Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Eiður Þór Árnason og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 22. janúar 2026 00:12 Trump í Davos í kvöld. AP/Markus Schreiber Drög að samkomulagi Bandaríkjastjórnar við Atlantshafsbandalagið veitir Bandaríkjunum og bandalagsþjóðum í Evrópu aðgang að réttindum til jarðefnavinnslu í Grænlandi. Þá munu ríki vinna saman að þróun svokallaðrar Gullhvelfingar sem er viðurnefni á nýju loftvarnarkerfi sem Trump vill að spanni hnöttinn og notist við gervihnetti sem geti skotið niður eldflaugar. Þetta staðhæfir Donald Trump Bandaríkjaforseti í viðtali við fjölmiðilinn CNBC í Davos í Sviss þar sem þjóðar- og viðskiptaleiðtogar koma saman á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins. Samkomulagið sem unnið sé að komi til með að vara að „eilífu.“ Trump tilkynnti óvænt í kvöld að Bandaríkin muni falla frá refsitollum sem leggja átti á hóp Evrópuþjóða sem lýstu yfir stuðningi við Grænland og Danmörku í deilu þeirra við Bandaríkin um yfirráð yfir þessari stærstu eyju heims. Yfirlýsingin kom í kjölfar fundar Trumps með Mark Rutte, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, þar sem leiðtogarnir komu sér saman um einhvers konar ramma að samkomulagi um samskipti Bandaríkjanna og Grænlands. Þingkona fordæmir viðræðurnar Í ræðu sinni á Davos-ráðstefnunni fyrr í dag útilokaði Trump að beita hervaldi til að ná yfirráðum á Grænlandi en kallaði eftir umsvifalausum viðræðum um framtíð svæðisins. Trump hefur lítið gefið upp um það um hvað nýja samkomulagið felur í sér og sagt viðræðurnar á flóknu stigi. Rutte hefur einnig veitt takmarkaðar upplýsingar. „Þetta var frábær fundur með frábærri niðurstöðu, fyrir Bandaríkin, fyrir allt Atlantshafsbandalagið, fyrir Evrópu,“ sagði hann við fréttamann danska ríkisútvarpsins og klykkti út með að það þyrfti að raungera framtíðarsýn forsetans. Þingkona Inuit Ataqatigiit á danska þjóðþinginu segir Atlantshafsbandalagið ekki hafa neinn rétt til að semja fyrir hönd Grænlands án aðkomu Grænlendinga. „Atlantshafsbandalagið hefur ekkert umboð til að semja um eitt né neitt án okkar Grænlendinga. Ekkert um okkur, án okkar. Og að Atlantshafsbandalagið eitthvað að segja um okkar land og málma er gjörsamlega út í hött,“ skrifar Aaja Chemnitz að því er Sermitsiaq greinir frá. Býr yfir verðmætum jarðmálmum Grænland er í áttunda sæti yfir þau landsvæði sem búa yfir hvað mestum forða af sjaldgæfum jarðmálmum, samkvæmt greiningu Center for Strategic and International Studies. Stjórn Trumps hefur gert það eitt af sínum áhersluverkefnum að efla námugröft og vinnslu bandarískra fyrirtækja á slíkum málmum til að auka sjálfstæði þeirra gagnvart Kína sem stýrir í dag stærstum hluta þess iðnaðar. Sjaldgæfir jarðmálmar eru notaðir í segla sem eru nauðsynlegir í ýmis vopnakerfi, rafknúin ökutæki, raftæki og öðrum mikilvægum atvinnugreinum. Fylgst var með öllum helstu vendingum í Davos í vaktinni hér á Vísi og má nálgast hana hér. Donald Trump Grænland Danmörk NATO Bandaríkin Tengdar fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Donald Trump Bandaríkjaforseti er hættur við að leggja refsitolla á Evrópu vegna Grænlands. Hann segist hafa átt góðan fund með Mark Rutte framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins og þar hafi þeir náð saman um „ramma framtíðarsamkomulags varðandi Grænland og raunar alls heimsskautsins.