„Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 22. janúar 2026 10:53 Anahita Vísir/Anton Brink Aðalmeðferð er hafin í máli tveggja aðgerðasinna sem dvöldu í 33 klukkustundir í tveimur hvalveiðiskipum árið 2023. Það var fjölmennt í dómsalnum í Hérðasdómi Reykjavíkur þegar aðalmeðferð hófst yfir þeim Anahitu Sahar og Elissu May Philipps sem dvöldu á hvalveiðiskipunum í 33 klukkustundir í mótmælaskyni árið 2023. Anahita og Elissa eru kærðar fyrir annars vegar húsbrot og hins vegar að fylgja ekki skipunum lögreglu þegar þær klifruðu upp í tunnur á Hvalur 8 og 9, hvalveiðiskip í eigu Hvals hf., til að mótmæla hvalveiðum. Man ekki eftir fyrirmælum Fyrst var tekin skýrsla af Anahitu þar sem hún segist hafa reynt að hafa farið allar löglegar leiðir og opinberar leiðir til að stöðva þann skaða sem væri að eiga sér stað. Vísar hún í skýrslu siðanefndar um hvalveiðar og ítrekað að enginn hefði brugðist við skýrslunni. „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn, fyrst að enginn var að grípa til aðgerða til að stöðva þennan skaða og þess vegna settist ég í mastur hvalbátsins á friðsaman hátt og án þess að valda skaða eða skemmdum,“ sagði hún. Anahita sagðist eki muna eftir því að hafa fengið skýra skipun frá lögreglunni né verið beðin um yfirgefa tunnuna. Hún hafði hlekkjað sig við eitthvað í botni tunnunnar sem hún síðar komast að væri eitthvað drasl. Hins vegar var henni hótað að valdi yrði beitt til að fjarlægja hana. Hún segir að lögrelgumennirnir hafi beitt hana miklu afli og reynt að toga hana með sér. Vegna þessa hafi jakkinn hennar rifnað og einnig vettlingur annars lögreglumannsins sem reif í hana. Anahita óttaðist því um öryggi sitt og sagði að hún hefði upplifað sig öruggari þegar hún var sjálf að klifra upp mastrið heldur en þegar lögreglan var að koma henni niður. „Ég sagði aftur og aftur að þið væruð að meiða mig. Svörin sem ég fékk var að þau vissu að þetta væri óþægilegt en ef ég myndi vilja að svo væri ekki ætti ég að standa upp og ég svaraði að ég gæti það ekki því ég var hlekkjuð,“ segir Anahita. „Ég tel að þetta sést ekki utan frá og ekki á upptöku svo maður þarf að beita ímyndunaraflinu en ég var hlekkuð við enda tunnunnar og klemmd milli platna og það voru tveir menn ofan á mér. Ég vissi ekki hvert planið þærra væru og aflið sem var beitt þegar verið var að toga mig var gríðarlega mikið.“ Vissi að um væri að ræða einkalóð Þrátt fyrir að hún muni ekki eftir því að hafa verið beðin um að fara niður gerði hún sér grein fyrir því að markmið lögreglunnar væri að ná henni niður. Þær voru með einhvers konar grunnöryggisbúnað, líkt og Anahita lýsir því, en hann hafi virkað illa. Hins vegar taldi hún að mótmælin væru nauðsynleg til að stöða skaðann sem hvalveiðar valdi. Anahita var spurð út í skýrslutöku lögreglu sem fór fram nokkrum dögum eftir mótmælin. Þar játaði hún að hafa vitað að hafa farið í skipið í óleyfi og að um væri að ræða einkalóð. Hins vegar segir hún fyrir dómi að hún hafi ekki séð nein skilti eða merkingar sem sögðu að um einkalóð væri að ræða. Hún skilji ekki íslensk lög að fullu og hafi því ekki gert sér grein fyrir því að mögulega væri um húsbrot að ræða. Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira
Það var fjölmennt í dómsalnum í Hérðasdómi Reykjavíkur þegar aðalmeðferð hófst yfir þeim Anahitu Sahar og Elissu May Philipps sem dvöldu á hvalveiðiskipunum í 33 klukkustundir í mótmælaskyni árið 2023. Anahita og Elissa eru kærðar fyrir annars vegar húsbrot og hins vegar að fylgja ekki skipunum lögreglu þegar þær klifruðu upp í tunnur á Hvalur 8 og 9, hvalveiðiskip í eigu Hvals hf., til að mótmæla hvalveiðum. Man ekki eftir fyrirmælum Fyrst var tekin skýrsla af Anahitu þar sem hún segist hafa reynt að hafa farið allar löglegar leiðir og opinberar leiðir til að stöðva þann skaða sem væri að eiga sér stað. Vísar hún í skýrslu siðanefndar um hvalveiðar og ítrekað að enginn hefði brugðist við skýrslunni. „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn, fyrst að enginn var að grípa til aðgerða til að stöðva þennan skaða og þess vegna settist ég í mastur hvalbátsins á friðsaman hátt og án þess að valda skaða eða skemmdum,“ sagði hún. Anahita sagðist eki muna eftir því að hafa fengið skýra skipun frá lögreglunni né verið beðin um yfirgefa tunnuna. Hún hafði hlekkjað sig við eitthvað í botni tunnunnar sem hún síðar komast að væri eitthvað drasl. Hins vegar var henni hótað að valdi yrði beitt til að fjarlægja hana. Hún segir að lögrelgumennirnir hafi beitt hana miklu afli og reynt að toga hana með sér. Vegna þessa hafi jakkinn hennar rifnað og einnig vettlingur annars lögreglumannsins sem reif í hana. Anahita óttaðist því um öryggi sitt og sagði að hún hefði upplifað sig öruggari þegar hún var sjálf að klifra upp mastrið heldur en þegar lögreglan var að koma henni niður. „Ég sagði aftur og aftur að þið væruð að meiða mig. Svörin sem ég fékk var að þau vissu að þetta væri óþægilegt en ef ég myndi vilja að svo væri ekki ætti ég að standa upp og ég svaraði að ég gæti það ekki því ég var hlekkjuð,“ segir Anahita. „Ég tel að þetta sést ekki utan frá og ekki á upptöku svo maður þarf að beita ímyndunaraflinu en ég var hlekkuð við enda tunnunnar og klemmd milli platna og það voru tveir menn ofan á mér. Ég vissi ekki hvert planið þærra væru og aflið sem var beitt þegar verið var að toga mig var gríðarlega mikið.“ Vissi að um væri að ræða einkalóð Þrátt fyrir að hún muni ekki eftir því að hafa verið beðin um að fara niður gerði hún sér grein fyrir því að markmið lögreglunnar væri að ná henni niður. Þær voru með einhvers konar grunnöryggisbúnað, líkt og Anahita lýsir því, en hann hafi virkað illa. Hins vegar taldi hún að mótmælin væru nauðsynleg til að stöða skaðann sem hvalveiðar valdi. Anahita var spurð út í skýrslutöku lögreglu sem fór fram nokkrum dögum eftir mótmælin. Þar játaði hún að hafa vitað að hafa farið í skipið í óleyfi og að um væri að ræða einkalóð. Hins vegar segir hún fyrir dómi að hún hafi ekki séð nein skilti eða merkingar sem sögðu að um einkalóð væri að ræða. Hún skilji ekki íslensk lög að fullu og hafi því ekki gert sér grein fyrir því að mögulega væri um húsbrot að ræða.
Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira