Handbolti

EM-Pall­borðið: Allt sem þarf að vita fyrir stór­leikinn í dag

Sindri Sverrisson skrifar
Stefán Árni Pálsson stýrir EM-Pallborðinu með þá Rúnar Kárason og Ásgeir Örn Hallgrímsson sem gesti, fyrir fyrsta leik í milliriðli.
Stefán Árni Pálsson stýrir EM-Pallborðinu með þá Rúnar Kárason og Ásgeir Örn Hallgrímsson sem gesti, fyrir fyrsta leik í milliriðli. Grafík/Sara

Stefán Árni Pálsson verður með örvhentu landsliðsskytturnar Ásgeir Örn Hallgrímsson og Rúnar Kárason í sérstöku EM-Pallborði, í beinni útsendingu á Vísi í dag.

Ísland spilar sannkallaðan stórleik í dag, í milliriðli II á EM í handbolta, þegar liðið mætir lærisveinum Dags Sigurðssonar í Króatíu klukkan 14:30, og við taka svo fleiri leikir næstu daga sem skera úr um það hvort Ísland spilar um verðlaun á mótinu.

EM-Pallborðið má sjá í spilaranum hér að neðan og hefst það um klukkan 10:50. Í þættinum verður boltinn líka sendur út til Malmö þar sem stemningin fer stigvaxandi enda mikill fjöldi Íslendinga á svæðinu.

Spilarinn birtist hér skömmu fyrir útsendingu. Endurhlaða þarf síðunni til að hann birtist.

Ísland er með tvö stig frá sigri sínum gegn Ungverjalandi, Svíþjóð með tvö stig eftir sigur sinn á Króatíu, og Slóvenía með tvö stig eftir sigur sinn á Sviss. Ísland mætir Króatíu í dag, Svíþjóð á sunnudaginn, Sviss næsta þriðjudag og loks Slóveníu á miðvikudag.

Leikirnir í milliriðli II

Föstudagurinn 23. janúar

  • 14.30 Ísland - Króatía
  • 17.00 Sviss - Ungverjaland
  • 19.30 Slóvenía - Svíþjóð

Sunnudagurinn 25. janúar

  • 14.30 Slóvenía - Ungverjaland
  • 17.00 Ísland - Svíþjóð
  • 19.30 Sviss - Króatía

Þriðjudagurinn 27. janúar

  • 14.30 Ísland - Sviss
  • 17.00 Slóvenía - Króatía
  • 19.30 Svíþjóð - Ungverjaland

Miðvikudagurinn 28. janúar

  • 14.30 Ísland - Slóvenía
  • 17.00 Króatía - Ungverjaland
  • 19.30 Sviss - Svíþjóð



Fleiri fréttir

Sjá meira


×