“ 21. janúar 2026 19:47 Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ „Ég held að það sem að fólk hafi aðallega verið að ræða um eftir þessa ræðu er þessi ruglingur með Ísland og Grænland. Og hvort hann sé að meina Grænland þegar hann segir Ísland eða hvort að Ísland þurfi að hafa áhyggjur af því sem hann er að segja. Ég held að það sé ekki alveg á hreinu.“ 21. janúar 2026 19:10 Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Donald Trump Bandaríkjaforseti fór um víðan völl í ræðu sinni í Davos í dag. Hann ítrekaði enn og aftur að Bandaríkin „verði“ að eignast Grænland og að hann kalli eftir „tafarlausum viðræðum“ um kaup Bandaríkjanna á Grænlandi. Hann hyggist þó ekki beita til þess valdi. Alla veganna í tvígang virðist sem Trump hafi ruglast á nöfnum Íslands og Grænlands. 21. janúar 2026 15:52 Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Mikil spenna hefur ríkt milli Bandaríkjanna og ríkja Evrópu vegna ásælni Trumps í Grænland og var ræðu hans á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins því beðið með mikilli eftirvæntingu í dag. Þar sagðist hann verða að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ en nokkrum tímum síðar mátti greina meiri sáttatón hjá Bandaríkjaforseta. 21. janúar 2026 09:39 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Þetta staðhæfir Donald Trump Bandaríkjaforseti í viðtali við fjölmiðilinn CNBC í Davos í Sviss þar sem þjóðar- og viðskiptaleiðtogar koma saman á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins. Samkomulagið sem unnið sé að komi til með að vara að „eilífu.“ Trump tilkynnti óvænt í kvöld að Bandaríkin muni falla frá refsitollum sem leggja átti á hóp Evrópuþjóða sem lýstu yfir stuðningi við Grænland og Danmörku í deilu þeirra við Bandaríkin um yfirráð yfir þessari stærstu eyju heims. Yfirlýsingin kom í kjölfar fundar Trumps með Mark Rutte, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, þar sem leiðtogarnir komu sér saman um einhvers konar ramma að samkomulagi um samskipti Bandaríkjanna og Grænlands. Þingkona fordæmir viðræðurnar Í ræðu sinni á Davos-ráðstefnunni fyrr í dag útilokaði Trump að beita hervaldi til að ná yfirráðum á Grænlandi en kallaði eftir umsvifalausum viðræðum um framtíð svæðisins. Trump hefur lítið gefið upp um það um hvað nýja samkomulagið felur í sér og sagt viðræðurnar á flóknu stigi. Rutte hefur einnig veitt takmarkaðar upplýsingar. „Þetta var frábær fundur með frábærri niðurstöðu, fyrir Bandaríkin, fyrir allt Atlantshafsbandalagið, fyrir Evrópu,“ sagði hann við fréttamann danska ríkisútvarpsins og klykkti út með að það þyrfti að raungera framtíðarsýn forsetans. Þingkona Inuit Ataqatigiit á danska þjóðþinginu segir Atlantshafsbandalagið ekki hafa neinn rétt til að semja fyrir hönd Grænlands án aðkomu Grænlendinga. „Atlantshafsbandalagið hefur ekkert umboð til að semja um eitt né neitt án okkar Grænlendinga. Ekkert um okkur, án okkar. Og að Atlantshafsbandalagið eitthvað að segja um okkar land og málma er gjörsamlega út í hött,“ skrifar Aaja Chemnitz að því er Sermitsiaq greinir frá. Býr yfir verðmætum jarðmálmum Grænland er í áttunda sæti yfir þau landsvæði sem búa yfir hvað mestum forða af sjaldgæfum jarðmálmum, samkvæmt greiningu Center for Strategic and International Studies. Stjórn Trumps hefur gert það eitt af sínum áhersluverkefnum að efla námugröft og vinnslu bandarískra fyrirtækja á slíkum málmum til að auka sjálfstæði þeirra gagnvart Kína sem stýrir í dag stærstum hluta þess iðnaðar. Sjaldgæfir jarðmálmar eru notaðir í segla sem eru nauðsynlegir í ýmis vopnakerfi, rafknúin ökutæki, raftæki og öðrum mikilvægum atvinnugreinum. Fylgst var með öllum helstu vendingum í Davos í vaktinni hér á Vísi og má nálgast hana hér.
