Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 21. janúar 2026 17:30 Sú umbylting sem orðið hefur á Reykjavíkurborg á undanförnum þremur áratugum var borin á herðum félagshyggjufólks úr ólíkum flokkum. Undir hatti Reykjavíkurlistans var lagður grunnur að breytingu borgarinnar í þjónustustofnun sem mætti ólíkum þörfum einstaklinga á mismunandi aldursskeiðum. Jöfnuður var meginstef breytinganna. Fjölskyldur og fyrirtæki, börn, unglingar og eldri borgarar, öll kyn, ólíkur uppruni; öll eru velkomin í Reykjavík. Hún tekur utan um þau minnstu og þau elstu borgin okkar og gerir ekki upp á milli. Við eigum því fólki mikið að þakka sem rauf hefðbundnar átakalínur gamalgróinna stjórnmálaflokka og með því kyrrstöðuna um Reykjavík íhaldsins. Þau voru og eru fólk breytinganna og byggðu borgina í anda nútímalegrar frjálslyndrar og norrænnar velferðar. Leikskólar og grunnskólar, samgöngur og borgarskipulag, stofnanir borgarinnar. Allt kapp var nú lagt á að þjóna þörfum þeirra sem byggja borgina. Hið fyrra skipulag feðraveldis á einkabílnum vék og við tók borgin sem fólk hvaðanæva að, utan af landi og utan úr heimi, vildi flytja til og gera að sínu heimili. Ekki er enda síðri, umbreytingin sem orðið hefur á viðhorfi okkar til samfélags sem öll tilheyra. Hver sem þú ert og hvernig sem þú ert, þá er Reykjavík til í að hýsa þig. Þú mátt tilheyra. Þú ert velkomin. Þetta er okkar aðalsmerki. Hér er engin regla um hversu lengi þú þarft að búa til að mega kalla þig Reykvíking. Á fyrsta degi búsetu hér, ertu Reykvíkingur. Við erum borg fjölbreytileikans og fjölmenningarinnar. Við erum gestrisin borg. Komdu fagnandi. Þetta sjá allir á þátttöku í viðburðum og hátíðum þar sem við höldum uppá hversu ólík við erum. Tugþúsundir og jafnvel hundruð þúsunda fylkja liði á strætum og torgum höfuðborgarinnar. Er þetta sjálfgefið? Nei. Það eru blikur á lofti. Hvar ætlar tveggja kynja prammi þröngsýni og kynþáttahyggju að koma sér fyrir í næstu Gleðigöngui? Verða Hinsegin dagar haldnir í borginni ef slík sjónarmið verða í næsta meirihluta? Hver hleypir slíku fólki til valda og áhrifa? Ekki ég og ekki Samfylkingin í borgarstjórn Reykjavíkur undir minni forystu. Ég er hrædd um að þeir verði litlausir regnbogafánar Reykjavíkurborgar undir slíkri stjórn og verri verður móttaka okkar minnstu bræðra og systra sem leita á náðir okkar frá stríðshrjáðum löndum. Þetta snýst um grundvallaratriði í pólitík. Við jafnaðarmenn eigum ekki samleið með kynþáttahyggju í útlendinga- og jafnréttismálum. Við gerum ekki málamiðlanir við rasismann. Við erum nákvæmlega ekki eins og þau. Stöndum fyrir algerlega andstæða stefnu og eigum enga samleið með þeim. Þar er ekkert vantalað. Þau stjórnmálaöfl sem gæla við orðræðu ysta hægrisins verða að finna að það er ekki umburðarlyndi fyrir slíku rugli hér. Ekki í Reykjavík og ekki á Íslandi. Hvergi. Reykjavík hinna fáu og útvöldu er liðin tíð. Höfundur er borgarstjóri Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Sjá meira
Sú umbylting sem orðið hefur á Reykjavíkurborg á undanförnum þremur áratugum var borin á herðum félagshyggjufólks úr ólíkum flokkum. Undir hatti Reykjavíkurlistans var lagður grunnur að breytingu borgarinnar í þjónustustofnun sem mætti ólíkum þörfum einstaklinga á mismunandi aldursskeiðum. Jöfnuður var meginstef breytinganna. Fjölskyldur og fyrirtæki, börn, unglingar og eldri borgarar, öll kyn, ólíkur uppruni; öll eru velkomin í Reykjavík. Hún tekur utan um þau minnstu og þau elstu borgin okkar og gerir ekki upp á milli. Við eigum því fólki mikið að þakka sem rauf hefðbundnar átakalínur gamalgróinna stjórnmálaflokka og með því kyrrstöðuna um Reykjavík íhaldsins. Þau voru og eru fólk breytinganna og byggðu borgina í anda nútímalegrar frjálslyndrar og norrænnar velferðar. Leikskólar og grunnskólar, samgöngur og borgarskipulag, stofnanir borgarinnar. Allt kapp var nú lagt á að þjóna þörfum þeirra sem byggja borgina. Hið fyrra skipulag feðraveldis á einkabílnum vék og við tók borgin sem fólk hvaðanæva að, utan af landi og utan úr heimi, vildi flytja til og gera að sínu heimili. Ekki er enda síðri, umbreytingin sem orðið hefur á viðhorfi okkar til samfélags sem öll tilheyra. Hver sem þú ert og hvernig sem þú ert, þá er Reykjavík til í að hýsa þig. Þú mátt tilheyra. Þú ert velkomin. Þetta er okkar aðalsmerki. Hér er engin regla um hversu lengi þú þarft að búa til að mega kalla þig Reykvíking. Á fyrsta degi búsetu hér, ertu Reykvíkingur. Við erum borg fjölbreytileikans og fjölmenningarinnar. Við erum gestrisin borg. Komdu fagnandi. Þetta sjá allir á þátttöku í viðburðum og hátíðum þar sem við höldum uppá hversu ólík við erum. Tugþúsundir og jafnvel hundruð þúsunda fylkja liði á strætum og torgum höfuðborgarinnar. Er þetta sjálfgefið? Nei. Það eru blikur á lofti. Hvar ætlar tveggja kynja prammi þröngsýni og kynþáttahyggju að koma sér fyrir í næstu Gleðigöngui? Verða Hinsegin dagar haldnir í borginni ef slík sjónarmið verða í næsta meirihluta? Hver hleypir slíku fólki til valda og áhrifa? Ekki ég og ekki Samfylkingin í borgarstjórn Reykjavíkur undir minni forystu. Ég er hrædd um að þeir verði litlausir regnbogafánar Reykjavíkurborgar undir slíkri stjórn og verri verður móttaka okkar minnstu bræðra og systra sem leita á náðir okkar frá stríðshrjáðum löndum. Þetta snýst um grundvallaratriði í pólitík. Við jafnaðarmenn eigum ekki samleið með kynþáttahyggju í útlendinga- og jafnréttismálum. Við gerum ekki málamiðlanir við rasismann. Við erum nákvæmlega ekki eins og þau. Stöndum fyrir algerlega andstæða stefnu og eigum enga samleið með þeim. Þar er ekkert vantalað. Þau stjórnmálaöfl sem gæla við orðræðu ysta hægrisins verða að finna að það er ekki umburðarlyndi fyrir slíku rugli hér. Ekki í Reykjavík og ekki á Íslandi. Hvergi. Reykjavík hinna fáu og útvöldu er liðin tíð. Höfundur er borgarstjóri Reykjavíkur.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun