malmö Arena í gær og fangaði eftirfarandi myndir.

Handbolti
Fréttamynd

Tekur Ómar hlut­verki fyrir­liða Ís­lands of al­var­lega?

Ómar Ingi Magnússon, fyrirliði íslenska landsliðsins hefur ekki verið líkur sjálfum sér á yfirstandandi Evrópumóti handbolta. Frammistaða hans var til umræðu í Besta sætinu og sérfræðingur sem þekkir vel til Ómars segir það gilda spurningu hvort hann sé að taka hlutverki landsliðsfyrirliða of alvarlega.

Handbolti
Fréttamynd

Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ís­land

Jafntefli Svía gegn Ungverjum í kvöld í milliriðlum EM í handbolta sér til þess að íslenskur sigur á morgun gegn Slóveníu tryggir Strákunum okkar sæti í undanúrslitum mótsins. Litlu sem engu munaði að staðan hefði verið allt önnur. 

Handbolti
Fréttamynd

„Snorri á alla mína sam­úð“

Farið var yfir svekkjandi jafntefli Íslands gegn Sviss í milliriðlum EM í handbolta í Besta sætinu. Mat sérfræðinga þáttarins var að það vantaði upp á skítavinnuna hjá Strákunum okkar og þá var Snorra Steini, landsliðsþjálfara sýnd samúð í þessari stöðu.

Handbolti
Fréttamynd

„Þetta er þungt“

„Því miður vorum við langt frá okkar besta varnarlega“ sagði landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson eftir 38-38 jafntefli Íslands gegn Sviss.

Handbolti
Fréttamynd

„Þetta er al­gjör við­bjóður akkúrat núna“

Elliði Snær Viðarsson og félagar í íslenska landsliðinu voru skiljanlega mjög svekktir eftir jafnteflið á móti Sviss í dag. Tapað stig þýðir að nú þarf íslenska landsliðið að treysta á aðra ætli liðið að komast í undanúrslitin.

Handbolti
Fréttamynd

Sviss - Ís­land 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik

Ísland gerði 38-38 jafntefli við Sviss í þriðja leik milliriðilsins á EM í handbolta. Strákarnir okkar spiluðu slakan varnarleik, tókst samt að jafna leikinn undir lokin en náðu ekki að stela sigrinum í síðustu sókninni. Stigið gerir lítið fyrir liðið í baráttunni um undanúrslit og Ísland þarf að treysta á önnur úrslit.

Handbolti
Fréttamynd

Viggó í hópnum gegn Sviss

Leikmannahópur Íslands er óbreyttur fyrir leik dagsins við Sviss. Viggó Kristjánsson er í hópnum þrátt fyrir að hafa meiðst gegn Svíþjóð í fyrradag.

Handbolti
Fréttamynd

Vill Wille burt

Þriðji markahæsti leikmaður í sögu norska handboltalandsliðsins vill losna við þjálfara þess. Norðmenn eiga ekki lengur möguleika á að komast í undanúrslit á Evrópumótinu.

Handbolti