Donald Trump Grænland Danmörk NATO Bandaríkin Tengdar fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Donald Trump Bandaríkjaforseti er hættur við að leggja refsitolla á Evrópu vegna Grænlands. Hann segist hafa átt góðan fund með Mark Rutte framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins og þar hafi þeir náð saman um „ramma framtíðarsamkomulags varðandi Grænland og raunar alls heimsskautsins.“ 21. janúar 2026 19:47 Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ „Ég held að það sem að fólk hafi aðallega verið að ræða um eftir þessa ræðu er þessi ruglingur með Ísland og Grænland. Og hvort hann sé að meina Grænland þegar hann segir Ísland eða hvort að Ísland þurfi að hafa áhyggjur af því sem hann er að segja. Ég held að það sé ekki alveg á hreinu.“ 21. janúar 2026 19:10 Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Donald Trump Bandaríkjaforseti fór um víðan völl í ræðu sinni í Davos í dag. Hann ítrekaði enn og aftur að Bandaríkin „verði“ að eignast Grænland og að hann kalli eftir „tafarlausum viðræðum“ um kaup Bandaríkjanna á Grænlandi. Hann hyggist þó ekki beita til þess valdi. Alla veganna í tvígang virðist sem Trump hafi ruglast á nöfnum Íslands og Grænlands. 21. janúar 2026 15:52 Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Mikil spenna hefur ríkt milli Bandaríkjanna og ríkja Evrópu vegna ásælni Trumps í Grænland og var ræðu hans á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins því beðið með mikilli eftirvæntingu í dag. Þar sagðist hann verða að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ en nokkrum tímum síðar mátti greina meiri sáttatón hjá Bandaríkjaforseta. 21. janúar 2026 09:39 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
„Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Donald Trump Bandaríkjaforseti er hættur við að leggja refsitolla á Evrópu vegna Grænlands. Hann segist hafa átt góðan fund með Mark Rutte framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins og þar hafi þeir náð saman um „ramma framtíðarsamkomulags varðandi Grænland og raunar alls heimsskautsins.“ 21. janúar 2026 19:47
Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ „Ég held að það sem að fólk hafi aðallega verið að ræða um eftir þessa ræðu er þessi ruglingur með Ísland og Grænland. Og hvort hann sé að meina Grænland þegar hann segir Ísland eða hvort að Ísland þurfi að hafa áhyggjur af því sem hann er að segja. Ég held að það sé ekki alveg á hreinu.“ 21. janúar 2026 19:10
Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Donald Trump Bandaríkjaforseti fór um víðan völl í ræðu sinni í Davos í dag. Hann ítrekaði enn og aftur að Bandaríkin „verði“ að eignast Grænland og að hann kalli eftir „tafarlausum viðræðum“ um kaup Bandaríkjanna á Grænlandi. Hann hyggist þó ekki beita til þess valdi. Alla veganna í tvígang virðist sem Trump hafi ruglast á nöfnum Íslands og Grænlands. 21. janúar 2026 15:52
Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Mikil spenna hefur ríkt milli Bandaríkjanna og ríkja Evrópu vegna ásælni Trumps í Grænland og var ræðu hans á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins því beðið með mikilli eftirvæntingu í dag. Þar sagðist hann verða að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ en nokkrum tímum síðar mátti greina meiri sáttatón hjá Bandaríkjaforseta. 21. janúar 2026 09:39
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“